Engin vinna er hafin í félagsmálaráðuneytinu við að breyta reglum svo baðherbergi á vinnustöðum mæti kröfum nýrra laga um kynrænt sjálfræði.
Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns utan flokka. Í síðasta tölublaði Stundarinnar var fjallað um svar Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra við sambærilegri fyrirspurn Andrésar Inga. Samkvæmt ráðherranum munu rekstraraðilar þurfa að bjóða upp á hlutlaus baðherbergi til viðbótar við karla- og kvennaklósett ef salerni eiga að vera kyngreind, samkvæmt ákvæðum laga um kynrænt sjálfræði. Meginreglan sé þó sú að salerni verði ekki kyngreind.
Hlutlaus skráning kyns var heimiluð með lögum um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru í fyrra. Fullorðnum einstaklingum er heimilt að breyta skráningu kyns síns í þjóðskrá og heimilt er nú að skrá það hlutlaust, en ekki bara karlkyns eða kvenkyns.
„[...] viðkomandi starfsmenn hafa …
Athugasemdir