Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 25: Drekaflug, Frankar og Jónar

Spurningaþraut 25: Drekaflug, Frankar og Jónar

Hér er komin spurningaþrautin „10 af öllu tagi“ númer 25.

Aukaspurningar eru þessar:

  • Úr hvaða kvikmynd er efri myndin?
  • Hver er ungi maðurinn sem situr að tafli á neðri myndinni?

En hér er svo spurt:

1.   Hvað heitir stærsta Filippseyjan?

2. June Osborne heitir kvenpersóna ein, sem þó er kunnari undir öðru nafni. Hvaða nafn er það?

3.   Frankar voru forn germanskur þjóðflokkur.  Í hvaða nútímaríki var stærstur hluti af upprunalegu búsvæði þeirra?

4.   Pútin heitir forseti Rússlands. Hvað hét forveri hans?

5.   Í lok maí 1941 var háð sjóorrusta djúpt út af Reykjanesi. Tvö bresk fallbyssuskip réðust þá á þýskt orrustuskip, en fóru hrakfarir miklar. Annað breska skipið sprakk í loft upp á skammri stundu en hitt laskaðist verulega. Hvað hét þetta öfluga þýska orrustuskip?

6.   Í grennd við hvaða eyjar er dýpsta hafsvæði á jörðinni?

7.  Spiro og Fantasio heita söguhetjurnar í belgískum teiknimyndasögum sem hófu að koma út 1938, en reyndar kom seinni persónan Fantasio ekki til sögunnar fyrr en nokkrum árum seinna. Hvað kallast Spiro og Fantasio á íslensku?

8.   Hvað heitir eina mörgæsategundin sem lifir villt við Norðurpólinn?

9.   Hvað heitir James Bond-kvikmyndin sem frumsýna á í haust - ef kórónaveiran leyfir?

10.   Árið 1703 var í fyrsta sinn tekið manntal á Íslandi. Þá kom í ljós að karlmannsnafnið Jón var algengasta nafn á landinu. Hve stór prósenta karlmanna hét Jón samkvæmt þessu manntali?

Hér eru svörin:

1.   Luzon.

2.   Offred. Hún er aðalpersónan í sögunni og sjónvarpsþáttunum „Saga þernunnar“ eða „The Handmaid’s Tale“.

3.   Belgíu.

4.   Dmitri Medvedév. Hann var forseti 2008-2012.

5.   Bismarck.

6.   Maríana-eyjar í vestanverðu Kyrrahafi. Ég gef líka rétt fyrir Gvam.

7.   Svalur og Valur.

8.   Engin mörgæsategund lifir villt við norðurpólinn.

9.   „No Time to Die“ heitir myndin á ensku. Sjálfsagt verður hún kölluð „Eigi skal höggva“ þegar hún verður sýnd hér á landi.

10.   25 prósent. Einn af hverjum fjórum íslenskum karlmönnum hét sem sé Jón.

Svörin við aukaspurningunum:

  • Myndin er Avatar.
  • Maðurinn er Boris Spassky, síðar heimsmeistari í skák.

En hér er svo „10 af öllu tagi“ frá því í gær.

En hérna leynist sú næsta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár