Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samdrátturinn meiri en árið eftir hrun

Seðla­bank­inn spá­ir 8 pró­senta sam­drætti í lands­fram­leiðslu á ár­inu. Íbúða­verð gæti lækk­að og við­bú­ið er að at­vinnu­leysi nái áð­ur óþekkt­um hæð­um.

Samdrátturinn meiri en árið eftir hrun
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Seðlabankinn telur að íbúðaverð gæti lækkað.

Bankarnir eru vel í stakk búnir til að standa af sér höggið vegna Covid-19 faraldursins samkvæmt sviðsmyndagreiningu sem Seðlabanki Íslands birti í dag. Samdráttur í landsframleiðslu verður hins vegar 8 prósent á árinu, meiri en hann var árið 2009 beint í kjölfar bankahruns.

Seðlabankinn kynnti ritið Fjármálastöðugleika í dag. Í því kemur fram að fjármálakerfið standi traustum fótum þrátt fyrir faraldurinn, enda hafi efnahagsreikningar heimila og fyrirtækja styrkst verulega á undanförnum árum með niðurgreiðslu skulda og hærri eiginfjárhlutföllum. „Dragist áhrif af farsóttinni hins vegar á langinn mun það hafa neikvæð áhrif bæði á fjármálakerfið og heimili og fyrirtæki,“ segir í skýrslunni. „Farsóttin hefur ýtt verulega undir þá þróun sem hófst á síðasta ári, þegar samdráttur varð í ferðaþjónustu og þrengdi að aðgengi fyrirtækja að lánsfé vegna minni áhættuvilja fjármálafyrirtækja. Stærstu útflutningsatvinnugreinarnar hafa orðið fyrir mikilli ágjöf og óvissa er um gjaldeyristekjur þjóðarbúsins. Mikill samdráttur blasir við í ferðaþjónustu og að óbreyttu er hætt við að gjaldþrotum í greininni muni fjölga umtalsvert á næstu mánuðum.“

Spá Seðlabankans gefur fyrirheit um 8 prósenta samdrátt í landsframleiðslu á árinu. Til samanburðar varð samdráttur upp á 6,8 prósent árið 2009 eftir að íslenska fjármálakerfið hrundi haustið 2008. Seðlabankinn bendir einnig á að álverð hafi lækkað og lokanir leitt til erfiðleika í sölu sjávarútvega. Þannig hafi allar stóru atvinnugreinarnar, ferðmannaiðnaðurinn, álframleiðsla og sjávarútvegur, orðið fyrir höggi. „Atvinnustig hefur lækkað verulega og viðbúið er að atvinnuleysi nái áður óþekktum hæðum, enda eru þær þjónustugreinar sem mest verða fyrir högginu vinnuaflsfrekar.“

Þá býst Seðlabankinn við hræringum á húsnæðismarkaði, en verð á atvinnuhúsnæði hefur lækkað nokkuð þó að verð á íbúðamarkaði hafi lítið breyst. Framboð á íbúðarhúsnæði hafi aukist nokkuð í kjölfar mikillar aukningar í húsbyggingum og sú þróun muni halda áfram næstu mánuði.

„Mikill samdráttur í komum ferðamanna til landsins leiðir líklega til þess að hluti þeirra íbúða sem áður voru í skammtímaútleigu til ferðamanna fer í söluferli eða færist yfir í langtímaleigu,“ segir í skýrslunni. „Gera má ráð fyrir að u.þ.b. 800 til 1.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu hafi verið nýttar til skammtímaútleigu til ferðamanna í upphafi faraldursins eða sem nemur um helmingi af áætluðum fjölda nýbygginga sem kemur árlega inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Líklegt er að meiri söluþrýstingur sé á þessum íbúðum en almennt gerist þar sem margar standa nú tómar. Innkoma þeirra gæti aukið veltu og stuðlað að verðlækkunum á íbúðamarkaði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár