Menningarstarf þarf einfaldara og þéttara stuðningsnet

Tón­listar­fólk, tón­leikastað­ir, skemmtikraft­ar, íþrótta­fé­lög, leik­hús, veit­inga­hús og bar­ir standa af­ar illa í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins. Fyr­ir fólk og at­vinnu­grein­ar sem byggj­ast að mestu leyti á því að fólk komi sam­an til að eiga skemmti­leg­ar stund­ir, voru sam­komutak­mark­an­ir aug­ljós­lega skell­ur, sem enn sér ekki fyr­ir end­ann á. Þó má greina létti og mikla bjart­sýni. En hvað er hægt að gera til að vernda þessa ómiss­andi þætti borg­ar­sam­fé­lags­ins?

Menningarstarf þarf einfaldara og þéttara stuðningsnet
Menningarnótt Á hverju ári koma tugþúsundir Íslendinga saman á Menningarnótt en í ár fer þessi stærsta borgarhátíð Reykjavíkur fram með breyttu sniði. Mynd: menningarnott.is

Í þessum síðasta hluta greinaflokks um lífið í borginni eftir COVID verður sjónum beint að því sem gerir borgina þess virði að búa í henni, það sem gerir hana eftirsóknarverðari en önnur búsetuform. Við þráum flest að njóta þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða, fara í leikhús eða í bíó, hitta vini og fjölskyldu yfir góðri máltíð eða yfir drykkjum á kaffihúsi eða á barnum. Við förum á kappleiki í íþróttum og reynum mörg hver að stunda íþróttir sjálf. Og svo er það tónlistin, sem veitir borgarbúum ómælda ánægju, innblástur, huggun og von. Stundin ræddi við áhrifafólk, rekstraraðila og hagsmunaaðila sem standa í fremstu víglínunni fyrir menningu, mannlíf og veitingabransann í borginni. 

Veitingabransinn á brauðfótum 

Allt síðan samkomutakmarkanir og ferðabönn hófu að hafa áhrif á veitingarekstur um allan heim hefur verið rætt um framtíð veitingareksturs. Í Bandaríkjunum hefur kokkurinn, sjónvarpsmaðurinn og rithöfundurinn David Chang til að mynda …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lífið í borginni eftir Covid 19

Skipulag og húsnæði eftir heimsfaraldur
ÚttektLífið í borginni eftir Covid 19

Skipu­lag og hús­næði eft­ir heims­far­ald­ur

Þétt­ing byggð­ar er kom­in til að vera og sömu­leið­is fólks­fjölg­un í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, ef marka má sér­fræð­inga sem Stund­in ræddi við um hús­næð­is­upp­bygg­ingu og borg­ar­skipu­lag. At­vinnu­hús­næði verð­ur sveigj­an­legra og sömu­leið­is verð­ur mik­il­vægt að nýta þau rými sem fyr­ir eru og finna þeim nýj­an til­gang ef þess þarf. Grænni áhersl­ur verða ríkj­andi. Í þess­um öðr­um hluta af þrem­ur verð­ur lit­ið nán­ar á skipu­lags­mál og hús­næð­is­upp­bygg­ingu.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
4
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár