Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 27: Stríðseyja, fundin kona og hve háir eru gíraffar?

Spurningaþraut 27: Stríðseyja, fundin kona og hve háir eru gíraffar?

Í 27. sinn birtist hér spurningaþraut. Tíu spurningar og tvær í kaupbæti:

Hér fyrir ofan er ein frægasta ljósmynd síðari heimsstyrjaldar og sýnir bandaríska hermenn reisa fána sinn á eyju sem þeir höfðu náð af Japönum eftir harða bardaga. Myndin er glæsileg og segir sína sögu, þótt hún hafi reyndar verið tekin að beiðni ljósmyndarans. En á hvaða eyju er hún tekin?

Og hin aukaspurningin:

Hvað heitir karlinn á myndinni hér að neðan?

En hinar „10 af öllu tagi“ eru svona: 

1.   Hvað heitir höfuðborg Írlands?

2.   Árið 2003 fundust á eyjunni Flores leifar beinagrind konu einnar, er reyndist vera af áður óþekktri manntegund. Og sú tegund kom mönnum alveg í opna skjöldu. Hvers vegna?

3.   En meðal annarra orða, hvaða ríki tilheyrir eyjan Flores? 

4.   Ragnar í Smára var mikill menningarfrömuður á Íslandi um miðbik 20. aldar og gaf sig ekki síst að bókaútgáfu. „Smári“ sá sem Ragnar var kenndur við var hins vegar allt öðruvísi fyrirtæki, er hann rak og færði honum salt í grautinn. Hvað varningur tengdist Smára umfram allt í vitund fólks?

5.   Hvað hét söngkonan sem söng með Hljómum og Trúbrot hér fyrrmeir?

6.   Hvað heitir breskur fótboltakappi, kornungur, sem spilar nú með liði Borussia Dortmund í Þýskalandi en er nú gjarnan orðaður við flestöll stærstu liðin á Englandi og jafnvel víðar?

7.   Hversu hár var hæsti gíraffi sem vitað er um? Hér má skeika 30 sentímetrum til eða frá.

8.   Sam Slater heitir maður nokkur, tónskáld og alhliða upptöku- og tónlistarmaður. Hann er enskur en býr reyndar ekki í heimalandi sínu. Hver skyldi nú vera konan hans?

9.   Hvað heitir sitjandi formaður Flugfreyjufélagsins sem nú stendur í ströngu í kjarabaráttu?  Óhætt er að láta uppi að um konu er að ræða, og hún gegnir starfinu þangað til hinn kjörni formaður snýr til baka úr fæðingarorlofi í haust. Óþarfi er að muna föðurnafn hins sitjandi formanns.

10.   Árið 2011 vann íslensk stúlka í fyrsta sinn gullverðlaun á virtasta CrossFit móti heimsins. Hún endurtók svo leikinn ári síðar. Hvað heitir hún, og hér má líka sleppa föðurnafni?

Þá eru hér svörin:

1.   Dublin.

2.   Hún var svo smávaxin, aðeins um einn metri á hæð.

3.   Indónesíu.

4.   Smjörlíki.

5.   Shady Owens.

6.   Jadon Sancho.

7.   5,80 metrar. Rétt telst því vera allt frá 5,50 til 6,10.

8.   Hildur Guðnadóttir.

9.   Guðlaug Líney heitir hún og er Jóhannsdóttir, en það dugar að þekkja fornöfnin tvö.

10.   Annie Mist - og hún er reyndar Þórisdóttir.

Svörin við aukaspurningunum eru Ívo Jíma og tónlistarmaðurinn Kanye West.

Hér er svo þrautin frá í gær.

En næsta þraut, hún er aptur á móti hvergi nema hérna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu