Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vigdís ósátt við að börn sjái myndir af konum í fæðingu

Borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins gagn­rýn­ir Strætó fyr­ir að birta aug­lýs­ing­ar Ljós­mæðra­fé­lags­ins á stræt­is­vagni.

Vigdís ósátt við að börn sjái myndir af konum í fæðingu
Auglýsing ljósmæðra Fyrsta ferðin var farin úr Spönginni í Grafarvogi 24. júní síðastliðinn. Mynd: Twitter / Strætó

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, lýsir hneykslan á auglýsingu Ljósmæðrafélags Íslands á strætisvagni og gagnrýnir Strætó BS fyrir að birta hana. 

Ljósmæðrafélagið ákvað að birta auglýsingu á Strætó á rafvagni, með orðunum: „Við tökum vel á móti þér.“

Vigdís HauksdóttirFyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og einn af tveimur borgarfulltrúum Miðflokksins í Reykjavík.

Vigdís er ósátt við framtakið og telur það geta truflað börn að sjá myndirnar af konum í fæðingu. „Nekt er mjög viðkvæm hjá mörgum hópum í samfélaginu - og þetta blasir við börnum sem nota Strætó sem eiga að vera framtíðar kúnnar borgarlínu,“ sagði hún á Facebook-síðu sinni í morgun, eftir að hafa séð vagninn í Mjóddinni.

Vagninn fór sína fyrstu ferð á götunum á miðvikudaginn í síðustu viku. Lagt var af stað í fyrstu ferð frá Spönginni, á milli Móavegs og Borgavegs í Grafarvogi, en er einnig líkamshluti sem kemur við sögu í fæðingum.

„Eru þeir hjá Strætó að missa vitið?“ spurði Vigdís á Facebook. „Hverju á að ná fram með svona auglýsingum?“

Ljósmæðrafélag Íslands er hagsmunafélag ljósmæðra, sem stofnað var fyrir liðlega hundrað árum. Sem einn af 23 borgarfulltrúum Reykjavíkur hefur Vigdís með málefni Strætó að gera, en félagið er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár