Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 27: Stríðseyja, fundin kona og hve háir eru gíraffar?

Spurningaþraut 27: Stríðseyja, fundin kona og hve háir eru gíraffar?

Í 27. sinn birtist hér spurningaþraut. Tíu spurningar og tvær í kaupbæti:

Hér fyrir ofan er ein frægasta ljósmynd síðari heimsstyrjaldar og sýnir bandaríska hermenn reisa fána sinn á eyju sem þeir höfðu náð af Japönum eftir harða bardaga. Myndin er glæsileg og segir sína sögu, þótt hún hafi reyndar verið tekin að beiðni ljósmyndarans. En á hvaða eyju er hún tekin?

Og hin aukaspurningin:

Hvað heitir karlinn á myndinni hér að neðan?

En hinar „10 af öllu tagi“ eru svona: 

1.   Hvað heitir höfuðborg Írlands?

2.   Árið 2003 fundust á eyjunni Flores leifar beinagrind konu einnar, er reyndist vera af áður óþekktri manntegund. Og sú tegund kom mönnum alveg í opna skjöldu. Hvers vegna?

3.   En meðal annarra orða, hvaða ríki tilheyrir eyjan Flores? 

4.   Ragnar í Smára var mikill menningarfrömuður á Íslandi um miðbik 20. aldar og gaf sig ekki síst að bókaútgáfu. „Smári“ sá sem Ragnar var kenndur við var hins vegar allt öðruvísi fyrirtæki, er hann rak og færði honum salt í grautinn. Hvað varningur tengdist Smára umfram allt í vitund fólks?

5.   Hvað hét söngkonan sem söng með Hljómum og Trúbrot hér fyrrmeir?

6.   Hvað heitir breskur fótboltakappi, kornungur, sem spilar nú með liði Borussia Dortmund í Þýskalandi en er nú gjarnan orðaður við flestöll stærstu liðin á Englandi og jafnvel víðar?

7.   Hversu hár var hæsti gíraffi sem vitað er um? Hér má skeika 30 sentímetrum til eða frá.

8.   Sam Slater heitir maður nokkur, tónskáld og alhliða upptöku- og tónlistarmaður. Hann er enskur en býr reyndar ekki í heimalandi sínu. Hver skyldi nú vera konan hans?

9.   Hvað heitir sitjandi formaður Flugfreyjufélagsins sem nú stendur í ströngu í kjarabaráttu?  Óhætt er að láta uppi að um konu er að ræða, og hún gegnir starfinu þangað til hinn kjörni formaður snýr til baka úr fæðingarorlofi í haust. Óþarfi er að muna föðurnafn hins sitjandi formanns.

10.   Árið 2011 vann íslensk stúlka í fyrsta sinn gullverðlaun á virtasta CrossFit móti heimsins. Hún endurtók svo leikinn ári síðar. Hvað heitir hún, og hér má líka sleppa föðurnafni?

Þá eru hér svörin:

1.   Dublin.

2.   Hún var svo smávaxin, aðeins um einn metri á hæð.

3.   Indónesíu.

4.   Smjörlíki.

5.   Shady Owens.

6.   Jadon Sancho.

7.   5,80 metrar. Rétt telst því vera allt frá 5,50 til 6,10.

8.   Hildur Guðnadóttir.

9.   Guðlaug Líney heitir hún og er Jóhannsdóttir, en það dugar að þekkja fornöfnin tvö.

10.   Annie Mist - og hún er reyndar Þórisdóttir.

Svörin við aukaspurningunum eru Ívo Jíma og tónlistarmaðurinn Kanye West.

Hér er svo þrautin frá í gær.

En næsta þraut, hún er aptur á móti hvergi nema hérna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
5
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár