Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir „fullkomið skilningsleysi“ hjá flugþjónum

Kon­ráð S. Guð­jóns­son, hag­fræð­ing­ur Við­skipta­ráðs, seg­ir flug­þjóna kjósa frek­ar eng­in laun en skert laun. Ekki sé hægt að setja pen­inga í flug­fé­lag með hærri kostn­að en sam­keppn­is­að­il­ar. For­stjóri Icelanda­ir seg­ir flug­þjóna hafa hafn­að loka­til­boði, en for­seti ASÍ seg­ir fram­göngu fyr­ir­tæk­is­ins með ólík­ind­um.

Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir „fullkomið skilningsleysi“ hjá flugþjónum
Konráð S. Guðjónsson Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir flugþjóna frekar kjósa engin laun en skert laun.

Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að „fullkomið skilningsleysi“ valdi því að Flugfreyjufélag Íslands mæti ekki kröfum Icelandair. Tilboð fyrirtækisins felur í sér tugprósenta launalækkanir og skerðingu á réttindum til frambúðar að mati flugþjóna.

Icelandair sendi frá sér tilkynningu í dag varðandi stöðu viðræðna við Flugfreyjufélagið. Langtímasamningar við stéttarfélög eru forsenda þess að fjárhagsleg endurskipulagning félagsins nái fram að ganga. Flugfreyjufélagið hafnaði einróma tilboði Icelandair 10. maí sem fól í sér launaskerðingu upp á 18 til 35 prósent.

Samkvæmd heimildum Stundarinnar leggur samninganefnd flugfreyja ekki trú á að yfirlýsing Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, frá því fyrr í morgun, um að fyrirtækið hafi ekki átt í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings um störf flugfreyja og flugþjóna, eigi við rök að styðjast.

Í færslu sem Bogi birti í dag í lokuðum hópi og Stundin hefur undir höndum segir að Icelandair hafi í fyrradag lagt fram tilboð sem í raun hafi verið lokatilboð. Það hafi verið ítrekað á samningafundi í morgun, með eftirgjöf í ákveðnum málum, svo sem hækkun á öll grunnlaun auk annars. Saminganefnd Flugfreyjufélagsins hafi hins vegar hafnað tilboðinu og einni beiðni Icelandair um að það yrði borið undir atkvæða félagsmanna.

Færsla BogaBogi segir lokatilboð Icelandair hafa verið ítrekað í morgun en því hafnað.

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, vísar í tilkynningu Icelandair á Twitter. „Það er miklu þyngra en tárum taki ef fullkomið skilningsleysi á algjörum tekjubresti og óvissu hjá einu stærsta fyrirtæki landsins og hryggjarstykkis í stærstu atvinnugreininni verður til þess að það geti ekki náð vopnum sínum,“ skrifar hann.

Aðspurður hvort hann eigi við flugþjóna þegar hann talar um „fullkomið skilningsleysi“ segir hann svo vera. „Það virðist vera og þeirra stuðningsfólks. Blasir við að það er líklegt að valkosturinn engin laun hafi verið valinn í staðinn fyrir skert laun. Vilt þú setja 30 milljarða í flugfélag í harðri samkeppni sem býr við mun hærri kostnað en samkeppnisaðilarnir?“

„Blasir við að það er líklegt að valkosturinn engin laun hafi verið valinn í staðinn fyrir skert laun“

Samningar við flugmenn og flugvirkja hafa náðst en Flugfreyjufélag Íslands hefur hafnað tilboði Icelandair. Telur fyrirtækið að ólíklegt sé að árangur náist í viðræðunum. „Fyrirtækið mun meta alla mögulega kosti áður en næstu skref verða tekin,“ segir í tilkynningunni.

Flugþjónar hafa verið samningslausir í eitt og hálft ár. Að mati Flugfreyjufélagsins hefur félagið komið verulega til móts við Icelandair vegna stöðunnar og boðið fram tilslakanir. Í fjölmiðlum í dag var sagt að Icelandair skoði að semja fram hjá félaginu við nýtt stéttarfélag flugþjóna, en því hefur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, neitað.

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sendi frá sér tilkynningu vegna fréttaflutningsins í dag. „Þessar vangaveltur eru settar fram á mjög viðkvæmu stigi samningaviðræðna og virðist tilgangurinn sá einn að hafa áhrif á starfsemi FFÍ og reka fleyg í samstöðu félagsmanna,“ segir í tilkynningunni.

„Þetta er ekki flugfélagið okkar allra sem býður okkur velkomin heim“

„Framganga Icelandair í samningaviðræðum við flugfreyjur hefur verið með ólíkindum og er til þess fallin að draga úr almennu trausti í garð þessa rótgróna flugfélags,“ er haft eftir Drífu Snædal, forseta ASÍ. „Þetta er ekki flugfélagið okkar allra sem býður okkur velkomin heim. Við munum ekki sætta okkur við aðferðir sem á ensku eru kallaðar union busting og ganga út á að grafa undan samstöðu launafólks og eyðileggja verkalýðsfélög. Verkalýðshreyfingin mun ekki sitja með hendur í skauti andspænis slíkum aðgerðum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár