Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Geðheilbrigði á tímum COVID

Stund­in ræddi við Auði Ax­els­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Hug­arafls, um geð­heil­brigð­is­mál á tím­um annarr­ar bylgju COVID. Auð­ur seg­ir sam­fé­lag­ið vel geta tek­ist á við and­leg­ar hlið­ar vand­ans í gegn­um fjöl­breytt, mann­eskju­leg og vald­efl­andi úr­ræði. Hún var­ar á sama tíma við óhóf­legri sjúk­dóm­svæð­ingu og lyfja­gjöf við eðli­leg­um til­finn­ing­um sem vakna í kjöl­far veirunn­ar.

Geðheilbrigði á tímum COVID
Auður Axelsdóttir Mynd: Heiða Helgadóttir

Stundin ræddi við Auði Axelsdóttur, framkvæmdastjóra geðheilbrigðissamtakanna Hugarafls, um geðheilbrigði á tímum COVID. Stefna Hugarafls byggir á því að hver sem er geti leitað þangað á eigin forsendum, óháð greiningum og tilvísunum. „Við höfum ótrúlega möguleika til þess að mæta þessu, til þess að spyrja okkur hvernig við getum gripið fólk úti í samfélaginu áður en fer að halla of mikið undan fæti,“ segir hún um getu samfélagsins til að takast á við andlegar afleiðingar faraldursins. 

Auður segir fólk sem leitar til Hugarafls ganga inn í samfélag við aðra í stað þess að ganga í gegnum ferlið einsamalt andspænis sérfræðingi sem hittir það ekki á jöfnum kili. „Glöggir heimilislæknar vísa gjarnan á okkur, því þeir sjá að það er strax eitthvað sem fer í gang. Einstaklingur sem kemur hingað kemur strax inn í samfélag þar sem hann verður hluti af heild, í stað þess að fara út í bæ, hitta …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár