43. spurningaþraut: Svarti dauði, Hitler og Framsóknarflokkurinn

43. spurningaþraut: Svarti dauði, Hitler og Framsóknarflokkurinn

Að venju:

Hver málaði málverkið hér að ofan?

Hver er vísindakonan á myndinni hér að neðan?

En aðalspurningarnar tíu eru þessar:

1.   Hversu margar eiginkonur átti Hinrik 8. Englandskonungur?

2.   Hversu margar þeirra lifðu hann?

3.   Hvað heitir langalgengasta frumefni alheimsins?

4.   Í hvaða bæ eða borg fæddist Adolf Hitler?

5.   Hvað heitir námsmaðurinn ungi sem tók höndum saman með kennara sínum Walter White við að framleiða eiturlyf í sjónvarpsþáttaröðinni Breaking Bad? Átt er við persónuna, en ekki leikarann. Annaðhvort fornafn eða eftirnafn dugar.

6.   Hvaða ár barst svartidauði fyrst til Íslands? Hér má skeika tveimur árum til eða frá.

7.   Hver á heimsmetið í 100 metra hlaupi karla?

8.   Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Hversu margir forverar hans eru á lífi?

9.   Hvað heitir höfuðborgin í Noregi?

10.   Kleinur eru eitt elsta og þekktasta bakkelsi á Íslandi. Hvað þýðir orðið „kleina“?

Hér eru svörin:

1.    Sex.

2.   Tvær, Anna frá Klifum og Katrín Parr.

3.   Vetni.

4.   Braunau.

5.   Jesse Pinkman.

6.   1402, svo rétt telst vera 1400-1404.

7.   Usain Bolt.

8.   Fjórir: Jón Sigurðsson, Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

9.   Osló.

10.   Litla.

Höfundur málsverksins er Rembrandt.

Vísindakonan er Margrét Guðnadóttir.

Og hér eru spurningar frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár