Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 25: Drekaflug, Frankar og Jónar

Spurningaþraut 25: Drekaflug, Frankar og Jónar

Hér er komin spurningaþrautin „10 af öllu tagi“ númer 25.

Aukaspurningar eru þessar:

  • Úr hvaða kvikmynd er efri myndin?
  • Hver er ungi maðurinn sem situr að tafli á neðri myndinni?

En hér er svo spurt:

1.   Hvað heitir stærsta Filippseyjan?

2. June Osborne heitir kvenpersóna ein, sem þó er kunnari undir öðru nafni. Hvaða nafn er það?

3.   Frankar voru forn germanskur þjóðflokkur.  Í hvaða nútímaríki var stærstur hluti af upprunalegu búsvæði þeirra?

4.   Pútin heitir forseti Rússlands. Hvað hét forveri hans?

5.   Í lok maí 1941 var háð sjóorrusta djúpt út af Reykjanesi. Tvö bresk fallbyssuskip réðust þá á þýskt orrustuskip, en fóru hrakfarir miklar. Annað breska skipið sprakk í loft upp á skammri stundu en hitt laskaðist verulega. Hvað hét þetta öfluga þýska orrustuskip?

6.   Í grennd við hvaða eyjar er dýpsta hafsvæði á jörðinni?

7.  Spiro og Fantasio heita söguhetjurnar í belgískum teiknimyndasögum sem hófu að koma út 1938, en reyndar kom seinni persónan Fantasio ekki til sögunnar fyrr en nokkrum árum seinna. Hvað kallast Spiro og Fantasio á íslensku?

8.   Hvað heitir eina mörgæsategundin sem lifir villt við Norðurpólinn?

9.   Hvað heitir James Bond-kvikmyndin sem frumsýna á í haust - ef kórónaveiran leyfir?

10.   Árið 1703 var í fyrsta sinn tekið manntal á Íslandi. Þá kom í ljós að karlmannsnafnið Jón var algengasta nafn á landinu. Hve stór prósenta karlmanna hét Jón samkvæmt þessu manntali?

Hér eru svörin:

1.   Luzon.

2.   Offred. Hún er aðalpersónan í sögunni og sjónvarpsþáttunum „Saga þernunnar“ eða „The Handmaid’s Tale“.

3.   Belgíu.

4.   Dmitri Medvedév. Hann var forseti 2008-2012.

5.   Bismarck.

6.   Maríana-eyjar í vestanverðu Kyrrahafi. Ég gef líka rétt fyrir Gvam.

7.   Svalur og Valur.

8.   Engin mörgæsategund lifir villt við norðurpólinn.

9.   „No Time to Die“ heitir myndin á ensku. Sjálfsagt verður hún kölluð „Eigi skal höggva“ þegar hún verður sýnd hér á landi.

10.   25 prósent. Einn af hverjum fjórum íslenskum karlmönnum hét sem sé Jón.

Svörin við aukaspurningunum:

  • Myndin er Avatar.
  • Maðurinn er Boris Spassky, síðar heimsmeistari í skák.

En hér er svo „10 af öllu tagi“ frá því í gær.

En hérna leynist sú næsta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár