Stundin ræddi við Auði Axelsdóttur, framkvæmdastjóra geðheilbrigðissamtakanna Hugarafls, um geðheilbrigði á tímum COVID. Stefna Hugarafls byggir á því að hver sem er geti leitað þangað á eigin forsendum, óháð greiningum og tilvísunum. „Við höfum ótrúlega möguleika til þess að mæta þessu, til þess að spyrja okkur hvernig við getum gripið fólk úti í samfélaginu áður en fer að halla of mikið undan fæti,“ segir hún um getu samfélagsins til að takast á við andlegar afleiðingar faraldursins.
Auður segir fólk sem leitar til Hugarafls ganga inn í samfélag við aðra í stað þess að ganga í gegnum ferlið einsamalt andspænis sérfræðingi sem hittir það ekki á jöfnum kili. „Glöggir heimilislæknar vísa gjarnan á okkur, því þeir sjá að það er strax eitthvað sem fer í gang. Einstaklingur sem kemur hingað kemur strax inn í samfélag þar sem hann verður hluti af heild, í stað þess að fara út í bæ, hitta …
Athugasemdir