Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Andrés Ingi um vegaframkvæmdir: „Stjórnarflokkarnir ákváðu að hleypa einkaaðilum á spenann“

Andrés Ingi Jóns­son þing­mað­ur seg­ir það hafa leg­ið fyr­ir að sam­vinnu­verk­efni rík­is og einka­að­ila við vega­fram­kvæmd­ir yrði dýr­ara en ef rík­ið hefði gert það. Hann vís­ar í yf­ir­lýs­ingu fram­kvæmda­stjóra FÍB sem seg­ir að rík­ið verði að fara bet­ur með al­manna­fé.

Andrés Ingi um vegaframkvæmdir: „Stjórnarflokkarnir ákváðu að hleypa einkaaðilum á spenann“
Andrés Ingi Jónsson Þingmaðurinn segir ríkisstjórnina hafa verið meðvitaða um að framkvæmdir yrðu dýrari með aðkomu einkaaðila.

Andrés Ingi Jónsson þingmaður segir ríkisstjórnina hafa verið meðvitaða um aukinn kostnað þess að ráðast í samstarf með einkaaðilum í vegaframkvæmdum. Hann vísar í frétt RÚV um kostnaðarútreikninga FÍB, en framkvæmdastjóri félagsins lýsti því yfir að ríkið þyrfi að ráðstafa almannafé með betri hætti.

Andrés segir upphæðirnar sláandi í færslu á Facebook síðu sinni. „FÍB reiknar hér út hversu mikið dýrara það er að fá einkaaðila inn í vegaframkvæmdir með ríkinu, frekar en að ríkið standi einfaldlega sjálft að því að byggja upp þessa grunninnviði. Þessar tölur eru sláandi en ættu ekki að koma neinum á óvart.“

Hann segir skýrslur um kostnað slíkra verkefna hafa legið fyrir. „Það kom skýrt fram í frumvarpi samgönguráðherra og nefndaráliti meirihlutans að reynslan í Evrópu hafi verið sú að samvinnuverkefni hafi kostað 20–30% meira en verkefni fjármögnuð af ríkissjóði.“

Þingmenn meðvitaðir um auka kostnað

Í nýrri samgönguáætlun til 15 ára er fjallað um samvinnu ríkis og einkaaðila hvað varðar fimm framkvæmdir, auk Sundabrautar. Þessar framkvæmdir eru tvöföldum Hvalfjarðarganga, ný Ölfusársbrú, göng í gegnum Reynisfjall, ný Hornafjarðarbrúar og Axarvegur.

Andrés er afdráttarlaus um að þingmenn sem samþykktu fjármagn þessarar aðferðar hafi vitað að hún yrði dýrari. „Þeir þingmenn sem samþykktu að fjármagna þessar fimm vegaframkvæmdir í samvinnu ríkis og einkaaðila voru fullkomnlega meðvitaðir um að sú leið væri dýrari, eins og FÍB bendir á í þessari frétt.“

Hann segir marga hafa bent á að aukin framlög til samgöngumála væru eðlilegri leið, en hafi afstaða stjórnarliða verið að „ljóst“ væri að brýn verkefni myndu ekki komast til framkvæmda án annarra fjármögnunarleiða.

„Það eina sem er „ljóst“ er að stjórnarflokkarnir ákváðu að hleypa einkaaðilum á spenann á milli almennings og ríkissjóðs, með tilheyrandi viðbótarkostnaði fyrir almenning,“ segir Andrés. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu