Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dofri nemur dóttur sína á brott

Tíu ára göm­ul dótt­ir Dof­ra Her­manns­son­ar er horf­in móð­ur­fjöl­skyldu sinni. Stúlk­an er í jafnri for­sjá móð­ur og föð­ur og átti að snúa aft­ur til móð­ur sinn­ar fyr­ir fjór­um dög­um. Dof­ri er formað­ur Fé­lags um for­eldra­jafn­rétti, sem berst fyr­ir jafnri um­gengni for­eldra við börn sín.

Dofri nemur dóttur sína á brott

Barnavernd Reykjavíkur hefur óskað eftir upplýsingum frá Dofra Hermannsyni varðandi hvar hann heldur til með tíu ára gamla dóttur sína, sem átti að fara aftur til móður sinnar síðastliðinn föstudag. Dofri er formaður Félags um foreldrajafnrétti, sem berst fyrir jafnri umgengni foreldra, og er meðlimur í Jafnréttisráði sem er ráðgefandi fyrir ráðherra í jafnréttismálum.

Barnið er með lögheimili hjá móður sinni en er hjá föður sínum aðra hverja viku. Móðir stúlkunnar, systur hennar tvær og stjúpfaðir hafa því ekki séð hana eða heyrt af því hvar hún er niðurkomin í fjóra daga, þótt hún ætti að vera á heimili þeirra. Stúlkan mætti hvorki til skóla í dag né á föstudag.

Þetta staðfestir systir stúlkunnar, Katrín Arndísardóttir, fyrrverandi stjúpdóttir Dofra. „Við höfum miklar áhyggjur af henni, því við teljum að hún sé í mjög erfiðum aðstæðum,“ segir Katrín. „Við erum miður okkar.“ 

Sakar móður barnsins um ofbeldi

Á föstudag sendi Dofri barnsmóður sinni bréf þar sem hann ásakaði hana um að beita dóttur þeirra ofbeldi og kvaðst ekki ætla að senda hana aftur inn á heimilið. Sagði hann alla fjölskylduna; barnsmóður sína, eiginmann hennar og tvær uppkomnar dætur, þær Katrínu og Kolfinnu Arndísardóttur, beita sér gegn yngstu dóttur sinni. 

Dofri staðfesti í samtali við Stundina að hann hefði ekki í hyggju að senda dóttur sína aftur til móður sinnar, en neitaði að tjá sig opinberlega um málið. Lagðist hann eindregið gegn umfjöllun á þeim forsendum að það væri barninu fyrir bestu að greina ekki frá aðstæðum. 

 „Við höfum miklar áhyggjur af henni“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa engar tilkynningar borist yfirvöldum varðandi meint ofbeldi móðurinnar fram til þessa. Áður hefur hann sakað barnsmóður sína um að beita sig ofbeldi og eitra fyrir samskiptum hans við börnin. Hefur hann byggt baráttu sína fyrir foreldrajafnrétti á því og kenningum um hollustuklemmu, foreldrafirringu og foreldraútilokun. 

Síðast þann 2. maí tjáði Dofri sig í viðtali við Kvennablaðið um þessi mál og þar sagði hann meðal annars að það væri eins og barninu hans hefði verið rænt. „Ég veit ekki hvort það er hægt að lýsa þessu fyrir fólki sem hefur ekki lent í þessu en það er eins og barninu manns hafi verið rænt og öllum sé sama,“ sagði Dofri þar. Foreldraútilokun væri ofbeldi sem væri mikilvægt að ræða: „Þetta er grafalvarlegt ofbeldi sem er að eyðileggja líf fjölda fólks á hverjum einasta degi.“

Dætur hans stigu fram 

Bréf Dofra barst nokkrum dögum eftir að fyrrverandi stjúpdóttir hans og dóttir, þær Katrín og Kolfinna Arndísardóttir, stigu fram og greindu frá ástæðum þess að þær slitu samskiptum við hann. Þar sögðu þær rangt að móðir þeirra hefði eitrað hug þeirra, þær hefðu sjálfar tekið ákvörðun um að hafna frekari samskiptum við föður sinn eftir að hann sýndi mikið markaleysi gagnvart þeim og lýstu andlegu ofbeldi, gaslýsingu og ofríki af hans hálfu.

Dæturnar tvær, sem nú eru 21 árs og 28 ára, sögðu hann markvisst hafa unnið að því að sverta móður þeirra og grafa undan samskiptum þeirra við hana, meðal annars með því að saka hana um geðveiki, ofbeldi og ofríki í aðdraganda skilnaðarins og eftir hann. Greindu þær meðal annars frá því að fjölskyldan hefði óskað eftir nálgunarbanni vegna framgöngu hans eftir að þær ákváðu að slíta samskiptum við hann, en því hefði verið hafnað. Fjölskyldunni hafi ekki verið talin stafa ógn af honum, þar sem engin saga var um líkamlegt ofbeldi. 

Dofri neitaði að bregðast við fyrirspurn Stundarinnar vegna viðtalsins, en sendi frá sér yfirlýsingu eftir að viðtalið birtist þar sem hann fór fram á að byggja upp samskiptin við dætur sínar á ný.  Þær höfðu hins vegar beðið hann um að hætta og láta sig í friði. 

Nýtur stuðnings félagsins 

Daginn áður en Dofri skilaði dóttur sinni ekki aftur heim til móður sinnar bárust tvær yfirlýsingar frá Félagi um foreldrajafnrétti.

Í fyrri yfirlýsingunni voru gerðar „alvarlegar athugasemdir“ við fréttaflutning Stundarinnar um foreldraútilokun. Í seinni yfirlýsingu var lýst yfir stuðningi við Dofra í kjölfar viðtalsins við dóttur hans og stjúpdóttur, sem varaformaður félagsins skilgreindi sem „árásir“ dætra Dofra gegn föður sínum. 

Félag um foreldrajafnrétti hefur meðal annars lagt áherslu á að ná fram samþykkt svokallaðs tálmunarfrumvarps á Alþingi, sem gera myndi tálmun á umgengni refsiverða. Verði frumvarpið samþykkt mun tálmun á umgengni varða allt að fimm ára fangelsi fyrir það foreldri sem sviptir hitt umgengni við barnið sitt. 

Dofri hefur nú verið tilkynntur til barnaverndar- og lögregluyfirvalda vegna málsins, segir Katrín, meðal annars af henni. „Við treystum því að málið verði leyst farsællega af barnaverndaryfirvöldum,“ segir hún. 

Hann hefur hins vegar neitað að veita upplýsingar um það hvar hann er staddur á landinu og hvenær hann hyggst skila dóttur sinni aftur heim til móður sinnar. 

Dofri hefur nú sent frá sér yfirlýsingu til birtingar í Kvennablaðinu, þar sem hann sakar fjölskyldu stúlkunnar, þar á meðal dóttur sína og stjúpdóttur, um ofbeldi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár