Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ólafur Ragnar starfar fyrir orkufyrirtæki: „Hvað menn gera á elliárum er þeirra mál“

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, fyrr­ver­andi formað­ur Al­þýðu­banda­lags­ins og síð­ar for­seti Ís­lands í 20 ár, sit­ur í ráð­gjaf­a­ráði orku­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Green Energy. Hann hef­ur dval­ið í Kína með for­svars­mönn­um orku­fyr­ir­tæk­is­ins og ver­ið á sam­kom­um með þeim og full­trú­um kín­verskra stjórn­valda.

Ólafur Ragnar starfar fyrir orkufyrirtæki: „Hvað menn gera á elliárum er þeirra mál“
Í heimsókn í Kína Ólafur Ragnar Grímsson sést hér með Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni og eiganda Arctic Green Energy, í heimsókn í jarðvarmaver í Kína í fyrra. Með þeim á myndinni er starfsmaður Sinopec.

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands til 20 ára, er ráðgjafi alþjóðlega orkufyrirtækisins Arctic Green Energy og ferðast á vegum þess erlendis.  Starfsemi fyrirtækisins er aðallega í Kína. Arctic Green Energy er einn af styrktaraðilum ráðstefnunnar The Arctic Circle, sem Ólafur Ragnar er stjórnarformaður yfir, og situr forsetinn fyrrverandi í sérstöku ráðgjafaráði orkufyrirtækisins, International Advisory Board Arctic Green Energy. 

Ólafur Ragnar segist í svari til Stundarinnar lengi hafa verið áhugamaður um orkumál og að þess vegna sitji hann í ráðgjafaráði fyrirtækisins. Í fyrra stofnaði Ólafur Ragnar einkahlutafélag sem skráð er á Íslandi og heitir það Energy Climate Nexus ehf.

Stundin spurði Ólaf Ragnar að því hvort þetta félag starfaði fyrir Arctic Green Energy gegn þóknun. Ólafur Ragnar neitar þessu. „Ég hef lengi á alþjóðavettvangi tekið þátt í umræðum og samstarfi um hreina orku, einkum jarðhita og reynslu Íslendinga af hitaveitum. […] Seta mín í International Advisory Board Arctic Green er …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár