Hlynur Snær Theodórsson er frá Hvolsvelli. Hann flutti til Reykjavíkur eftir grunnskólanám og lærði bifreiðasmíði við Iðnskólann í Reykjavík. Hann vann síðan við bílaréttingar í fjögur ár en heimaslóðirnar toguðu í hann og flutti hann aftur á Hvolsvöll og vann sem rútubílstjóri hjá Austurleið í um fimm ár. Það var svo í lok árs 1996 sem hann og eiginkona hans, Guðlaug Björk Guðlaugsdóttir, tóku við búi foreldra Guðlaugar. Hjónin eru nú með um 50 kýr og 25 kindur.
Náttúran heillar. „Það er þetta frjálsræði sem heillar. Það er náttúrufegurðin hérna í kring og það er eins og maður sé kóngur í ríki sínu. Útsýnið frá sveitabænum er stórkostlegt. Vestmannaeyjar blasa við í suðri, Eyjafjallajökull gnæfir í allri sinni dýrð í austri sem og Tindfjöll og Fljótshlíðin í norðri.“
Réttir og kjötsúpa
Tónlistaráhuginn gerði snemma vart við sig. „Eitthvað var ég í tónlistarskóla og lærði á hljómborð og náði að taka …
Athugasemdir