Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

49. spurningaþraut: Steve Jobs, forseti Íslands, gamla gasstöðin við Hlemm

49. spurningaþraut: Steve Jobs, forseti Íslands, gamla gasstöðin við Hlemm

Myndin hér að ofan, hvað er þarna að gerast?

Og hver er á myndinni hér fyrir neðan spurningarnar tíu?

En þær eru hér:

1.   Árið 1985 var bandaríski tölvugúrúinn Steve Jobs hrakinn frá tölvufyrirtækinu Apple, sem hann átti þátt í að stofna. Hann stofnaði þá annað fyrirtæki á svipuðum grunni og Apple en 1997 keypti Apple það og hann komst aftur til metorða í gamla fyrirtækinu sínu. Hvað hét þetta fyrirtæki?

2.   Hvað heitir höfuðborg Bretlands?

3.   Við hvaða götu í Reykjavík er skrifstofa forseta Íslands?

4.   Hver orti um gömlu gasstöðina við Hlemm?

5.   Í hvaða styrjöld hlúði Florence Nightingale að særðum dátum?

6.   Á tindi Everest eru landamæri. Hvaða tvö ríki mætast þar?

7.   Larry Page og Sergei Brin, hvað skyldu þeir (og þriðji maður) hafa fundið upp sem flestir nota nánast á degi hverjum, sér í lagi ef fólk vanhagar um eitthvað?

8.   Hvað hét eiginkona Adolfs Hitlers?

9.   Stærsta apategund sögunnar er kölluð á fræðimáli gigantopithecus. Api þessi er talinn hafa verið 3-4 metrar á hæð, en hann er útdauður fyrir löngu. Hvaða núlifandi agategund var hann skyldastur?

10.   Þrjú íslensk fótboltalið hafa unnið efstu deildina í karlaflokki aðeins einu sinni hvert. Hvaða lið eru það?

1.   NeXT.

2.   London.

3.   Sóleyjargötu.

4.   Megas.

5.   Krímstríðinu.

6.   Nepal og Kína.

7.   Google.

8.   Eva Hitler. Ég hef ákveðið eftir mikið sálarstríð að gefa líka rétt fyrir Evu Braun, þótt hún hafi raunar alls ekki heitið það eftir að hún var orðin eiginkona Hitlers.

9.   Órangutan.

10.   KA, Breiðablik og Stjarnan.

Konan á myndinni hér að ofan er Lisbet Palme, ekkja sænska stjórnmálaleiðtogans Olof Palme.

Myndin efst er hins vegar hluti af mynd sem sýnir Ronald Reagan og Mikhail Gorbachov ganga niður tröppurnar í Höfða.

Svona er myndin í heild, hana tók Peter Marlow:

En þrautin frá í gær er hérna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu