Aukaspurningar:
Hver málaði málverkið hér að ofan?
Og hver er konan á neðri myndinni?
1. Hvað heitir stærsta varðskip Íslendinga um þessar mundir?
2. Hvað heitir stærsti fjörðurinn sem gengur inn úr Breiðafirði?
3. Hver leikstýrði kvikmyndinni „Með allt á hreinu“?
4. Hver hóf skáldsagnaferil sinn með bókinni Hella árið 1990?
5. Hvenær urðu Reynistaðabræður úti á Kili? Hér má skeika 20 árum til eða frá.
6. Hvað heitir sá fréttaþulur á Stöð 2 sem lengst hefur verið í starfi?
7. Fiskiskipin Reykjaborg og Pétursey. Hvað áttu þau sameiginlegt í mars árið 1941?
8. Hver spilaði á fiðlu og söng í hljómsveitinni Risaeðlan?
9. Hver leikstýrði kvikmyndinni „Hvítur, hvítur dagur“?
10. Hvað er hæsta fjallið sem sést frá Reykjavík?

Svörin:
1. Þór.
2. Hvammsfjörður.
3. Ágúst Guðmundsson.
4. Hallgrímur Helgason.
5. 1780, svo rétt má teljast allt frá 1760-1800.
6. Edda Andrésdóttir.
7. Þau voru skotin niður af þýskum kafbátum.
8. Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína.
9. Hlynur Pálmason.
10. Snæfellsjökull.
Aukaspurningar:
Myndina málaði Karólína Lárusdóttir. Þið megið gefa ykkur rétt þótt þið hafið föðurnafn hennar ekki rétt.
Á neðri myndinni er Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, öðru nafni tónlistarkonan GDRN. Stytta útgáfan af nafni hennar dugar vel í þessu tilfelli. Myndina fékk ég á vef Grapewine.
Athugasemdir