Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

68. spurningaþraut: Sykurmolarnir, Bunuel, Fjalla-Eyvindur og ástfangin stúlka

68. spurningaþraut: Sykurmolarnir, Bunuel, Fjalla-Eyvindur og ástfangin stúlka

Aukaspurningar eru þessar:

Í hvaða stríði var hún tekin, sú skelfilega en víðfræga ljósmynd sem sést hér að ofan?

Og hvað heitir konan á neðri myndinni?

1.   Í mjög vinsælli kvikmynd, sem gerð var árið 1982, var persóna sem enginn vissi hvað hét í raun og veru. Gera átti framhald af myndinni, og þar átti meðal annars að koma í ljós að persónan héti Zrek. Ekki varð af framhaldsmyndinni, blessunarlega segja sumir, og því mun persónan ævinlega ganga undir gælunafninu ... ja, undir hvaða gælunafni er persónan kunn?

2.   Hvað er útbreiddasta tungumálið á Indlandi? Þá er vel að merkja ekki átt við ensku þótt ansi margir kunni eitthvað í þeirri tungu.

3.   Sykurmolarnir voru stórmerkileg hljómsveit sem fór heilmikla sigurför um heiminn á seinni hluta níunda áratugarins. Björk, Einar Örn Benediktsson gerðu garðinn frægan með hljómsveitinni, en hún er oftast sögð sprottin upp úr annarri hljómsveit sem hafði spilað saman í nokkur ár. Hljómsveitarmeðlimum sjálfum fannst tónlist þeirrar hljómsveitar orðin of þung og tormelt og vildu létta sér lund með Sykurmolunum. Hvað hét þessi „þunga“ hljómsveit?

4.   Fyrir hvaða flokk situr Halldóra Mogensen á þingi?

5.   Luis Bunuel var einn af fremstu listamönnum Spánverja á 20. öld. Hvað var hans fag í listinni?

6.   Hvers son var Fjalla-Eyvindur?

7.   „Ég ætla að skreppa út. Ég verð kannski svolitla stund.“ Þetta mælti einn leiðangursmanna í frægri hópferð, þegar hann fór út úr tjaldi sínu í síðasta sinn. Leiðangursmenn voru orðnir aðframkomnir af hungri, þreytu og kulda og þessi tiltekni maður ætlaði að létta félögum sínum lífið með því að fórna lífi sínu. Hver stjórnaði þessum illa heppnaða leiðangri? Hér dugir eftirnafn?

8.   Í hvaða hafsvæði er Gotland?

9.   Hún var ung og ástfanginn, en sá sem hún elskaði virtist orðinn henni fráhverfur og hæddist að henni. Ekki bætti úr skák að hún missti föður sinn á voveiflegan hátt um sama leyti. Í örvæntingu sinni gekk hún af vitinu, ráfaði um og talaði óskiljanlega þvælu. Skömmu síðar klifraði hún á pílviðargrein við árbakka og þegar hún teygði sig eftir blóm brotnaði greinin. Hún datt í ána, gerði enga tilraun til að bjarga sér og drukknaði. Hvað hét hún?

10.   „Muumuu“ heitir kjólategund, þetta eru léttir og mjög litríkir kjólar, rúmlega hnésíðir og yfirleitt mjög ermastuttir. Þeir eru upprunnir í tilteknu ríki Bandaríkjanna. Hvaða ríki gæti það verið?

Svörin:

1.   ET.

2.   Hindí.

3.   Kukl.

4.   Pírata.

5.   Hann var kvikmyndaleikstjóri.

6.   Jónsson.

7.   Scott hét maðurinn sem stýrði þessum leiðangri á Suðurskautið.

8.   Eystrasalti.

9.   Ófelía.

10.   Havaí.

Svör við aukaspurningum:

Myndin var tekin í Víetnamstríðinu.

Konan er Vilborg Dagbjartsdóttir skáldkona og kennari.

Hér er þrautin frá í gær.

Hér að neðan má svo að gamni sjá nokkra dæmigerða muumuu-kjóla:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár