Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Greiðsla til Hjaltalín stöðvuð út af gráa listanum

Dreif­ing­ar­að­ila var óheim­ilt að milli­færa á ís­lensk­an banka­reikn­ing hljóm­sveit­ar­inn­ar Hjaltalín vegna veru Ís­lands á gráa lista FATF um að­gerð­ir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka.

Greiðsla til Hjaltalín stöðvuð út af gráa listanum
Hjaltalín Greiðsla til hljómsveitarinnar fór ekki fram vegna veru Íslands á gráa listanum.

Vera Íslands á gráa listanum yfir þau ríki sem ekki hafa gripið til full­nægj­andi aðgerða gegn pen­ingaþvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka varð til þess að hljómsveitin Hjaltalín fékk ekki greiðslu fyrir tónlist sína í byrjun ágúst.

Ísland var sett á gráan lista hjá FATF, alþjóðlegum fjármálaaðgerðahópi ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, í október í fyrra. Stjórnvöld mótmæltu niðurstöðunni, en hafa síðan fylgt aðgerðaráætlun til að láta fjarlægja landið af listanum.

Hjaltalín átti inni greiðslu hjá erlendu fyrirtæki sem sér um stafræna dreifingu tónlistar hljómsveitarinnar, sem nýverið gaf út nafnlausa plötu. „Við áttum inni pening hjá þeim en þau voru að breyta kerfinu hjá sér þannig að ég þurfti að setja aftur inn bankaupplýsingarnar okkar,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson umboðsmaður. „Nema að þá er bara Ísland ekki inni í listanum sem er í boði. Spes að sjá nöfn eins og Sýrland, Sómalíu, Jemen og Súdan, lönd sem eru flokkuð sem þau spilltustu á jörðinni, á listanum en ekki Ísland, sem var í hóp með meðal annars Norður-Kóreu og Suður-Súdan, yfir lönd sem ekki voru á listanum.“

Í svörum frá fyrirtækinu kom fram að Ísland væri eitt af þeim löndum sem ekki ætti að senda pening til vegna hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Steinþór segir að hljómsveitin þurfi að finna aðra leið til að þiggja greiðsluna.

„Mér finnst þetta aðallega sorglega grínlegt“

„Mér finnst þetta aðallega sorglega grínlegt,“ segir hann. „Við vorum bara að sækja okkur smá pening sem við áttum inni þarna úti, enda vorum við að gefa út plötu sjálf með tilheyrandi kostnaði. Og í þessu árferði er erfitt, eða réttara sagt ómögulegt að fjármagna sig með tónleikum.“

Vona að Ísland fari af listanum í október

Íslensk stjórnvöld telja sig hafa lokið þeim aðgerðum sem þarf til að fjarlægja Ísland af listanum. Var það staðfest á allsherjarfundi FATF í júní. „Á fundinum var einnig samþykkt samhljóða að fulltrúar sérfræðingahópsins muni koma til Íslands í vettvangsathugun til þess að staðfesta árangurinn,“ sagði í frétt á vef stjórnarráðsins 24. júní.

„Ekki hefur verið ákveðin endanleg dagsetning slíkrar athugunar, en stefnt er að því að vettvangsathugunin fari fram í byrjun september næstkomandi, að því gefnu að COVID-19 standi því ekki í vegi. Verði árangur Íslands staðfestur í vettvangsathuguninni má gera ráð fyrir að lögð verði fram tillaga um að Ísland verði tekið af svonefndum gráa lista FATF á fundi FATF í október,“ sagði einnig í fréttinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár