Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hannes Hólmsteinn furðar sig á því að Hildur Lilliendahl haldi starfi sínu

Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fess­or við stjórn­mála­fræði­deild Há­skóla Ís­lands, spyr af hverju Hild­ur Lilliendahl, nem­andi við deild hans, hafi ekki ver­ið rek­in frá Reykja­vík­ur­borg.

Hannes Hólmsteinn furðar sig á því að Hildur Lilliendahl haldi starfi sínu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Stjórnmálafræðiprófessor furðar sig á því að Hildur Lilliendahl, nemandi við stjórnmáladræðideild, hafi ekki verið rekin úr starfi sínu fyrir Reykjavíkurborg vegna ummæla sem hún varð uppvís um árið 2014. Mynd: Stjórnsýslustofnun HÍ

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, furðar sig á því að Hildur Lilliendahl Viggósdóttir hafi ekki verið rekin úr starfi sínu sem verkefnastjóri fyrir Reykjavíkurborg. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu hans á föstudag, en Hildur er nemandi við deildina sem Hannes starfar við.

„Ég veit, að ég er heimskur og fáfróður,“ skrifar Hannes. „En getur einhver skýrt út fyrir mér, svo að ég skilji, hvers vegna Kristinn Sigurjónsson var rekinn frá Háskólanum í Reykjavík, en Hildur Lilliendahl Viggósdóttir starfar enn hjá Reykjavíkurborg?“

Í færslu sinni rifjar Hannes upp að Hildur hafi orðið uppvís af grófum ummælum á netinu árið 2014. Hún og eiginmaður hennar báðust afsökunar opinberlega á ummælunum.

Leggur Hannes mál Hildar til jafns við uppsögn Kristins Sigurjónssonar frá Háskólanum í Reykjavík í kjölfar ummæla á Facebook, þar sem hann kvaðst ekki vilja vinna með konum. Kristinn kærði Háskólann í Reykjavík fyrir aðför að málfrelsi sínu, en Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að uppsögn hans hefði verið nauðsynleg til þess að framfylgja jafnréttisstefnu skólans og vernda hlut kvenkyns nemenda og samstarfsfólks. 

Hildur brást við ummælum Hannesar á Twitter. „Jæja. Þetta kom mjög out of nowhere. Ég er nemandi við stjórnmálafræðideild HÍ. Hvað geri ég í þessu?“

Hildur veltir því þannig fyrir sér á Twitter hvað hún eigi að gera sem nemandi við deildina sem Hannes gegnir stöðu prófessors við. Í athugasemdum hvetja aðrir notendur miðilsins hana til þess að leita til skólayfirvalda eða kæra ummæli hans til siðanefndar, en hann hefur áður gerst brotlegur gegn siðareglum samkvæmt úrskurði nefndarinnar.

Hildur Lilliendahl Hildur er verkefnastjóri fyrir Reykjavíkurborg og nemandi við stjórnmálafræðideild.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár