Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands til 20 ára, er ráðgjafi alþjóðlega orkufyrirtækisins Arctic Green Energy og ferðast á vegum þess erlendis. Starfsemi fyrirtækisins er aðallega í Kína. Arctic Green Energy er einn af styrktaraðilum ráðstefnunnar The Arctic Circle, sem Ólafur Ragnar er stjórnarformaður yfir, og situr forsetinn fyrrverandi í sérstöku ráðgjafaráði orkufyrirtækisins, International Advisory Board Arctic Green Energy.
Ólafur Ragnar segist í svari til Stundarinnar lengi hafa verið áhugamaður um orkumál og að þess vegna sitji hann í ráðgjafaráði fyrirtækisins. Í fyrra stofnaði Ólafur Ragnar einkahlutafélag sem skráð er á Íslandi og heitir það Energy Climate Nexus ehf.
Stundin spurði Ólaf Ragnar að því hvort þetta félag starfaði fyrir Arctic Green Energy gegn þóknun. Ólafur Ragnar neitar þessu. „Ég hef lengi á alþjóðavettvangi tekið þátt í umræðum og samstarfi um hreina orku, einkum jarðhita og reynslu Íslendinga af hitaveitum. […] Seta mín í International Advisory Board Arctic Green er …
Athugasemdir