Fékk hatursfullan límmiða á bílinn: „Mér finnst bara sturlað að þetta sé að gerast núna“

Límmiði með niðr­andi texta um svart fólk var sett­ur á bíl Söru Magnús­ar­dótt­ur. Hún seg­ir það koma á óvart nú þeg­ar rétt­inda­bar­átta svartra er í deigl­unni.

Fékk hatursfullan límmiða á bílinn: „Mér finnst bara sturlað að þetta sé að gerast núna“
Límmiðinn Sara tók ekki eftir því þegar límmiðinn var settur á. Fjarlægt hefur verið nafn heimasíðu með hatursfullum færslum um svart fólk.

Sara Magnúsardóttir og 19 ára sonur hennar Magnús Secka, sem er dökkur á hörund, lentu í óþægilegu atviki á leið sinni á Snæfellsnes í gær. Á leið sinni stoppuðu þau í örstuttan tíma á veitingastaðnum Vegamótum, en þar var límiði settur á hliðarspegil á bifreið þeirra.

„Strákurinn minn var að koma úr bænum til mín hingað á Snæfellsnes, við erum með eyðibýli hérna á Snæfellsnesi,“ segir Sara. „Við ákváðum að stoppa á Vegamótum og hoppuðum stutt inn. Við vorum þarna í svona þrjár til fjórar mínútur, ekki meira. Við tókum ekki eftir þessu strax.“

Á límmiðanum stóð á ensku: „Ef þú ert svartur eða brúnn farðu þá úr bænum!“ Sara segir að hún hafi í fyrstu haldið að það stæði allt annað á límmiðanum þegar hún sá hann fyrst.

„Ég hélt fyrst þegar ég las þetta að það stæði „When you are black or brown please stay in this town“ en það var svo sannarlega vitlaust lesið,“ segir hún. „Það er mjög óþægilegt að vita af fólki þarna í samfélaginu sem er að bíða eftir einhverju tækifæri, með svona límmiða í vösunum, til að nota þá.“

Þá segir Sara að það komi henni virkilega á óvart að svona atvik eigi sér stað á þessum tímapunkti miðað við það sem er að gerast í heiminum í dag þegar kemur að réttindabaráttu svartra um allan heim.

„Mér finnst bara sturlað að þetta sé að gerast núna,“ segir hún. „Það er fullt af fólki sem kærir sig ekki um að vera upplýst. Það kemur mér virkilega á óvart að rekast á eitthvað svona núna, á öllum tímapunktum, sérstaklega miðað við það sem er að gerast núna í heiminum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár