Myndin hér að ofan, hvað er þarna að gerast?
Og hver er á myndinni hér fyrir neðan spurningarnar tíu?
En þær eru hér:
1. Árið 1985 var bandaríski tölvugúrúinn Steve Jobs hrakinn frá tölvufyrirtækinu Apple, sem hann átti þátt í að stofna. Hann stofnaði þá annað fyrirtæki á svipuðum grunni og Apple en 1997 keypti Apple það og hann komst aftur til metorða í gamla fyrirtækinu sínu. Hvað hét þetta fyrirtæki?
2. Hvað heitir höfuðborg Bretlands?
3. Við hvaða götu í Reykjavík er skrifstofa forseta Íslands?
4. Hver orti um gömlu gasstöðina við Hlemm?
5. Í hvaða styrjöld hlúði Florence Nightingale að særðum dátum?
6. Á tindi Everest eru landamæri. Hvaða tvö ríki mætast þar?
7. Larry Page og Sergei Brin, hvað skyldu þeir (og þriðji maður) hafa fundið upp sem flestir nota nánast á degi hverjum, sér í lagi ef fólk vanhagar um eitthvað?
8. Hvað hét eiginkona Adolfs Hitlers?
9. Stærsta apategund sögunnar er kölluð á fræðimáli gigantopithecus. Api þessi er talinn hafa verið 3-4 metrar á hæð, en hann er útdauður fyrir löngu. Hvaða núlifandi agategund var hann skyldastur?
10. Þrjú íslensk fótboltalið hafa unnið efstu deildina í karlaflokki aðeins einu sinni hvert. Hvaða lið eru það?

1. NeXT.
2. London.
3. Sóleyjargötu.
4. Megas.
5. Krímstríðinu.
6. Nepal og Kína.
7. Google.
8. Eva Hitler. Ég hef ákveðið eftir mikið sálarstríð að gefa líka rétt fyrir Evu Braun, þótt hún hafi raunar alls ekki heitið það eftir að hún var orðin eiginkona Hitlers.
9. Órangutan.
10. KA, Breiðablik og Stjarnan.
Konan á myndinni hér að ofan er Lisbet Palme, ekkja sænska stjórnmálaleiðtogans Olof Palme.
Myndin efst er hins vegar hluti af mynd sem sýnir Ronald Reagan og Mikhail Gorbachov ganga niður tröppurnar í Höfða.
Svona er myndin í heild, hana tók Peter Marlow:

En þrautin frá í gær er hérna.
Athugasemdir