Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Ósk Elfarsdóttir vilja nýja stjórnarskrá og leggja metnað sinn í baráttuna fyrir henni. Þær hafa nú stofnað Instagram-síðuna @nyjastjornarskrain, þar sem þær birta fræðsluefni um stjórnarskrána fyrir ungt fólk. Þær benda einnig á undirskriftalista henni til stuðnings.
Gunnhildur hefur einnig beint sjónum sínum að miðlinum Tiktok, þar sem hún birtir fræðslumyndbönd í þeim tilgangi að veita ungu fólki skilning á nýju stjórnarskránni og þeim ferlum sem umlykja hana.
Undirbúningur nýju stjórnarskrárinnar hófst árið 2010 með kosningum til stjórnlagaþings og árið 2012 tók helmingur þjóðarinnar þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem tveir þriðju taldi að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Alþingi kaus hins vegar að taka ekki mark á þjóðaratkvæðagreiðslunni, en það er í fyrsta skipti sem það gerist. Gunnhildur og Ósk gagnrýna þessa afstöðu Alþingis sem ólýðræðislega, þar sem ein af helstu undirstöðureglum íslenskrar stjórnskipunar sé að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn, ekki Alþingi.
Athugasemdir