Aukaspurningar:
Hvað heitir skipið á efri myndinni?
Hvað heitir konan á neðri myndinni?
Aðalspurningar:
1. Fyrir nokkrum árum kom út fyrsta hljómplata Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara á snærum þýska útgáfurisans Deutsche Grammophone. Þar lék hann eingöngu verk eftir eitt og sama tónskáldið. Hvað var það?
2. Hvað heitir persónan sem Will Ferrell leikur í myndinni um Eurovision?
3. Hvað er klukkan í Los Angeles í Bandaríkjunum þegar hún er 12 á hádegi í Reykjavík?
4. Fyrir tveim dögum varð norsk fótboltakona 25 ára en hún hefur undanfarin ár verið einhver allra skæðasta fótboltastjarna heimsins. Hún spilar með Lyon í Frakklandi en neitar að spila með landsliði sínu því henni finnst norska fótboltasambandið ekki sýna konum næga virðingu. Hvað heitir hún?
5. Hvað hét fyrsta konan sem varð fréttastjóri Ríkisútvarpsins?
6. Hvað heitir höfuðborgin í Jórdaníu?
7. Hvað heitir lengsta fljótið í Kína?
8. Nálægt hvaða fljóti í samnefndum dal stóðu hinar ævafornu menningarborgir Harappa og Móhenjo-Daró?
9. Hver var helsti höfðingi hinna svonefndu Haukdæla á Sturlungaöld?
10. Hver sendi árið 2005 frá sér plötuna Fisherman's Woman?

Hér eru svörin:
1. Philip Glass.
2. Lars Ericksong.
3. Fimm að morgni.
4. Ada Hegerberg.
5. Margrét Indriðadóttir.
6. Amman.
7. Jangtse - sem er vel að merkja EKKI Gulafljót.
8. Indus-flót í Indus-dal.
9. Gissur jarl Þorvaldsson.
10. Emiliana Torrini.
Aukaspurningar:
Skipið er þýska orrustuskipið Bismarck í síðari heimsstyrjöld. Myndin er tekin á byssuæfingu, ekki í orrustu.
Konan er Jennifer Lopez.
Athugasemdir