Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

74. spurningaþraut: Reynistaðabræður? Risaeðlan?

74. spurningaþraut: Reynistaðabræður? Risaeðlan?

Aukaspurningar:

Hver málaði málverkið hér að ofan?

Og hver er konan á neðri myndinni?

1.   Hvað heitir stærsta varðskip Íslendinga um þessar mundir?

2.   Hvað heitir stærsti fjörðurinn sem gengur inn úr Breiðafirði?

3.   Hver leikstýrði kvikmyndinni „Með allt á hreinu“?

4.   Hver hóf skáldsagnaferil sinn með bókinni Hella árið 1990?

5.   Hvenær urðu Reynistaðabræður úti á Kili? Hér má skeika 20 árum til eða frá.

6.   Hvað heitir sá fréttaþulur á Stöð 2 sem lengst hefur verið í starfi?

7.   Fiskiskipin Reykjaborg og Pétursey. Hvað áttu þau sameiginlegt í mars árið 1941?

8.   Hver spilaði á fiðlu og söng í hljómsveitinni Risaeðlan?

9.   Hver leikstýrði kvikmyndinni „Hvítur, hvítur dagur“?

10.   Hvað er hæsta fjallið sem sést frá Reykjavík?

Svörin:

1.   Þór.

2.   Hvammsfjörður.

3.   Ágúst Guðmundsson.

4.   Hallgrímur Helgason.

5.   1780, svo rétt má teljast allt frá 1760-1800.

6.   Edda Andrésdóttir.

7.   Þau voru skotin niður af þýskum kafbátum.

8.   Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína.

9.   Hlynur Pálmason.

10.   Snæfellsjökull.

Aukaspurningar:

Myndina málaði Karólína Lárusdóttir. Þið megið gefa ykkur rétt þótt þið hafið föðurnafn hennar ekki rétt.

Á neðri myndinni er Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, öðru nafni tónlistarkonan GDRN. Stytta útgáfan af nafni hennar dugar vel í þessu tilfelli. Myndina fékk ég á vef Grapewine.

Hér er svo þrautin frá í gær. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár