Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrirtæki hafa neitað að taka við Ferðagjöf stjórnvalda

Dæmi eru um það að fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu neiti að taka við Ferða­gjöf. Oft er um mis­skiln­ing að ræða. „Fyr­ir­tæki skrá sig til leiks á eig­in ábyrgð,“ seg­ir Ferða­mála­stofa.

Fyrirtæki hafa neitað að taka við Ferðagjöf stjórnvalda
Ferðast innanlands Engin viðurlög eru við því ef fyrirtæki skrá sig hjá Ferðagjöf en neita að taka við henni sem greiðslu. Mynd: Shutterstock

Ferðamálastofa hefur fengið nokkrar ábendingar um fyrirtæki sem ekki hafa þegið Ferðagjöf sem greiðslu, þrátt fyrir að hafa skráð sig til leiks. Engin viðurlög eru við því ef fyrirtæki þiggur ekki gjöfina.

Ferðagjöf stjórnvalda felur í sér 5.000 króna upphæð til að nota hjá fyrirtækjum í innlendri ferðaþjónustu. Fyrirtæki skrá sig sérstaklega til þátttöku á vefnum Ísland.is og hafa þrjár leiðir til að taka á móti Ferðagjöfinni, með því að skanna strikamerki úr Ferðagjafar-appinu, slá inn númer gjafabréfs í vafra eða beintengja við bókunarkerfi. Leiðbeiningar um slíkt eru á vef Ferðagjafarinnar.

Í svari Ferðamálastofu við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að í mörgum tilvikum hafi ábendingar frá fólki verið á misskilningi byggðar. „Í flestum tilvikum er um að ræða fólk sem heldur að öll fyrirtæki sem birtast á Ferðalag.is taki á móti Ferðagjöfinni,“ segir í svarinu. „Hið rétta er að Ferðalag.is birtir gagnagrunn Ferðamálastofu yfir öll ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi, hvort sem þau taka á móti Ferðagjöfinni eða ekki.“

Bendir Ferðamálastofa á að þau fyrirtæki sem taki á móti Ferðagjöfinni séu sérmerkt á vefsíðu Ferðagjafarinnar. „Við erum að reyna að gera eins skýrt og við getum hvaða fyrirtæki hafa skráð sig til að taka á móti Ferðagjöfinni, en því miður eru enn einhverjir sem fara inn á Ferðalag.is og halda að það sé yfirlit yfir alla staði sem hægt er að nota Ferðagjöfina,“ segir í svarinu.

„Við höfum einnig heyrt um að fyrirtæki sem eru skráð hafi neitað að taka á móti Ferðagjöfinni, en þau tilvik eru talin á fingrum annarrar handar,“ segir ennfremur. „Fyrirtæki skrá sig sjálf til leiks og er gengið út frá því að þar af leiðandi hafi þau áhuga á að taka á móti Ferðagjöfinni. Líklega er um að ræða tilvik þar sem starfsfólk hefur ekki verið nægjanlega vel upplýst þegar fyrirtækið hefur verið skráð til leiks og um einhverja byrjunarörðugleika að ræða. Ferðamálastofa mun brýna til allra fyrirtækja að hafa starfsfólk sitt vel upplýst svo að þetta komi ekki fyrir.“

Í svarinu kemur fram að einungis fyrirtækin sjálf geti veitt aðstoð ef viðskiptavinum er hafnað þegar þeir reyna að borga með Ferðagjöfinni. „Fyrirtæki skrá sig til leiks á eigin ábyrgð. Ef að fyrirtæki neitar að taka á móti Ferðagjöfinni þrátt fyrir að hafa skráð sig til leiks, getur Ferðamálastofa veitt fólki staðfestingu á því að viðkomandi fyrirtæki hafi verið skráð en að öðru leyti þarf fólk að leita til viðkomandi fyrirtækis.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár