Fordæmi eru fyrir því að ráðherrar birti persónulega reikninga þegar grunur leikur á að þeir hafi fengið sérkjör eða gjafir í krafti embættis síns. Illugi Gunnarsson, þá menntamálaráðherra, birti slíkan reikning vegna laxveiðiferðar árið 2014, en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, hefur neitað að gera hið sama.
Þórdís baðst í vikunni afsökunar á því að vera hennar í vinafagnaði, þar sem hluti gesta hlaut fría gistingu á Hilton Nordica og aðgang að heilsulind vegna kostaðs samstarfs við Icelandair Hotels, hafi ekki verið hafin yfir vafa.
Taldi skrifstofa löggjafarmála í forsætisráðuneytinu að ekki hafi verið um brot á siðareglum ráðherra að ræða. „Þrátt fyrir þessa niðurstöðu vil ég árétta að ráðherrar eiga að haga gerðum sínum þannig að þær …
Athugasemdir