24. spurningaþrautin er mætt.
Aukaspurning 1: Úr hvaða sjónvarpsþætti er myndin hér að ofan?
Aukaspurning 2: Hvað heitir hundategundin á myndinni hér að neðan?
1. Ainú kallast frumbyggjar á tilteknu svæði. Ainú-menn eru nú tiltölulega fáir og lítt þekktir, en í hvaða landi búa þeir?
2. Stúlka ein hét Angela eða „Geli“ Raubal og er því miður þekktust fyrir að hafa svipt sig lífi. En hver var hún?
3. Í hvaða skáldsögu Halldórs Laxness kemur fyrir persónan Organistinn?
4. Furðu mörg ríki í veröldinni heita eftir fólki, en þar á meðal er aðeins eitt sem heitir eftir konu. Hvaða ríki er það?
5. Auður djúpúðga nefndist landnámskona ein, samvæmt fornum sögum. Hún var kristin og þótti bæði vitur og væn. En í sumum heimildum er hún ekki nefnd Auður, heldur öðru nafni. Hvað er það?
6. Hver skrifaði hinar svonefndu „Fimm-bækur“?
7. Hver hlaut fyrr á árinu Óskarsverðlaun fyrir aukahlutverk karla?
8. Hver skrifaði fyrir fáeinum árum skáldsögu sem mæltist vel fyrir, hét Eyland og fjallaði um það þegar allt samband Íslands við umheiminn rofnaði með dularfullum hætti?
9. Hvað þýðir franski frasinn „c’est la vie“ (se-la-ví) sem oft er notaður í öðrum tungumálum?
10. Alvarleg hungursneyð reið yfir Írland 1845 þegar uppskera á hvaða nytjajurt brást?

Svörin:
1. Japan
2. Náfrænka Adolfs Hitlers.
3. Atómstöðinni.
4. St.Lucia, eyríki í Karíbahafi.
5. Unnur djúpúðga.
6. Enid Blyton.
7. Brad Pitt.
8. Sigríður Hagalín.
9. „Svona er lífið.“
10. Kartöflu.
Svör við aukaspurningum:
Myndin efst er úr Breaking Bad.
Hvuttinn er hins vegar Stór-Dani.
Og hér eru spurningarnar frá í gær.
Hér er svo sú næsta.
Athugasemdir