Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

76. spurningaþraut: Við hvaða fljót stóðu hinar dularfullu menningarborgir?

76. spurningaþraut: Við hvaða fljót stóðu hinar dularfullu menningarborgir?

Aukaspurningar:

Hvað heitir skipið á efri myndinni?

Hvað heitir konan á neðri myndinni?

Aðalspurningar:

1.   Fyrir nokkrum árum kom út fyrsta hljómplata Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara á snærum þýska útgáfurisans Deutsche Grammophone. Þar lék hann eingöngu verk eftir eitt og sama tónskáldið. Hvað var það?

2.   Hvað heitir persónan sem Will Ferrell leikur í myndinni um Eurovision?

3.   Hvað er klukkan í Los Angeles í Bandaríkjunum þegar hún er 12 á hádegi í Reykjavík?

4.   Fyrir tveim dögum varð norsk fótboltakona 25 ára en hún hefur undanfarin ár verið einhver allra skæðasta fótboltastjarna heimsins. Hún spilar með Lyon í Frakklandi en neitar að spila með landsliði sínu því henni finnst norska fótboltasambandið ekki sýna konum næga virðingu. Hvað heitir hún?

5.   Hvað hét fyrsta konan sem varð fréttastjóri Ríkisútvarpsins?

6.   Hvað heitir höfuðborgin í Jórdaníu?

7.    Hvað heitir lengsta fljótið í Kína?

8.   Nálægt hvaða fljóti í samnefndum dal stóðu hinar ævafornu menningarborgir Harappa og Móhenjo-Daró?

9.   Hver var helsti höfðingi hinna svonefndu Haukdæla á Sturlungaöld?

10.   Hver sendi árið 2005 frá sér plötuna Fisherman's Woman?

Hér eru svörin:

1.   Philip Glass.

2.   Lars Ericksong.

3.   Fimm að morgni.

4.   Ada Hegerberg.

5.   Margrét Indriðadóttir.

6.   Amman.

7.   Jangtse - sem er vel að merkja EKKI Gulafljót.

8.   Indus-flót í Indus-dal.

9.   Gissur jarl Þorvaldsson.

10.   Emiliana Torrini.

Aukaspurningar:

Skipið er þýska orrustuskipið Bismarck í síðari heimsstyrjöld. Myndin er tekin á byssuæfingu, ekki í orrustu.

Konan er Jennifer Lopez.

Hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu