Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samdrátturinn meiri en árið eftir hrun

Seðla­bank­inn spá­ir 8 pró­senta sam­drætti í lands­fram­leiðslu á ár­inu. Íbúða­verð gæti lækk­að og við­bú­ið er að at­vinnu­leysi nái áð­ur óþekkt­um hæð­um.

Samdrátturinn meiri en árið eftir hrun
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri Seðlabankinn telur að íbúðaverð gæti lækkað.

Bankarnir eru vel í stakk búnir til að standa af sér höggið vegna Covid-19 faraldursins samkvæmt sviðsmyndagreiningu sem Seðlabanki Íslands birti í dag. Samdráttur í landsframleiðslu verður hins vegar 8 prósent á árinu, meiri en hann var árið 2009 beint í kjölfar bankahruns.

Seðlabankinn kynnti ritið Fjármálastöðugleika í dag. Í því kemur fram að fjármálakerfið standi traustum fótum þrátt fyrir faraldurinn, enda hafi efnahagsreikningar heimila og fyrirtækja styrkst verulega á undanförnum árum með niðurgreiðslu skulda og hærri eiginfjárhlutföllum. „Dragist áhrif af farsóttinni hins vegar á langinn mun það hafa neikvæð áhrif bæði á fjármálakerfið og heimili og fyrirtæki,“ segir í skýrslunni. „Farsóttin hefur ýtt verulega undir þá þróun sem hófst á síðasta ári, þegar samdráttur varð í ferðaþjónustu og þrengdi að aðgengi fyrirtækja að lánsfé vegna minni áhættuvilja fjármálafyrirtækja. Stærstu útflutningsatvinnugreinarnar hafa orðið fyrir mikilli ágjöf og óvissa er um gjaldeyristekjur þjóðarbúsins. Mikill samdráttur blasir við í ferðaþjónustu og að óbreyttu er hætt við að gjaldþrotum í greininni muni fjölga umtalsvert á næstu mánuðum.“

Spá Seðlabankans gefur fyrirheit um 8 prósenta samdrátt í landsframleiðslu á árinu. Til samanburðar varð samdráttur upp á 6,8 prósent árið 2009 eftir að íslenska fjármálakerfið hrundi haustið 2008. Seðlabankinn bendir einnig á að álverð hafi lækkað og lokanir leitt til erfiðleika í sölu sjávarútvega. Þannig hafi allar stóru atvinnugreinarnar, ferðmannaiðnaðurinn, álframleiðsla og sjávarútvegur, orðið fyrir höggi. „Atvinnustig hefur lækkað verulega og viðbúið er að atvinnuleysi nái áður óþekktum hæðum, enda eru þær þjónustugreinar sem mest verða fyrir högginu vinnuaflsfrekar.“

Þá býst Seðlabankinn við hræringum á húsnæðismarkaði, en verð á atvinnuhúsnæði hefur lækkað nokkuð þó að verð á íbúðamarkaði hafi lítið breyst. Framboð á íbúðarhúsnæði hafi aukist nokkuð í kjölfar mikillar aukningar í húsbyggingum og sú þróun muni halda áfram næstu mánuði.

„Mikill samdráttur í komum ferðamanna til landsins leiðir líklega til þess að hluti þeirra íbúða sem áður voru í skammtímaútleigu til ferðamanna fer í söluferli eða færist yfir í langtímaleigu,“ segir í skýrslunni. „Gera má ráð fyrir að u.þ.b. 800 til 1.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu hafi verið nýttar til skammtímaútleigu til ferðamanna í upphafi faraldursins eða sem nemur um helmingi af áætluðum fjölda nýbygginga sem kemur árlega inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Líklegt er að meiri söluþrýstingur sé á þessum íbúðum en almennt gerist þar sem margar standa nú tómar. Innkoma þeirra gæti aukið veltu og stuðlað að verðlækkunum á íbúðamarkaði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár