Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fékk hatursfullan límmiða á bílinn: „Mér finnst bara sturlað að þetta sé að gerast núna“

Límmiði með niðr­andi texta um svart fólk var sett­ur á bíl Söru Magnús­ar­dótt­ur. Hún seg­ir það koma á óvart nú þeg­ar rétt­inda­bar­átta svartra er í deigl­unni.

Fékk hatursfullan límmiða á bílinn: „Mér finnst bara sturlað að þetta sé að gerast núna“
Límmiðinn Sara tók ekki eftir því þegar límmiðinn var settur á. Fjarlægt hefur verið nafn heimasíðu með hatursfullum færslum um svart fólk.

Sara Magnúsardóttir og 19 ára sonur hennar Magnús Secka, sem er dökkur á hörund, lentu í óþægilegu atviki á leið sinni á Snæfellsnes í gær. Á leið sinni stoppuðu þau í örstuttan tíma á veitingastaðnum Vegamótum, en þar var límiði settur á hliðarspegil á bifreið þeirra.

„Strákurinn minn var að koma úr bænum til mín hingað á Snæfellsnes, við erum með eyðibýli hérna á Snæfellsnesi,“ segir Sara. „Við ákváðum að stoppa á Vegamótum og hoppuðum stutt inn. Við vorum þarna í svona þrjár til fjórar mínútur, ekki meira. Við tókum ekki eftir þessu strax.“

Á límmiðanum stóð á ensku: „Ef þú ert svartur eða brúnn farðu þá úr bænum!“ Sara segir að hún hafi í fyrstu haldið að það stæði allt annað á límmiðanum þegar hún sá hann fyrst.

„Ég hélt fyrst þegar ég las þetta að það stæði „When you are black or brown please stay in this town“ en það var svo sannarlega vitlaust lesið,“ segir hún. „Það er mjög óþægilegt að vita af fólki þarna í samfélaginu sem er að bíða eftir einhverju tækifæri, með svona límmiða í vösunum, til að nota þá.“

Þá segir Sara að það komi henni virkilega á óvart að svona atvik eigi sér stað á þessum tímapunkti miðað við það sem er að gerast í heiminum í dag þegar kemur að réttindabaráttu svartra um allan heim.

„Mér finnst bara sturlað að þetta sé að gerast núna,“ segir hún. „Það er fullt af fólki sem kærir sig ekki um að vera upplýst. Það kemur mér virkilega á óvart að rekast á eitthvað svona núna, á öllum tímapunktum, sérstaklega miðað við það sem er að gerast núna í heiminum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár