Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skattayfirvöld á Spáni rannsaka söluna á Afríkúútgerð Sjólaskipa

Skatta­yf­ir­völd á Spáni hafa dreg­ist inn á rann­sókn á skatt­skil­um ís­lenskra út­gerð­ar­manna í Afr­íku. Um er að ræða at­hug­un á sölu Sjó­la­skipa á Afr­íku­út­gerð sinni í Sam­herja ár­ið 2007.

Skattayfirvöld á Spáni rannsaka söluna á Afríkúútgerð Sjólaskipa
Sala sem dró dilk á eftir sér Sala Sjólaskiptasystkinanna á Afríkuútgerð sinni til Samherja árið 2007 hefur heldur betur dregið dilk á eftir sér. Meðferð systkinanna á söluhagnaði útgerðarinnar er stofninn í ákærum gegn þeim fyrir stórfelld skattalagabrot. Haraldur Reynir og Guðmundur Jónsson sjást hér með nokkrum af æðstu stjórnendum Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni, Kristjáni Vilhelmssyni, Eiríki S. Jóhannssyni og Aðalsteini Helgasyni árið 2007.

Skattayfirvöld á Spáni rannsaka nú sölu fjárfestisins Haraldar Jónssonar á Afríkuútgerð Sjólaskipa, sem staðsett var á Kanaríeyjum, til Samherja árið 2007. Þetta er gert að beiðni íslenska yfirvalda. Frétt um málið var birt í spænskum fjölmiðli fyrir nokkrum dögum.

Haraldur Jónsson, og systkini hans þrjú sem kennd eru við útgerðina Sjólaskip, ráku útgerðina á Kanaríeyjum, sem veiddi aðallega hestamakríl í Marokkó og Máritaníu, um árabil en seldu hana svo til akureyska útgerðarfélagsins.

Samherji rak útgerðina til ársins 2013 þegar félagið seldi hana til rússneska útgerðarmannsins Vitaly Orlovs. 

Ákært fyrir 4.4 milljarða skattalagabrot

Haraldur og systkini hans, Guðmundur, Berglind og Ragnheiður Jóna, voru í fyrra ákærð fyrir skattsvik af embætti héraðssóknara í Reykjavík.

Ákærurnar byggja meðal annars á ráðstöfun söluhagnaðar þeirra af útgerðinni á Kanaríeyjum árið 2007. Systkinin fjögur voru ákærð hvert í sínu lagi og svo voru Haraldur og Guðmundur einnig ákærðir. Vanframtaldar tekjur voru 4.4 milljarðar króna, samkvæmt ákærunum, og vangreiddur skattur systkinanna nemur í heild sinni milljarði króna. Hin meintu brot áttu sér stað á árunum 2005 til 2009.

Um er að ræða eitt stærsta mál sinnar tegundar hér á landi. 

Systkinin reyna nú að fá málinu vísað frá dómi á grundvelli þess að mál þeirra hafi nú þegar fengið sína meðferð hjá skattayfirvöldum og að ekki sé hægt að refsa fólki tvisvar sinnum fyrir sama brotið. 

Tengist viðskiptum upp á 12 milljarða

Í frétt spænska fjölmiðilisins er ekki farið náið út í hvað spænsk skattayfirvöld eru að rannsaka nákvæmlega eða hvernig rannsókninni miðar. Í frétt spænska miðilsins er sagt að um sé að ræða rannsókn á sölu útgerðar á Kanaríeyjum fyrir 75 milljónir evra eða 12 milljarða króna. Um er að ræða sölu systkinanna á útgerðinni til Samherja á sínum tíma. Líkast til snýst rannsóknin á Spáni um það hvort einhver möguleg skattaundanskot hafi átt sér þar í landi í tengslum við viðskiptin. 

„Ég hef ekkert við þig að tala í fjölmiðlum. Takk fyrir. Blessaður.“ 

Eins og Fréttatíminn greindi frá fyrir nokkrum árum, í samvinnu við Reykjavík Media, komu nöfn systkinanna fjögurra fyrir í Panamaskjölunum. Í Panamaskjölunum kom fram að systkinin notuðu félög í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um eignarhald á þremur félögum á Kýpur, Kenora Shipping, Seadove Shipping og Fishing Company Beta, sem svo áttu útgerðina á Kanaríeyjum. 

Í tilfelli systranna Berglindar og Ragnheiðar Jónu var að finna ítarlegar upplýsingar um það í Panamaskjölunum hvernig Tortólufélög þeirra, Aurora Continental Limited og Stenton Consulting S.A., seldu eignarhluti sína í Afríkuútgerðinni. 

Eitt helsta inntakið í málunum gegn systkinunum snýr að því að þau hafi ekki talið fram tekjur þessara félaga með réttmætum hætti á þessum tíma. Í ákærum á málum þeirra kom fram það mat að þessi félög þeirra erlendis hefðu átt að greiða skatt á Íslandi. 

Systkinin hafa í gegnum árin ekki viljað ræða um viðskipti sín við fjölmiðla þegar eftir því hefur verið leitað. „Ég hef ekkert við þig að tala í fjölmiðlum. Takk fyrir. Blessaður,“ sagði Ragnheiður Jónsdóttir við Fréttatímann á sínum tíma. Guðmundur Jónsson vildi heldur ekki ræða um málið.  

Systurnar í Sjólaskipum fluttu milljarðaeignir sínar í Tortólufélögunum til Lúxemborgar á sínum tíma eins og Stundin hefur sagt frá. 

Haraldur enn í útgerð

Í frétt spænska fjölmiðilsins er aðkoma spænskra yfirvalda að rannsókninni sett í samhengi við að Haraldur Jónsson stundar enn veiðar í Afríku í gegnum Kanaríeyjar. Frá árinu 2010 hefur hann rekið útgerðina Úthafsskip þaðan. Sú útgerð gerir út tvo togara sem veitt hafa hestamakríl við strendur Vestur-Afríku.

Í fréttinni kemur einnig fram að Haraldur Reynir hafi síðastliðin ár reynt að fá leyfi til að stunda fiskveiðar í súltanatinu Óman á vesturhluta Arabíuskagans. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár