Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

68. spurningaþraut: Sykurmolarnir, Bunuel, Fjalla-Eyvindur og ástfangin stúlka

68. spurningaþraut: Sykurmolarnir, Bunuel, Fjalla-Eyvindur og ástfangin stúlka

Aukaspurningar eru þessar:

Í hvaða stríði var hún tekin, sú skelfilega en víðfræga ljósmynd sem sést hér að ofan?

Og hvað heitir konan á neðri myndinni?

1.   Í mjög vinsælli kvikmynd, sem gerð var árið 1982, var persóna sem enginn vissi hvað hét í raun og veru. Gera átti framhald af myndinni, og þar átti meðal annars að koma í ljós að persónan héti Zrek. Ekki varð af framhaldsmyndinni, blessunarlega segja sumir, og því mun persónan ævinlega ganga undir gælunafninu ... ja, undir hvaða gælunafni er persónan kunn?

2.   Hvað er útbreiddasta tungumálið á Indlandi? Þá er vel að merkja ekki átt við ensku þótt ansi margir kunni eitthvað í þeirri tungu.

3.   Sykurmolarnir voru stórmerkileg hljómsveit sem fór heilmikla sigurför um heiminn á seinni hluta níunda áratugarins. Björk, Einar Örn Benediktsson gerðu garðinn frægan með hljómsveitinni, en hún er oftast sögð sprottin upp úr annarri hljómsveit sem hafði spilað saman í nokkur ár. Hljómsveitarmeðlimum sjálfum fannst tónlist þeirrar hljómsveitar orðin of þung og tormelt og vildu létta sér lund með Sykurmolunum. Hvað hét þessi „þunga“ hljómsveit?

4.   Fyrir hvaða flokk situr Halldóra Mogensen á þingi?

5.   Luis Bunuel var einn af fremstu listamönnum Spánverja á 20. öld. Hvað var hans fag í listinni?

6.   Hvers son var Fjalla-Eyvindur?

7.   „Ég ætla að skreppa út. Ég verð kannski svolitla stund.“ Þetta mælti einn leiðangursmanna í frægri hópferð, þegar hann fór út úr tjaldi sínu í síðasta sinn. Leiðangursmenn voru orðnir aðframkomnir af hungri, þreytu og kulda og þessi tiltekni maður ætlaði að létta félögum sínum lífið með því að fórna lífi sínu. Hver stjórnaði þessum illa heppnaða leiðangri? Hér dugir eftirnafn?

8.   Í hvaða hafsvæði er Gotland?

9.   Hún var ung og ástfanginn, en sá sem hún elskaði virtist orðinn henni fráhverfur og hæddist að henni. Ekki bætti úr skák að hún missti föður sinn á voveiflegan hátt um sama leyti. Í örvæntingu sinni gekk hún af vitinu, ráfaði um og talaði óskiljanlega þvælu. Skömmu síðar klifraði hún á pílviðargrein við árbakka og þegar hún teygði sig eftir blóm brotnaði greinin. Hún datt í ána, gerði enga tilraun til að bjarga sér og drukknaði. Hvað hét hún?

10.   „Muumuu“ heitir kjólategund, þetta eru léttir og mjög litríkir kjólar, rúmlega hnésíðir og yfirleitt mjög ermastuttir. Þeir eru upprunnir í tilteknu ríki Bandaríkjanna. Hvaða ríki gæti það verið?

Svörin:

1.   ET.

2.   Hindí.

3.   Kukl.

4.   Pírata.

5.   Hann var kvikmyndaleikstjóri.

6.   Jónsson.

7.   Scott hét maðurinn sem stýrði þessum leiðangri á Suðurskautið.

8.   Eystrasalti.

9.   Ófelía.

10.   Havaí.

Svör við aukaspurningum:

Myndin var tekin í Víetnamstríðinu.

Konan er Vilborg Dagbjartsdóttir skáldkona og kennari.

Hér er þrautin frá í gær.

Hér að neðan má svo að gamni sjá nokkra dæmigerða muumuu-kjóla:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Einvígi Guðmundar Inga og Jódísar
7
Fréttir

Ein­vígi Guð­mund­ar Inga og Jó­dís­ar

Jó­dís Skúla­dótt­ir seg­ist hugsi yf­ir hversu dýru verði mála­miðl­an­ir Vinstri grænna í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu hafi ver­ið keypt­ar. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son seg­ir fylgi hreyf­ing­ar­inn­ar í skoð­ana­könn­un­um vera langt und­ir vænt­ing­um en seg­ist full­viss um að þau muni upp­skera meira í kosn­ing­um en kann­an­ir gefa til kynna. Guð­mund­ur Ingi er starf­andi formað­ur Vinstri grænna og Jó­dís vara­formað­ur þing­flokks­ins. Bæði gefa þau kost á sér í embætti vara­for­manns hreyf­ing­ar­inn­ar sem kos­ið verð­ur um á lands­fundi VG um helg­ina.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
8
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
10
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár