Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ungar baráttukonur vilja nýja stjórnarskrá

Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir og Ósk Elfars­dótt­ir brenna fyr­ir nýju stjórn­ar­skránni og hafa lagt metn­að sinn í að fræða ungt fólk um hana. Þær telja mik­il­vægt að efla skiln­ing og lýð­ræð­is­lega þátt­töku ungs fólks, sem þær stefna að því að gera í gegn­um sam­fé­lags­miðla.

Ungar baráttukonur vilja nýja stjórnarskrá
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Ósk Elfarsdóttir Ungar baráttukonur vilja nýja stjórnarskrá og telja lykilinn að því að henni verði komið til skila liggja í fræðslu og þátttöku ungs fólks. Mynd: Owen Fiene

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Ósk Elfarsdóttir vilja nýja stjórnarskrá og leggja metnað sinn í baráttuna fyrir henni. Þær hafa nú stofnað Instagram-síðuna @nyjastjornarskrain, þar sem þær birta fræðsluefni um stjórnarskrána fyrir ungt fólk. Þær benda einnig á undirskriftalista henni til stuðnings. 

Gunnhildur hefur einnig beint sjónum sínum að miðlinum Tiktok, þar sem hún birtir fræðslumyndbönd í þeim tilgangi að veita ungu fólki skilning á nýju stjórnarskránni og þeim ferlum sem umlykja hana.

Undirbúningur nýju stjórnarskrárinnar hófst árið 2010 með kosningum til stjórnlagaþings og árið 2012 tók helmingur þjóðarinnar þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem tveir þriðju taldi að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Alþingi kaus hins vegar að taka ekki mark á þjóðaratkvæðagreiðslunni, en það er í fyrsta skipti sem það gerist. Gunnhildur og Ósk gagnrýna þessa afstöðu Alþingis sem ólýðræðislega, þar sem ein af helstu undirstöðureglum íslenskrar stjórnskipunar sé að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn, ekki Alþingi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár