Skúli Júlíusson býr á Egilsstöðum og er mikill göngugarpur. Hann hefur skrifað göngubækur um leiðir á Austurlandi og er sú nýjasta, 101 Austurland – Gönguleiðir fyrir alla, nýkomin út. Þar er hann með fimm erfiðleikastig.
Skúli segir að auðveldasta gangan sé af erfiðleikastigi tvö af fimm og er það ganga að Urðarhólum. Skúli segir að best sé að vera á jepplingi. Gangan hefst eftir um 10 mínútna akstur frá Borgarfirði eystri og er farið frá vegi F946 í Afrétt sem er innst í Borgarfirði eystri.
Um er að ræða stikaða gönguleið um mýrlendi og mela þangað til komið er að Urðarhólum en áður er gengið fram hjá Urðarhólavatni. Líparíthraun einkennir svæðið. Sumir vilja lengja gönguna með því að ganga um framhlaup á svæðinu þar sem er að sjá hóla og tjarnir.
„Þetta er mjög skemmtilegt svæði og svolítið ævintýralegt landslag, meðal annars út af hólunum sem minna á litla gíga, …
Athugasemdir