Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vinafagnaður ráðherra merktur samstarf: „Þetta er viðskiptadíll“

Áhrifa­vald­ur sem stóð fyr­ir vin­kvenna­ferð seg­ir að hugsa hefði mátt bet­ur þátt­töku Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur ferða­mála­ráð­herra. Hún seg­ir fjór­ar kvenn­anna hafa feng­ið fríð­indi frá Icelanda­ir Hotel, en ráð­herra borg­að fyr­ir allt sitt. Siða­regl­ur ráð­herra kveða skýrt á um at­riði sem snúa að at­hæfi Þór­dís­ar.

Vinafagnaður ráðherra merktur samstarf: „Þetta er viðskiptadíll“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Ráðherra ferðamála sótti hitting vinkvenna sem að hluta var kostaður af Icelandair Hotels. Mynd: xd.is

Áhrifavaldur sem stóð fyrir hittingi vinkvenna sem styrktur var af Icelandair Hotels segir að hún hefði átt að hugsa betur veru Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ráðherra á viðburðinum og myndum sem notaðar voru til kynningar fyrir tugþúsundir Instagram fylgjenda. Siðareglur ráðherra eru skýrar hvað varðar athæfi ráðherra sem vekur grunsemdir um að hann notfæri sér stöðu sína í eiginhagsmunaskyni.

Þórdís er ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar, og eru málefni Icelandair og ferðaþjónustunnar því mikið á hennar borðum um þessar mundir. Fjallað var um hitting vinkvennanna um helgina og gagnrýnt að tveggja metra reglunnar um sóttvarnir hafi ekki verið gætt í samsætinu samkvæmt myndum sem birtust á samfélagsmiðlum. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir var spurður um athæfið á upplýsingafundi í dag. „Ég held hún hafi ekki verið að brjóta lögin en hefði mátt passa betur upp á tveggja metra regluna þarna,“ sagði hann.

Þórdís hefur sagt að það hefði verið einfaldara að fara ekki í hittinginn og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í dag við RÚV að athæfið hafi verið „óheppilegt og ráðherrann hafi gengist við því“.

Siðareglur ráðherra eru skýrar hvað varðar bæði atriðin - mögulega þátttöku ráðherra í kostun annars vegar og hunsun hennar á sóttvarnarreglum hins vegar. Hvað varðar kostunina og þátttöku ráðherra í auglýsingu vinkonu sinnar segir í 4. grein siðareglna: „Ráðherra forðast allt athæfi sem líklegt er til að vekja grunsemdir um að hann notfæri sér stöðu sína í eiginhagsmunaskyni.“

VinafagnaðurinnRáðherra var á myndum á Instagram síðu Evu, en hluti hans var kostaður af Icelandair Hotels.

Í 3. grein er skýrar kveðið á um gjafir, hafi ráðherra þegið slíkar í hittingnum. „Ráðherra er ekki heimilt að hafa einkanot af gæðum starfsins nema að svo miklu leyti sem lög og reglur leyfa.“

Ráðherra hefur ekki svarað fyrirspurn Stundarinnar um málið.

Í auglýsingu heilbrigðisráðherra frá 30. júlí um takmörkun á samkomum vegna farsóttar er kveðið skýrt á um tveggja metra regluna. Reglurnar voru hertar vegna fjölgunar kórónaveirusmita. „Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, m.a. þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili.“

Í siðareglum ráðherra er kveðið á um háttsemi og framgöngu ráðherra í 4. grein: „Ráðherra gætir þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við manngildi og mannréttindi.“

Hefði átt að hugsa betur veru Þórdísar í auglýsingaefni

Þórdís Kolbrún fór á laugardag ásamt vinkonum sínum í heilsulind á Hilton Nordica, sem er í eigu Icelandair Hotels. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, fjölmiðlakona, matarbloggari og áhrifavaldur, skipulagði fagnaðinn. Birti hún myndir af hittingnum á Instagram, þar sem hún er með nær 34 þúsund fylgjendur og var birtingin merkt sem samstarf við Icelandair Hotels.

