Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Samdrátturinn meiri en árið eftir hrun

Seðla­bank­inn spá­ir 8 pró­senta sam­drætti í lands­fram­leiðslu á ár­inu. Íbúða­verð gæti lækk­að og við­bú­ið er að at­vinnu­leysi nái áð­ur óþekkt­um hæð­um.

Samdrátturinn meiri en árið eftir hrun
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Seðlabankinn telur að íbúðaverð gæti lækkað.

Bankarnir eru vel í stakk búnir til að standa af sér höggið vegna Covid-19 faraldursins samkvæmt sviðsmyndagreiningu sem Seðlabanki Íslands birti í dag. Samdráttur í landsframleiðslu verður hins vegar 8 prósent á árinu, meiri en hann var árið 2009 beint í kjölfar bankahruns.

Seðlabankinn kynnti ritið Fjármálastöðugleika í dag. Í því kemur fram að fjármálakerfið standi traustum fótum þrátt fyrir faraldurinn, enda hafi efnahagsreikningar heimila og fyrirtækja styrkst verulega á undanförnum árum með niðurgreiðslu skulda og hærri eiginfjárhlutföllum. „Dragist áhrif af farsóttinni hins vegar á langinn mun það hafa neikvæð áhrif bæði á fjármálakerfið og heimili og fyrirtæki,“ segir í skýrslunni. „Farsóttin hefur ýtt verulega undir þá þróun sem hófst á síðasta ári, þegar samdráttur varð í ferðaþjónustu og þrengdi að aðgengi fyrirtækja að lánsfé vegna minni áhættuvilja fjármálafyrirtækja. Stærstu útflutningsatvinnugreinarnar hafa orðið fyrir mikilli ágjöf og óvissa er um gjaldeyristekjur þjóðarbúsins. Mikill samdráttur blasir við í ferðaþjónustu og að óbreyttu er hætt við að gjaldþrotum í greininni muni fjölga umtalsvert á næstu mánuðum.“

Spá Seðlabankans gefur fyrirheit um 8 prósenta samdrátt í landsframleiðslu á árinu. Til samanburðar varð samdráttur upp á 6,8 prósent árið 2009 eftir að íslenska fjármálakerfið hrundi haustið 2008. Seðlabankinn bendir einnig á að álverð hafi lækkað og lokanir leitt til erfiðleika í sölu sjávarútvega. Þannig hafi allar stóru atvinnugreinarnar, ferðmannaiðnaðurinn, álframleiðsla og sjávarútvegur, orðið fyrir höggi. „Atvinnustig hefur lækkað verulega og viðbúið er að atvinnuleysi nái áður óþekktum hæðum, enda eru þær þjónustugreinar sem mest verða fyrir högginu vinnuaflsfrekar.“

Þá býst Seðlabankinn við hræringum á húsnæðismarkaði, en verð á atvinnuhúsnæði hefur lækkað nokkuð þó að verð á íbúðamarkaði hafi lítið breyst. Framboð á íbúðarhúsnæði hafi aukist nokkuð í kjölfar mikillar aukningar í húsbyggingum og sú þróun muni halda áfram næstu mánuði.

„Mikill samdráttur í komum ferðamanna til landsins leiðir líklega til þess að hluti þeirra íbúða sem áður voru í skammtímaútleigu til ferðamanna fer í söluferli eða færist yfir í langtímaleigu,“ segir í skýrslunni. „Gera má ráð fyrir að u.þ.b. 800 til 1.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu hafi verið nýttar til skammtímaútleigu til ferðamanna í upphafi faraldursins eða sem nemur um helmingi af áætluðum fjölda nýbygginga sem kemur árlega inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Líklegt er að meiri söluþrýstingur sé á þessum íbúðum en almennt gerist þar sem margar standa nú tómar. Innkoma þeirra gæti aukið veltu og stuðlað að verðlækkunum á íbúðamarkaði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár