Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Húsnæðisliðurinn verði ekki tekinn úr verðtryggingunni

Fjár­mála­ráð­herra seg­ir vísi­tölu til verð­trygg­ing­ar hald­ast óbreytta að ósk verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. For­seti ASÍ seg­ir enga stefnu­breyt­ingu hafa orð­ið. Frum­varp um skref til af­náms verð­trygg­ing­ar var kynnt í tengsl­um við kjara­samn­inga fyr­ir rúmu ári en hef­ur ekki ver­ið lagt fram.

Húsnæðisliðurinn verði ekki tekinn úr verðtryggingunni
Bjarni Benediktsson Frumvarp fjármálaráðherra hefur ekki verið lagt fram rúmu ári eftir að tilkynnt var um það. Mynd: Geiri Pix / Pressphotos.biz

Ríkisstjórnin hefur fallið frá loforði sem gefið var í tengslum við lífskjarasamningana í fyrra um að ný neytendalán miðist við vísitölu án húsnæðisliðar. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði að verkalýðshreyfingin hefði fallið frá kröfum um þetta og því verði vísitölunni ekki breytt eins og er.

Líkt og Stundin hefur greint frá mun lagafrumvarp um skref til afnáms verðtryggingar ekki taka breytingum eftir samráðsferli frá því síðasta sumar. Rúmt ár er liðið síðan frumvarpið var kynnt í tengslum við kjarasamninga, en það hefur ekki enn verið lagt fram á Alþingi.

Frumvarpið, sem kemur frá Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra, felur í sér þrjár breytingar á veitingu verðtryggðra jafngreiðslulána. Óheimilt verður að veita þau til lengri tíma en 25 ára, nema ef lántakendur eru ungt eða tekjulágt fólk sem ætti í erfiðleikum með aukna greiðslubyrði sem fylgir styttri lánstíma. Þá er lágmarkstími slíkra lána lengdur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár