Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjölmennt á samstöðufundi: „Við erum að styðja líf svartra manna í öllum heiminum“

Mik­ill fjöldi fólks var sam­an­kom­inn á Aust­ur­velli til þess að syrgja Geor­ge Floyd sem lét líf­ið af völd­um lög­reglu­of­beld­is.

Fjölmennt var á Austurvelli í dag þangað sem fólk mætti til að styðja baráttu svartra gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum. Það sem einkenndi þessi mótmæli umfram önnur fjölmenn mótmæli á Austurvelli síðustu ár var hryggðarblærinn sem lá yfir þátttakendum. Sumir föðmuðust, á meðan aðrir felldu tár í minningu George Floyd og annarra sem látið hafa lífið með sambærilegum hætti og flestir lutu höfði er þeir hlustuðu á ræðumenn tjá reynslusögur sínar af rasisma og ofbeldi.

Mótmælendur voru mættir til þess að sýna samstöðu og mótmæla með friðsælum hætti andláti George Floyd, sem átti sér stað um hábjartan dag í Minnisota fylki, af völdum lögregluofbeldis. Fjórir lögreglumenn áttu hlut í dauða Floyd, en einn þeirra að nafni Derek Chauvin kraup með hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur og gaf ekkert eftir jafnvel þótt George Floyd léti vita að hann gæti ekki andað. Yfirvöld í Minnsota hafa verið undir miklum þrýstingi til þess að draga lögreglumennina fyrir dóm og hafa þeir nú allir verið ákærðir, ýmisst fyrir annarar gráðu morð eða aðstoð við morð, samkvæmt BBC.

Friðsælir mótmælendur á Austurvelli báru margir skilti áletruð „I can't breathe“ til þess að minnast lokaorða Floyd. Orða sem voru hunsuð af lögreglumönnunum sem drógu hann til dauða. Fjöldi annarra mótmælenda báru skilti sem á stóð „Black Lives Matter“ sem er slagorð hreyfingar sem berst fyrir félagslegum réttindum svartra Bandaríkjamanna, en hefur fengið alþjóðlegan meðbyr, meðal annars á Íslandi. Orðin fela í sér áfellidóm á samfélög sem mismuna fólki eftir litarhafti og lætur sem líf hinna svörtu vegi minna en hinna hvítu. Þessi hugmyndafræði kynþáttastigveldis hefur kostað ómæld mannslíf.

Lögreglan hefur ekki gefið út fjöldatölur en um er að ræða fjölmennustu samkomu hér á landi frá því að samkomubann var sett á um miðjan mars. Fundurinn var skipulagður var af Dori Levett Baldvinsson, Derek T. Allan og Sante Feaster sem eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir Bandaríkjamenn, búsett á Íslandi.

Meðal viðstaddra voru tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir og þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, var einnig viðstaddur. Hann sagði í viðtali við Stundina: „Mér finnst bara mikilvægt að við sýnum samstöðu þessum góða málstaði hvar sem við erum í heiminum. Hvert líf skiptir máli, hvernig á litinn sem það er.“

Stundin ræddi við unga konu sem sagðist hafa mætt til þess að styðja Black Lives Matter-hreyfinguna og sýna stuðning við fjölskyldur þeirra sem látið hafa lífið. Önnur ung kona sló í sama streng og bætti við að „morðið á George Floyd hafi vakið umtalið verulega mikið, því það var tekið upp á vídjó og svo margir viðstaddir.“ Rasismi væri til staðar hér á landi líkt og annars staðar og það hafi alltaf angrað hana, en oft sé hann undirliggjandi og fólk taki ekki eftir honum.

Ungur, svartur Íslendingur stóð ásýndar og bar litla dóttur sína á herðum sér. „Við erum bara að styðja líf svartra manna í öllum heiminum. Fréttirnar í dag eru að segja fullt um hvað er í gangi í heiminum og við þurfum að laga það.“ 

Listakonan Sólveig Eir Stewart sagði: „Mér finnst bara mikilvægt að sem flestir í öðrum löndum sýni stuðning við þessa baráttu. Líka vegna ástandsins sem er í Bandaríkjunum. Fyrir utan þetta atvik sem kom upp, þá er þetta samfélagslegt vandamál.“ 

Bandarísk kona sem búsett er á Íslandi tjáði þakklæti sitt fyrir þátttöku Íslendinga í þessum samstöðufundi. Hún sagði fólk þurfa að gera betur og nefndi mikilvægi þess að ræða hlutina og hlusta á raddir þeirra sem eru dökkir á hörund. Ísland væri heimili hennar núna og það væri mikilvægt að gera betur. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn misrétti, ofbeldi og niðurlægingu
Erlent#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn mis­rétti, of­beldi og nið­ur­læg­ingu

Mót­mæl­in vegna dauða Geor­ge Floyd hafa varp­að kast­ljósi á elsta og rót­grón­asta vanda­mál Banda­ríkj­anna. Að­gerða­sinn­ar og skipu­leggj­end­ur mót­mæla segja að kom­ið sé að löngu tíma­bæru upp­gjöri við þá kyn­þátta­hyggju sem gegn­sýr­ir allt dag­legt líf og póli­tík vest­an­hafs. Banda­ríska lög­regl­an er sögð órjúf­an­leg­ur hluti af kerfi sem hef­ur frá upp­hafi nið­ur­lægt blökku­fólk og beitt það skipu­lögðu póli­tísku of­beldi fyr­ir hönd hvíta meiri­hlut­ans.
Elliði varar við því að íslenska lögreglan gæti þurft að vígbúast
Fréttir#BlackLivesMatter

Elliði var­ar við því að ís­lenska lög­regl­an gæti þurft að víg­bú­ast

Um­mæli Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra Ölfuss, um of­beldi al­mennra borg­ara gegn lög­regl­unni vöktu hörð við­brögð. Hann árétt­ar áhyggj­ur sín­ar af stöðu ís­lensku lög­regl­unn­ar og var­ar við því að hún gæti þurft að vopn­bú­ast enn frek­ar. Af­brota­fræð­ing­ur bend­ir á að ekk­ert styðji full­yrð­ing­ar Ell­iða um vax­andi nei­kvæðni í garð lög­reglu, sem þurfi að fara var­lega í vald­beit­ingu gagn­vart minni­hluta­hóp­um.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár