Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ungar baráttukonur vilja nýja stjórnarskrá

Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir og Ósk Elfars­dótt­ir brenna fyr­ir nýju stjórn­ar­skránni og hafa lagt metn­að sinn í að fræða ungt fólk um hana. Þær telja mik­il­vægt að efla skiln­ing og lýð­ræð­is­lega þátt­töku ungs fólks, sem þær stefna að því að gera í gegn­um sam­fé­lags­miðla.

Ungar baráttukonur vilja nýja stjórnarskrá
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Ósk Elfarsdóttir Ungar baráttukonur vilja nýja stjórnarskrá og telja lykilinn að því að henni verði komið til skila liggja í fræðslu og þátttöku ungs fólks. Mynd: Owen Fiene

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Ósk Elfarsdóttir vilja nýja stjórnarskrá og leggja metnað sinn í baráttuna fyrir henni. Þær hafa nú stofnað Instagram-síðuna @nyjastjornarskrain, þar sem þær birta fræðsluefni um stjórnarskrána fyrir ungt fólk. Þær benda einnig á undirskriftalista henni til stuðnings. 

Gunnhildur hefur einnig beint sjónum sínum að miðlinum Tiktok, þar sem hún birtir fræðslumyndbönd í þeim tilgangi að veita ungu fólki skilning á nýju stjórnarskránni og þeim ferlum sem umlykja hana.

Undirbúningur nýju stjórnarskrárinnar hófst árið 2010 með kosningum til stjórnlagaþings og árið 2012 tók helmingur þjóðarinnar þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem tveir þriðju taldi að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Alþingi kaus hins vegar að taka ekki mark á þjóðaratkvæðagreiðslunni, en það er í fyrsta skipti sem það gerist. Gunnhildur og Ósk gagnrýna þessa afstöðu Alþingis sem ólýðræðislega, þar sem ein af helstu undirstöðureglum íslenskrar stjórnskipunar sé að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn, ekki Alþingi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár