Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Húsnæðisliðurinn verði ekki tekinn úr verðtryggingunni

Fjár­mála­ráð­herra seg­ir vísi­tölu til verð­trygg­ing­ar hald­ast óbreytta að ósk verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. For­seti ASÍ seg­ir enga stefnu­breyt­ingu hafa orð­ið. Frum­varp um skref til af­náms verð­trygg­ing­ar var kynnt í tengsl­um við kjara­samn­inga fyr­ir rúmu ári en hef­ur ekki ver­ið lagt fram.

Húsnæðisliðurinn verði ekki tekinn úr verðtryggingunni
Bjarni Benediktsson Frumvarp fjármálaráðherra hefur ekki verið lagt fram rúmu ári eftir að tilkynnt var um það. Mynd: Geiri Pix / Pressphotos.biz

Ríkisstjórnin hefur fallið frá loforði sem gefið var í tengslum við lífskjarasamningana í fyrra um að ný neytendalán miðist við vísitölu án húsnæðisliðar. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði að verkalýðshreyfingin hefði fallið frá kröfum um þetta og því verði vísitölunni ekki breytt eins og er.

Líkt og Stundin hefur greint frá mun lagafrumvarp um skref til afnáms verðtryggingar ekki taka breytingum eftir samráðsferli frá því síðasta sumar. Rúmt ár er liðið síðan frumvarpið var kynnt í tengslum við kjarasamninga, en það hefur ekki enn verið lagt fram á Alþingi.

Frumvarpið, sem kemur frá Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra, felur í sér þrjár breytingar á veitingu verðtryggðra jafngreiðslulána. Óheimilt verður að veita þau til lengri tíma en 25 ára, nema ef lántakendur eru ungt eða tekjulágt fólk sem ætti í erfiðleikum með aukna greiðslubyrði sem fylgir styttri lánstíma. Þá er lágmarkstími slíkra lána lengdur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár