Vigdís ósátt við að börn sjái myndir af konum í fæðingu

Borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins gagn­rýn­ir Strætó fyr­ir að birta aug­lýs­ing­ar Ljós­mæðra­fé­lags­ins á stræt­is­vagni.

Vigdís ósátt við að börn sjái myndir af konum í fæðingu
Auglýsing ljósmæðra Fyrsta ferðin var farin úr Spönginni í Grafarvogi 24. júní síðastliðinn. Mynd: Twitter / Strætó

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lýsir hneykslan á auglýsingu Ljósmæðrafélags Íslands á strætisvagni og gagnrýnir Strætó BS fyrir að birta hana. 

Ljósmæðrafélagið ákvað að birta auglýsingu á Strætó á rafvagni, með orðunum: „Við tökum vel á móti þér.“

Vigdís HauksdóttirFyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og einn af tveimur borgarfulltrúum Miðflokksins í Reykjavík.

Vigdís er ósátt við framtakið og telur það geta truflað börn að sjá myndirnar af konum í fæðingu. „Nekt er mjög viðkvæm hjá mörgum hópum í samfélaginu - og þetta blasir við börnum sem nota Strætó sem eiga að vera framtíðar kúnnar borgarlínu,“ sagði hún á Facebook-síðu sinni í morgun, eftir að hafa séð vagninn í Mjóddinni.

Vagninn fór sína fyrstu ferð á götunum á miðvikudaginn í síðustu viku. Lagt var af stað í fyrstu ferð frá Spönginni, á milli Móavegs og Borgavegs í Grafarvogi, en er einnig líkamshluti sem kemur við sögu í fæðingum.

„Eru þeir hjá Strætó að missa vitið?“ spurði Vigdís á Facebook. „Hverju á að ná fram með svona auglýsingum?“

Ljósmæðrafélag Íslands er hagsmunafélag ljósmæðra, sem stofnað var fyrir liðlega hundrað árum. Sem einn af 23 borgarfulltrúum Reykjavíkur hefur Vigdís með málefni Strætó að gera, en félagið er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár