Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vigdís ósátt við að börn sjái myndir af konum í fæðingu

Borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins gagn­rýn­ir Strætó fyr­ir að birta aug­lýs­ing­ar Ljós­mæðra­fé­lags­ins á stræt­is­vagni.

Vigdís ósátt við að börn sjái myndir af konum í fæðingu
Auglýsing ljósmæðra Fyrsta ferðin var farin úr Spönginni í Grafarvogi 24. júní síðastliðinn. Mynd: Twitter / Strætó

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lýsir hneykslan á auglýsingu Ljósmæðrafélags Íslands á strætisvagni og gagnrýnir Strætó BS fyrir að birta hana. 

Ljósmæðrafélagið ákvað að birta auglýsingu á Strætó á rafvagni, með orðunum: „Við tökum vel á móti þér.“

Vigdís HauksdóttirFyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og einn af tveimur borgarfulltrúum Miðflokksins í Reykjavík.

Vigdís er ósátt við framtakið og telur það geta truflað börn að sjá myndirnar af konum í fæðingu. „Nekt er mjög viðkvæm hjá mörgum hópum í samfélaginu - og þetta blasir við börnum sem nota Strætó sem eiga að vera framtíðar kúnnar borgarlínu,“ sagði hún á Facebook-síðu sinni í morgun, eftir að hafa séð vagninn í Mjóddinni.

Vagninn fór sína fyrstu ferð á götunum á miðvikudaginn í síðustu viku. Lagt var af stað í fyrstu ferð frá Spönginni, á milli Móavegs og Borgavegs í Grafarvogi, en er einnig líkamshluti sem kemur við sögu í fæðingum.

„Eru þeir hjá Strætó að missa vitið?“ spurði Vigdís á Facebook. „Hverju á að ná fram með svona auglýsingum?“

Ljósmæðrafélag Íslands er hagsmunafélag ljósmæðra, sem stofnað var fyrir liðlega hundrað árum. Sem einn af 23 borgarfulltrúum Reykjavíkur hefur Vigdís með málefni Strætó að gera, en félagið er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár