Spurningaþraut 24: Eina ríkið í heiminum sem heitir eftir konu, og fleira

Spurningaþraut 24: Eina ríkið í heiminum sem heitir eftir konu, og fleira

24. spurningaþrautin er mætt.

Aukaspurning 1: Úr hvaða sjónvarpsþætti er myndin hér að ofan?

Aukaspurning 2:  Hvað heitir hundategundin á myndinni hér að neðan?

1.   Ainú kallast frumbyggjar á tilteknu svæði. Ainú-menn eru nú tiltölulega fáir og lítt þekktir, en í hvaða landi búa þeir?

2.   Stúlka ein hét Angela eða „Geli“ Raubal og er því miður þekktust fyrir að hafa svipt sig lífi. En hver var hún?

3.   Í hvaða skáldsögu Halldórs Laxness kemur fyrir persónan Organistinn?

4.   Furðu mörg ríki í veröldinni heita eftir fólki, en þar á meðal er aðeins eitt sem heitir eftir konu. Hvaða ríki er það?

5.   Auður djúpúðga nefndist landnámskona ein, samvæmt fornum sögum. Hún var kristin og þótti bæði vitur og væn. En í sumum heimildum er hún ekki nefnd Auður, heldur öðru nafni. Hvað er það?

6.   Hver skrifaði hinar svonefndu „Fimm-bækur“?

7.  Hver hlaut fyrr á árinu Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk karla?

8.  Hver skrifaði fyrir fáeinum árum skáldsögu sem mæltist vel fyrir, hét Eyland og fjallaði um það þegar allt samband Íslands við umheiminn rofnaði með dularfullum hætti?

9.  Hvað þýðir franski frasinn „c’est la vie“ (se-la-ví) sem oft er notaður í öðrum tungumálum?

10.  Alvarleg hungursneyð reið yfir Írland 1845 þegar uppskera á hvaða nytjajurt brást?

Svörin:

1.   Japan

2.   Náfrænka Adolfs Hitlers.

3.   Atómstöðinni.

4.   St.Lucia, eyríki í Karíbahafi.

5.   Unnur djúpúðga.

6.   Enid Blyton.

7.   Brad Pitt.

8.  Sigríður Hagalín.

9.   „Svona er lífið.“

10.   Kartöflu.

Svör við aukaspurningum:

Myndin efst er úr Breaking Bad.

Hvuttinn er hins vegar Stór-Dani.

Og hér eru spurningarnar frá í gær.

Hér er svo sú næsta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár