Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ólafur Ragnar starfar fyrir orkufyrirtæki: „Hvað menn gera á elliárum er þeirra mál“

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, fyrr­ver­andi formað­ur Al­þýðu­banda­lags­ins og síð­ar for­seti Ís­lands í 20 ár, sit­ur í ráð­gjaf­a­ráði orku­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Green Energy. Hann hef­ur dval­ið í Kína með for­svars­mönn­um orku­fyr­ir­tæk­is­ins og ver­ið á sam­kom­um með þeim og full­trú­um kín­verskra stjórn­valda.

Ólafur Ragnar starfar fyrir orkufyrirtæki: „Hvað menn gera á elliárum er þeirra mál“
Í heimsókn í Kína Ólafur Ragnar Grímsson sést hér með Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni og eiganda Arctic Green Energy, í heimsókn í jarðvarmaver í Kína í fyrra. Með þeim á myndinni er starfsmaður Sinopec.

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands til 20 ára, er ráðgjafi alþjóðlega orkufyrirtækisins Arctic Green Energy og ferðast á vegum þess erlendis.  Starfsemi fyrirtækisins er aðallega í Kína. Arctic Green Energy er einn af styrktaraðilum ráðstefnunnar The Arctic Circle, sem Ólafur Ragnar er stjórnarformaður yfir, og situr forsetinn fyrrverandi í sérstöku ráðgjafaráði orkufyrirtækisins, International Advisory Board Arctic Green Energy. 

Ólafur Ragnar segist í svari til Stundarinnar lengi hafa verið áhugamaður um orkumál og að þess vegna sitji hann í ráðgjafaráði fyrirtækisins. Í fyrra stofnaði Ólafur Ragnar einkahlutafélag sem skráð er á Íslandi og heitir það Energy Climate Nexus ehf.

Stundin spurði Ólaf Ragnar að því hvort þetta félag starfaði fyrir Arctic Green Energy gegn þóknun. Ólafur Ragnar neitar þessu. „Ég hef lengi á alþjóðavettvangi tekið þátt í umræðum og samstarfi um hreina orku, einkum jarðhita og reynslu Íslendinga af hitaveitum. […] Seta mín í International Advisory Board Arctic Green er …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár