Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ungar baráttukonur vilja nýja stjórnarskrá

Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir og Ósk Elfars­dótt­ir brenna fyr­ir nýju stjórn­ar­skránni og hafa lagt metn­að sinn í að fræða ungt fólk um hana. Þær telja mik­il­vægt að efla skiln­ing og lýð­ræð­is­lega þátt­töku ungs fólks, sem þær stefna að því að gera í gegn­um sam­fé­lags­miðla.

Ungar baráttukonur vilja nýja stjórnarskrá
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Ósk Elfarsdóttir Ungar baráttukonur vilja nýja stjórnarskrá og telja lykilinn að því að henni verði komið til skila liggja í fræðslu og þátttöku ungs fólks. Mynd: Owen Fiene

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Ósk Elfarsdóttir vilja nýja stjórnarskrá og leggja metnað sinn í baráttuna fyrir henni. Þær hafa nú stofnað Instagram-síðuna @nyjastjornarskrain, þar sem þær birta fræðsluefni um stjórnarskrána fyrir ungt fólk. Þær benda einnig á undirskriftalista henni til stuðnings. 

Gunnhildur hefur einnig beint sjónum sínum að miðlinum Tiktok, þar sem hún birtir fræðslumyndbönd í þeim tilgangi að veita ungu fólki skilning á nýju stjórnarskránni og þeim ferlum sem umlykja hana.

Undirbúningur nýju stjórnarskrárinnar hófst árið 2010 með kosningum til stjórnlagaþings og árið 2012 tók helmingur þjóðarinnar þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem tveir þriðju taldi að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Alþingi kaus hins vegar að taka ekki mark á þjóðaratkvæðagreiðslunni, en það er í fyrsta skipti sem það gerist. Gunnhildur og Ósk gagnrýna þessa afstöðu Alþingis sem ólýðræðislega, þar sem ein af helstu undirstöðureglum íslenskrar stjórnskipunar sé að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn, ekki Alþingi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár