Líklegast er fyrsta minning mín af bakstri brauðbollurnar sem maður bakaði í grunnskóla og kom stoltur með heim. Ég fékk líka oft að hjálpa mömmu sérstaklega við að hreinsa sleikjuna og smakka góðgætið. Á afmælum mátti ekki vanta súkkulaðiköku og mér er sérlega minnisstæð Barbie-kakan sem var líklega í níu eða tíu ára afmælinu mínu. Kakan var bökuð í laginu eins og stórt pils og síðan var efri búk af dúkku stungið ofan í með þartilgerðum pinna. Þvílíkt og annað eins undur hafði maður ekki áður séð. Svo var það auðvitað jólabaksturinn með sínum spesíum, súkkulaðibitakökum og piparkökum. Þær bökum við smábörnin systkini mín enn og reynum að fá okkar litlu bakarastubba til liðs við okkur. Þeir verða örugglega liðtækir eftir nokkur ár.
Kvöldkaffið hjá ömmu var líka fastur liður og algjör lúxus að fá skúffubitaköku og annað góðgæti svona rétt fyrir svefninn. Í dag er amma orðin 84 ára …
Athugasemdir