Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

43. spurningaþraut: Svarti dauði, Hitler og Framsóknarflokkurinn

43. spurningaþraut: Svarti dauði, Hitler og Framsóknarflokkurinn

Að venju:

Hver málaði málverkið hér að ofan?

Hver er vísindakonan á myndinni hér að neðan?

En aðalspurningarnar tíu eru þessar:

1.   Hversu margar eiginkonur átti Hinrik 8. Englandskonungur?

2.   Hversu margar þeirra lifðu hann?

3.   Hvað heitir langalgengasta frumefni alheimsins?

4.   Í hvaða bæ eða borg fæddist Adolf Hitler?

5.   Hvað heitir námsmaðurinn ungi sem tók höndum saman með kennara sínum Walter White við að framleiða eiturlyf í sjónvarpsþáttaröðinni Breaking Bad? Átt er við persónuna, en ekki leikarann. Annaðhvort fornafn eða eftirnafn dugar.

6.   Hvaða ár barst svartidauði fyrst til Íslands? Hér má skeika tveimur árum til eða frá.

7.   Hver á heimsmetið í 100 metra hlaupi karla?

8.   Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Hversu margir forverar hans eru á lífi?

9.   Hvað heitir höfuðborgin í Noregi?

10.   Kleinur eru eitt elsta og þekktasta bakkelsi á Íslandi. Hvað þýðir orðið „kleina“?

Hér eru svörin:

1.    Sex.

2.   Tvær, Anna frá Klifum og Katrín Parr.

3.   Vetni.

4.   Braunau.

5.   Jesse Pinkman.

6.   1402, svo rétt telst vera 1400-1404.

7.   Usain Bolt.

8.   Fjórir: Jón Sigurðsson, Guðni Ágústsson, Valgerður Sverrisdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

9.   Osló.

10.   Litla.

Höfundur málsverksins er Rembrandt.

Vísindakonan er Margrét Guðnadóttir.

Og hér eru spurningar frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár