Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Ég syng oft í fjósinu“

Hlyn­ur Snær Theo­dórs­son er bóndi á bæn­um Voð­múla­stöð­um í Rangár­valla­sýslu. Hann og eig­in­kona hans eru með um 50 kýr og 25 kind­ur og auk þess syng­ur hann í karla­kór, er í söng­hópn­um Öðl­ing­un­um og svo kem­ur hann reglu­lega fram sem trúba­dor, hann kem­ur stund­um fram með dætr­um sín­um og/eða hljóm­sveit­um. Segja má að þetta sé auka­bú­grein sem sé mjög frá­brugð­in störf­um bónd­ans.

„Ég syng oft í fjósinu“
Kýrnar hlusta Hlynur Snær syngur gjarna þegar hann er að gefa kúnum eða dunda sér í fjósinu og segir að það sé eins og dýrin leggi við hlustir.

Hlynur Snær Theodórsson er frá Hvolsvelli. Hann flutti til Reykjavíkur eftir grunnskólanám og lærði bifreiðasmíði við Iðnskólann í Reykjavík. Hann vann síðan við bílaréttingar í fjögur ár en heimaslóðirnar toguðu í hann og flutti hann aftur á Hvolsvöll og vann sem rútubílstjóri hjá Austurleið í um fimm ár. Það var svo í lok árs 1996 sem hann og eiginkona hans, Guðlaug Björk Guðlaugsdóttir, tóku við búi foreldra Guðlaugar. Hjónin eru nú með um 50 kýr og 25 kindur.

Náttúran heillar. „Það er þetta frjálsræði sem heillar. Það er náttúrufegurðin hérna í kring og það er eins og maður sé kóngur í ríki sínu. Útsýnið frá sveitabænum er stórkostlegt. Vestmannaeyjar blasa við í suðri, Eyjafjallajökull gnæfir í allri sinni dýrð í austri sem og Tindfjöll og Fljótshlíðin í norðri.“

Réttir og kjötsúpa

Tónlistaráhuginn gerði snemma vart við sig. „Eitthvað var ég í tónlistarskóla og lærði á hljómborð og náði að taka …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár