Helga Vala Helgadóttir alþingismaður segir að hún og fjölskylda sín hafi ferðast töluvert um Snæfellsnes og Vestfirði sem sé endalaus uppspretta hamingjustunda. Þetta sumarið ætla þau að dvelja í nokkra daga á Austur- og Norðurlandi.
„Við hjónin förum með yngstu börnin okkar, unglingana, og fengu allir að stinga upp á þremur atriðum sem þeir vilja gera í ferðalaginu. Við höfum gert það áður, bæði innanlands og á ferðalögum erlendis. Þetta er mjög skemmtilegt af því að þá eiga allir einhverjar hugmyndir og fá séróskir sínar uppfylltar.“
Helga Vala segir að fjölskyldan muni fara á Borgarfjörð eystri og fara þar í Álfakaffi. „Við ætlum í einhverja góða göngu fyrir austan, fara í einhverja hasarafþreyingu, einhver tryllitæki, og svo er það algjör afslöppun.“ Hasarafþreyingu? „Já, ég er svolítið í því. Ég er til í svoleiðis fjör og sem betur fer hluti fjölskyldunnar líka. Það er best að hafa mátulegt jafnvægi milli erfiðis, …
Athugasemdir