Vorsólin skín hátt á himni og Esjan, Akrafjall og Skarðsheiði skarta sínu skærasta. Dyrnar opnast á húsi í Kópavogi og Ugla Hauksdóttir heilsar hlýlega og býður til stofu.
Ugla er búsett í New York en kom til Íslands í vor út af COVID-19. „Ég var stödd í Los Angeles að leikstýra þætti af sjónvarpsþáttaseríunni Snowfall þegar COVID-19 faraldurinn skall á. Það var áhugavert að standa á kvikmyndasetti umkringd hundrað manns og fylgjast með fréttunum en þá strax var ástandið orðið mjög skuggalegt í New York. Fljótlega fór tökuliðið að forðast návígi hvert við annað og manni var farið að lítast illa á að skammta sér á disk af hlaðborðinu í hádeginu.
Ég rétt náði að klára tökur á þættinum áður en kvikmyndaverin í Bandaríkjunum lokuðu fyrir alla framleiðslu. Ég var fegin því að kærasti minn, Markus Englmair, var í heimsókn hjá mér og þar sem við vorum bæði komin í …
Athugasemdir