Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

48. spurningaþraut: Hver féll úr keppni á ólympíuleikunum en vann samt?

48. spurningaþraut: Hver féll úr keppni á ólympíuleikunum en vann samt?

Aukaspurningarnar eru þessar:

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

Hvað heitir dýrið á neðri myndinni?

Aðalspurningar tíu eru þessar:

1.   Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir hefur vakið heilmikla athygli fyrir músík sína hér á landi síðustu misseri, en er að vísu þekktust undir öðru nafni. Hvaða sviðsnafn er það?

2.   Þrjú ríki Bandaríkjanna eru á Kyrrahafsströnd meginlandsins. Þar af er Washington-ríki nyrst en Kalifornía syðst. Hvað heitir ríkið á milli þeirra?

3.   Í hvaða stríði kom hetjan Patroclus við sögu?

4.   Af hvaða ætt fiska er þorskurinn?

5.   Björk Guðmundsdóttir vakti mikla athygli þegar hún kom ung að árum fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík, og söng þá með hljómsveit sem hét ... hvað?

6.   „Fagurt galaði fuglinn sá ...“ segir í kvæðinu. Hvaða fugl er verið að tala um?

7.   „Hvíta albúmið“ svokallaða er ein af plötum Bítlanna. Þetta gælunafn plötunnar er dregið af því að albúmið er mjallahvítt. En hvað heitir þessi plata í raun og veru?

8.   Árið 67 keppti Rómarkeisari á ólympíuleikunum í Grikklandi, meðal annars í kappreiðum á vögnum sem tíu hross drógu. Keisarinn missti stjórn á vagni sínum, kastaðist út úr honum og varð að hætta keppni. Eigi að síður var hann úrskurðaður sigurvegari, líkt og í öllum öðrum greinum sem hann tók þátt í. Hvað hét þessi kappsfulli Rómarkeisari?

9.   Hver er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður?

10.   Filippus prins og eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar hélt um daginn upp á 99 ára afmæli sitt. Í hvaða landi fæddist sá gamansami öldungur?

Svörin eru:

1.   GDRN.

2.   Oregon.

3.   Trójustríðinu.

4.   Þorskfiska.

5.   Tappi tíkarrass.

6.   Hænsnfugla.

7.   The Beatles.

8.   Neró.

9.   Helga Vala Helgadóttir.

10.   Grikklandi.

Svör við aukaspurningum:

Myndin var tekin augnabliki eftir að blökkumannaleiðtoginn Martin Luther King var skotinn til bana 1968.

Dýrið heitir desdýr, eða þefköttur. Jarðköttur mundi jafnvel teljast rétt.

En hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu