Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samdrátturinn meiri en árið eftir hrun

Seðla­bank­inn spá­ir 8 pró­senta sam­drætti í lands­fram­leiðslu á ár­inu. Íbúða­verð gæti lækk­að og við­bú­ið er að at­vinnu­leysi nái áð­ur óþekkt­um hæð­um.

Samdrátturinn meiri en árið eftir hrun
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Seðlabankinn telur að íbúðaverð gæti lækkað.

Bankarnir eru vel í stakk búnir til að standa af sér höggið vegna Covid-19 faraldursins samkvæmt sviðsmyndagreiningu sem Seðlabanki Íslands birti í dag. Samdráttur í landsframleiðslu verður hins vegar 8 prósent á árinu, meiri en hann var árið 2009 beint í kjölfar bankahruns.

Seðlabankinn kynnti ritið Fjármálastöðugleika í dag. Í því kemur fram að fjármálakerfið standi traustum fótum þrátt fyrir faraldurinn, enda hafi efnahagsreikningar heimila og fyrirtækja styrkst verulega á undanförnum árum með niðurgreiðslu skulda og hærri eiginfjárhlutföllum. „Dragist áhrif af farsóttinni hins vegar á langinn mun það hafa neikvæð áhrif bæði á fjármálakerfið og heimili og fyrirtæki,“ segir í skýrslunni. „Farsóttin hefur ýtt verulega undir þá þróun sem hófst á síðasta ári, þegar samdráttur varð í ferðaþjónustu og þrengdi að aðgengi fyrirtækja að lánsfé vegna minni áhættuvilja fjármálafyrirtækja. Stærstu útflutningsatvinnugreinarnar hafa orðið fyrir mikilli ágjöf og óvissa er um gjaldeyristekjur þjóðarbúsins. Mikill samdráttur blasir við í ferðaþjónustu og að óbreyttu er hætt við að gjaldþrotum í greininni muni fjölga umtalsvert á næstu mánuðum.“

Spá Seðlabankans gefur fyrirheit um 8 prósenta samdrátt í landsframleiðslu á árinu. Til samanburðar varð samdráttur upp á 6,8 prósent árið 2009 eftir að íslenska fjármálakerfið hrundi haustið 2008. Seðlabankinn bendir einnig á að álverð hafi lækkað og lokanir leitt til erfiðleika í sölu sjávarútvega. Þannig hafi allar stóru atvinnugreinarnar, ferðmannaiðnaðurinn, álframleiðsla og sjávarútvegur, orðið fyrir höggi. „Atvinnustig hefur lækkað verulega og viðbúið er að atvinnuleysi nái áður óþekktum hæðum, enda eru þær þjónustugreinar sem mest verða fyrir högginu vinnuaflsfrekar.“

Þá býst Seðlabankinn við hræringum á húsnæðismarkaði, en verð á atvinnuhúsnæði hefur lækkað nokkuð þó að verð á íbúðamarkaði hafi lítið breyst. Framboð á íbúðarhúsnæði hafi aukist nokkuð í kjölfar mikillar aukningar í húsbyggingum og sú þróun muni halda áfram næstu mánuði.

„Mikill samdráttur í komum ferðamanna til landsins leiðir líklega til þess að hluti þeirra íbúða sem áður voru í skammtímaútleigu til ferðamanna fer í söluferli eða færist yfir í langtímaleigu,“ segir í skýrslunni. „Gera má ráð fyrir að u.þ.b. 800 til 1.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu hafi verið nýttar til skammtímaútleigu til ferðamanna í upphafi faraldursins eða sem nemur um helmingi af áætluðum fjölda nýbygginga sem kemur árlega inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Líklegt er að meiri söluþrýstingur sé á þessum íbúðum en almennt gerist þar sem margar standa nú tómar. Innkoma þeirra gæti aukið veltu og stuðlað að verðlækkunum á íbúðamarkaði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Byggjum við af gæðum?
6
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
2
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár