Ríkisstjórnin hefur fallið frá loforði sem gefið var í tengslum við lífskjarasamningana í fyrra um að ný neytendalán miðist við vísitölu án húsnæðisliðar. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sagði að verkalýðshreyfingin hefði fallið frá kröfum um þetta og því verði vísitölunni ekki breytt eins og er.
Líkt og Stundin hefur greint frá mun lagafrumvarp um skref til afnáms verðtryggingar ekki taka breytingum eftir samráðsferli frá því síðasta sumar. Rúmt ár er liðið síðan frumvarpið var kynnt í tengslum við kjarasamninga, en það hefur ekki enn verið lagt fram á Alþingi.
Frumvarpið, sem kemur frá Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra, felur í sér þrjár breytingar á veitingu verðtryggðra jafngreiðslulána. Óheimilt verður að veita þau til lengri tíma en 25 ára, nema ef lántakendur eru ungt eða tekjulágt fólk sem ætti í erfiðleikum með aukna greiðslubyrði sem fylgir styttri lánstíma. Þá er lágmarkstími slíkra lána lengdur …
Athugasemdir