Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir „fullkomið skilningsleysi“ hjá flugþjónum

Kon­ráð S. Guð­jóns­son, hag­fræð­ing­ur Við­skipta­ráðs, seg­ir flug­þjóna kjósa frek­ar eng­in laun en skert laun. Ekki sé hægt að setja pen­inga í flug­fé­lag með hærri kostn­að en sam­keppn­is­að­il­ar. For­stjóri Icelanda­ir seg­ir flug­þjóna hafa hafn­að loka­til­boði, en for­seti ASÍ seg­ir fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins með ólík­ind­um.

Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir „fullkomið skilningsleysi“ hjá flugþjónum
Konráð S. Guðjónsson Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir flugþjóna frekar kjósa engin laun en skert laun.

Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að „fullkomið skilningsleysi“ valdi því að Flugfreyjufélag Íslands mæti ekki kröfum Icelandair. Tilboð fyrirtækisins felur í sér tugprósenta launalækkanir og skerðingu á réttindum til frambúðar að mati flugþjóna.

Icelandair sendi frá sér tilkynningu í dag varðandi stöðu viðræðna við Flugfreyjufélagið. Langtímasamningar við stéttarfélög eru forsenda þess að fjárhagsleg endurskipulagning félagsins nái fram að ganga. Flugfreyjufélagið hafnaði einróma tilboði Icelandair 10. maí sem fól í sér launaskerðingu upp á 18 til 35 prósent.

Samkvæmd heimildum Stundarinnar leggur samninganefnd flugfreyja ekki trú á að yfirlýsing Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, frá því fyrr í morgun, um að fyrirtækið hafi ekki átt í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings um störf flugfreyja og flugþjóna, eigi við rök að styðjast.

Í færslu sem Bogi birti í dag í lokuðum hópi og Stundin hefur undir höndum segir að Icelandair hafi í fyrradag lagt fram tilboð sem í raun hafi verið lokatilboð. Það hafi verið ítrekað á samningafundi í morgun, með eftirgjöf í ákveðnum málum, svo sem hækkun á öll grunnlaun auk annars. Saminganefnd Flugfreyjufélagsins hafi hins vegar hafnað tilboðinu og einni beiðni Icelandair um að það yrði borið undir atkvæða félagsmanna.

Færsla BogaBogi segir lokatilboð Icelandair hafa verið ítrekað í morgun en því hafnað.

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, vísar í tilkynningu Icelandair á Twitter. „Það er miklu þyngra en tárum taki ef fullkomið skilningsleysi á algjörum tekjubresti og óvissu hjá einu stærsta fyrirtæki landsins og hryggjarstykkis í stærstu atvinnugreininni verður til þess að það geti ekki náð vopnum sínum,“ skrifar hann.

Aðspurður hvort hann eigi við flugþjóna þegar hann talar um „fullkomið skilningsleysi“ segir hann svo vera. „Það virðist vera og þeirra stuðningsfólks. Blasir við að það er líklegt að valkosturinn engin laun hafi verið valinn í staðinn fyrir skert laun. Vilt þú setja 30 milljarða í flugfélag í harðri samkeppni sem býr við mun hærri kostnað en samkeppnisaðilarnir?“

„Blasir við að það er líklegt að valkosturinn engin laun hafi verið valinn í staðinn fyrir skert laun“

Samningar við flugmenn og flugvirkja hafa náðst en Flugfreyjufélag Íslands hefur hafnað tilboði Icelandair. Telur fyrirtækið að ólíklegt sé að árangur náist í viðræðunum. „Fyrirtækið mun meta alla mögulega kosti áður en næstu skref verða tekin,“ segir í tilkynningunni.

Flugþjónar hafa verið samningslausir í eitt og hálft ár. Að mati Flugfreyjufélagsins hefur félagið komið verulega til móts við Icelandair vegna stöðunnar og boðið fram tilslakanir. Í fjölmiðlum í dag var sagt að Icelandair skoði að semja fram hjá félaginu við nýtt stéttarfélag flugþjóna, en því hefur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, neitað.

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sendi frá sér tilkynningu vegna fréttaflutningsins í dag. „Þessar vangaveltur eru settar fram á mjög viðkvæmu stigi samningaviðræðna og virðist tilgangurinn sá einn að hafa áhrif á starfsemi FFÍ og reka fleyg í samstöðu félagsmanna,“ segir í tilkynningunni.

„Þetta er ekki flugfélagið okkar allra sem býður okkur velkomin heim“

„Framganga Icelandair í samningaviðræðum við flugfreyjur hefur verið með ólíkindum og er til þess fallin að draga úr almennu trausti í garð þessa rótgróna flugfélags,“ er haft eftir Drífu Snædal, forseta ASÍ. „Þetta er ekki flugfélagið okkar allra sem býður okkur velkomin heim. Við munum ekki sætta okkur við aðferðir sem á ensku eru kallaðar union busting og ganga út á að grafa undan samstöðu launafólks og eyðileggja verkalýðsfélög. Verkalýðshreyfingin mun ekki sitja með hendur í skauti andspænis slíkum aðgerðum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár