Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gagnrýnir frumvarp Katrínar: „Ekkert eftirlit með ráðherrum“

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, seg­ir að ekk­ert eft­ir­lit verði með hags­muna­skrán­ingu ráð­herra. „Við vit­um öll að sum­ir for­sæt­is­ráð­herr­ar eru lík­legri til þess að leyna hags­mun­um sín­um en aðr­ir,“ seg­ir hún.

Gagnrýnir frumvarp Katrínar: „Ekkert eftirlit með ráðherrum“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir Þingmaður Pírata segir að einhverjir treysti núverandi forsætisáðherra, en að hún muni ekki gegna embættinu að eilífu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að eftirliti með hagsmunaskráningu ráðherra og annarra hátt settra innan stjórnkerfisins verði ábótavant fari frumvarp um skráninguna óbreytt í gegnum þingið. Aðstoðarmenn ráðherra muni einnig geta farið beint úr starfi sínu til að vinna hjá hagsmunasamtökum.

Þetta kemur fram í færslu hennar á Facebook í dag. Hún hefur ásamt þingmönnunum Andrési Inga Jónssyni og Guðmundi Andra Thorssyni lagt fram tillögur að breytingum frumvarpsins í minnihlutaáliti.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram frumvarpið í byrjun árs og er það til umræðu á Alþingi í dag. Samkvæmt frumvarpinu munu ráðherrar, ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar, sendiherrar og aðstoðarmenn ráðherra þurfa að skrá fjárhagslega hagsmuni sína. Þá verður hagsmunavörðum sem eiga sam­­skipti við stjórn­­­mála­­menn og stjórn­­­sýslu, sem oft eru kallaðir lobbýistar, gert að skrá sig sem slíka.

Eftirlit með ákvæðunum verður í höndum forsætisráðherra. „Ráðherra getur að eigin frumkvæði tekið til skoðunar tilvik þar sem grunur er um brot æðstu handhafa framkvæmdarvalds, annarra en ráðherra, sem og aðstoðarmanna ráðherra,“ segir í frumvarpinu. „Ef niðurstaða athugunarinnar er að brot hafi átt sér stað eða líklega átt sér stað skal ráðherra tilkynna hlutaðeigandi ráðuneyti um niðurstöðu sína.“

„[...] við vitum öll að sumir forsætisráðherrar eru líklegri til þess að leyna hagsmunum sínum en aðrir“

Þórhildur Sunna segir þetta ekki duga til. „Það er auðvitað löngu tímabært að ráðherrum og öðrum háttsettum stjórnendum hins opinbera beri lögbundin skylda til að skrá hagsmuni sína og samskipti sín við hagsmunaverði,“ skrifar hún. „Þó er miður að forsætisráðherra haldi eftirliti með framfylgd laganna eftir hjá sér. Þótt margir treysti eflaust Katrínu Jakobsdóttur til þess að sinna þessu verkefni af heilindum að þá verður hún ekki forsætisráðherra að eilífu og við vitum öll að sumir forsætisráðherrar eru líklegri til þess að leyna hagsmunum sínum en aðrir.“

Þórhildur Sunna gagnrýnir einnig að ekki verði haft eftirlit með réttri skráningu ráðherra á hagsmunum sínum. Forsætisráðherra verður ekki heimilt að taka til skoðunar brot annarra ráðherra á reglunum.

„Þar höfum við það - ráðherrar eru semsagt einir ábyrgir fyrir réttri skráningu hagsmuna sinna og fyrst forsætisráðherra fer með eftirlitsvaldið þá verður ekkert eftirlit með ráðherrum. Svona er nú gott að geta útilokað sjálfstætt eftirlit, haft eftirlit í fórum forsætisráðherra og svo undanskilið alla ráðherra frá eftirliti vegna „stjórnskipulegri stöðu ráðherra“,“ skrifar hún.

„Loks er miður að aðstoðarmenn ráðherra fái áfram að nýta sér snúningsdyrnar svokölluðu, en þeir mega skv. frumvarpinu fara beint úr því starfi og yfir í starf til hagsmunasamtaka án 6 mánaða biðtíma eins og t.d. skrifstofustjórar ráðuneyta þurfa að sætta sig við. Þó eru aðstoðarmenn ráðherra miklu líklegri til þess að nýta sér snúningsdyrnar heldur en skrifstofustjórar. Ég hef ekki séð nein haldbær rök fyrir því hvers vegna aðstoðarmenn skuli sérstaklega undanskildir þessum mikilvægu takmörkunum og finn engin sannfærandi rök fyrir því í greinargerð frumvarpsins né í nefndaráliti meirihlutans.“

Samtök atvinnulífsins skiluðu umsögn um frumvarpið þar sem þau leggjast gegn skráningu hagsmunavarða í flestum tilvikum. „Samtök atvinnulífsins [telja] að einungis í undantekningartilvikum beri að skrá þá sem gæta hagsmuna samtakanna á skrá um hagsmunaverði,“ segir í umsögninni. „Það eigi fyrst og fremst við um þá sem starfa í umboði samtakanna gagnvart stjórnvöldum en eru ekki starfsmenn þeirra eða fulltrúar þeirra í nefndum, starfshópum, stjórnum eða ráðum á vegum stjórnvalda. Sama hljóti einnig að eiga við um aðildarsamtök samtakanna sem eru Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og SVÞ - samtök verslunar og þjónustu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár