Rasismi, eins og við þekkjum hann í dag, á uppruna sinn í hindurvitnum frá 19. öld þegar misvitrir fræðimenn í Evrópu hófust handa við að flokka ólíka kynþætti eins og um dýrategundir væri að ræða. Var það byggt á miklum misskilningi á náttúruvísindum sem þá voru skammt á veg komin. Orðin kynþáttur (race) og tegund (species) voru lengi samheiti á ensku. Race er talið vera tökuorð úr arabísku eða hebresku og þýðir upphaf/uppruni.
Þessir misheppnuðu fræðimenn byggðu röksemdafærslur sínar á eldri verkum sem þeir túlkuðu síðan enn frekar hvíta „kynþættinum“ í hag. Meðal þeirra verka sem þeir studdust við má nefna rit eftir sænska líffræðinginn Carl Linnaeus, sem á 18. öld lagði grunninn að því flokkunarkerfi sem vísindamenn nota í líffræðinni í dag. Hann talaði sjálfur um að til væru fimm mismunandi afbrigði af mannskepnunni. Vildi hann meina að þau skiptust þannig: Hvíti maðurinn í Evrópu, rauði maðurinn í Ameríku, …
Athugasemdir