„Ég sendi þeim reikning fyrir minni vinnu og fæ reikning á móti. Þetta er viðskiptadíll“
Merkt sem samstarfMyndir sem Eva birti af samsæti vinkvennanna með ráðherra í för voru kostuð auglýsing.

„Samstarfið fólst í því að ég og þrjár vinkonur mínar frá Akranesi fengu gistinguna,“ segir Eva Laufey. „Þetta voru reikningsviðskipti, eins og samstarf sem ég er með við Hagkaup og MS, nema í öðru formi. Ég sendi þeim reikning fyrir minni vinnu og fæ reikning á móti. Þetta er viðskiptadíll.“

Eva Laufey segir að eingöngu þær fjórar hafi notið samstarfsins fjárhagslega. „Þær sem að búa í Reykjavík komu með okkur og borguðu fyrir sig, fyrir spa og mat, og fóru svo heim til sín,“ segir hún.

Aðspurð hvort það sé ekki hjálplegt fyrir kynningarefnið að nafntoguð manneskja eins og ráðherra sé með á myndunum segir Eva að svo geti verið. „Jú, auðvitað er þetta kannski vandmeðfarið og ég hefði átt að hugsa þetta betur,“ segir hún. „Eðlilega hefði ég átt að hugsa út í það, en ég gerði það ekki. Því er verr og miður. En hún á sína reikninga fyrir þessu og ég mína, þannig að það ætti ekki að vera neitt vafamál.“

Fólk verði að bera ábyrgð á að halda regluna

Fréttablaðið fjallaði um málið í gær og benti á að sóttvarnaryfirvöld hefðu biðlað til landsmanna að gæta varúðar í samkvæmum þar sem áfengi er haft um hönd og að tveggja metra reglan hefði verið hunsuð í samkvæmi kvennanna eins og sjá megi á ljósmyndum úr því.

Brást Þórdís Kolbrún við með færslu á Facebook þar sem hún sagði að einfaldara hefði verið að vera ekki með vinkonunum. Passað hefði verið upp á reglur í hádegisverðinum þegar vinkonurnar sátu saman að borðum. „Starfsfólk var með grímur og tveggja metra regla tryggð gagnvart ótengdum aðilum á staðnum,“ skrifaði ráðherra. „Við fórum í verslanir sem eru opnar og gengum niður Laugaveginn eins og fleiri gerðu á góðviðris degi. Við borðuðum saman kvöldmat. Við fórum ekki út á lífið líkt og fullyrt hefur verið, það er rangt.“

„Það er náttúru­lega á á­byrgð hvers ein­stak­lings að halda þessa tveggja metra reglu eða ekki“

Sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundinum í dag að passa hefði mátt betur upp á reglur í samsætinu en að lög hafi líklega ekki verið brotin. „Það er náttúru­lega á á­byrgð hvers ein­stak­lings að halda þessa tveggja metra reglu eða ekki,“ sagði hann. „Í þessu til­felli án þess að ég geti nokkuð fjallað meira um það þá sýnir þetta bara að fólk verður að bera á­byrgð á sínum at­höfnum. Tveggja metra reglan á náttúru­lega kannski fyrst og fremst, eða aðal­lega, við um um­gengni við ein­stak­linga sem maður þekki engin deili á.“

Leiðrétting: Í fréttinni stóð upphaflega að konurnar hefðu snætt hádegisverð á veitingastaðnum Vox, sem er í eigu Icelandair Hotels eins og heilsulindin á Hilton Nordica. Í Facebook færslu leiðrétti Eva Laufey þetta. „Við snæddum á veitingastaðnum KOL í hádeginu, þar var þessi frægi bröns. Þar greiddi hver og ein fyrir sig og var á engan hátt tengdur samstarfi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár