Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Andrés Ingi um vegaframkvæmdir: „Stjórnarflokkarnir ákváðu að hleypa einkaaðilum á spenann“

Andrés Ingi Jóns­son þing­mað­ur seg­ir það hafa leg­ið fyr­ir að sam­vinnu­verk­efni rík­is og einka­að­ila við vega­fram­kvæmd­ir yrði dýr­ara en ef rík­ið hefði gert það. Hann vís­ar í yf­ir­lýs­ingu fram­kvæmda­stjóra FÍB sem seg­ir að rík­ið verði að fara bet­ur með al­manna­fé.

Andrés Ingi um vegaframkvæmdir: „Stjórnarflokkarnir ákváðu að hleypa einkaaðilum á spenann“
Andrés Ingi Jónsson Þingmaðurinn segir ríkisstjórnina hafa verið meðvitaða um að framkvæmdir yrðu dýrari með aðkomu einkaaðila.

Andrés Ingi Jónsson þingmaður segir ríkisstjórnina hafa verið meðvitaða um aukinn kostnað þess að ráðast í samstarf með einkaaðilum í vegaframkvæmdum. Hann vísar í frétt RÚV um kostnaðarútreikninga FÍB, en framkvæmdastjóri félagsins lýsti því yfir að ríkið þyrfi að ráðstafa almannafé með betri hætti.

Andrés segir upphæðirnar sláandi í færslu á Facebook síðu sinni. „FÍB reiknar hér út hversu mikið dýrara það er að fá einkaaðila inn í vegaframkvæmdir með ríkinu, frekar en að ríkið standi einfaldlega sjálft að því að byggja upp þessa grunninnviði. Þessar tölur eru sláandi en ættu ekki að koma neinum á óvart.“

Hann segir skýrslur um kostnað slíkra verkefna hafa legið fyrir. „Það kom skýrt fram í frumvarpi samgönguráðherra og nefndaráliti meirihlutans að reynslan í Evrópu hafi verið sú að samvinnuverkefni hafi kostað 20–30% meira en verkefni fjármögnuð af ríkissjóði.“

Þingmenn meðvitaðir um auka kostnað

Í nýrri samgönguáætlun til 15 ára er fjallað um samvinnu ríkis og einkaaðila hvað varðar fimm framkvæmdir, auk Sundabrautar. Þessar framkvæmdir eru tvöföldum Hvalfjarðarganga, ný Ölfusársbrú, göng í gegnum Reynisfjall, ný Hornafjarðarbrúar og Axarvegur.

Andrés er afdráttarlaus um að þingmenn sem samþykktu fjármagn þessarar aðferðar hafi vitað að hún yrði dýrari. „Þeir þingmenn sem samþykktu að fjármagna þessar fimm vegaframkvæmdir í samvinnu ríkis og einkaaðila voru fullkomnlega meðvitaðir um að sú leið væri dýrari, eins og FÍB bendir á í þessari frétt.“

Hann segir marga hafa bent á að aukin framlög til samgöngumála væru eðlilegri leið, en hafi afstaða stjórnarliða verið að „ljóst“ væri að brýn verkefni myndu ekki komast til framkvæmda án annarra fjármögnunarleiða.

„Það eina sem er „ljóst“ er að stjórnarflokkarnir ákváðu að hleypa einkaaðilum á spenann á milli almennings og ríkissjóðs, með tilheyrandi viðbótarkostnaði fyrir almenning,“ segir Andrés. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár