Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dofri nemur dóttur sína á brott

Tíu ára göm­ul dótt­ir Dof­ra Her­manns­son­ar er horf­in móð­ur­fjöl­skyldu sinni. Stúlk­an er í jafnri for­sjá móð­ur og föð­ur og átti að snúa aft­ur til móð­ur sinn­ar fyr­ir fjór­um dög­um. Dof­ri er formað­ur Fé­lags um for­eldra­jafn­rétti, sem berst fyr­ir jafnri um­gengni for­eldra við börn sín.

Dofri nemur dóttur sína á brott

Barnavernd Reykjavíkur hefur óskað eftir upplýsingum frá Dofra Hermannsyni varðandi hvar hann heldur til með tíu ára gamla dóttur sína, sem átti að fara aftur til móður sinnar síðastliðinn föstudag. Dofri er formaður Félags um foreldrajafnrétti, sem berst fyrir jafnri umgengni foreldra, og er meðlimur í Jafnréttisráði sem er ráðgefandi fyrir ráðherra í jafnréttismálum.

Barnið er með lögheimili hjá móður sinni en er hjá föður sínum aðra hverja viku. Móðir stúlkunnar, systur hennar tvær og stjúpfaðir hafa því ekki séð hana eða heyrt af því hvar hún er niðurkomin í fjóra daga, þótt hún ætti að vera á heimili þeirra. Stúlkan mætti hvorki til skóla í dag né á föstudag.

Þetta staðfestir systir stúlkunnar, Katrín Arndísardóttir, fyrrverandi stjúpdóttir Dofra. „Við höfum miklar áhyggjur af henni, því við teljum að hún sé í mjög erfiðum aðstæðum,“ segir Katrín. „Við erum miður okkar.“ 

Sakar móður barnsins um ofbeldi

Á föstudag sendi Dofri barnsmóður sinni bréf þar sem hann ásakaði hana um að beita dóttur þeirra ofbeldi og kvaðst ekki ætla að senda hana aftur inn á heimilið. Sagði hann alla fjölskylduna; barnsmóður sína, eiginmann hennar og tvær uppkomnar dætur, þær Katrínu og Kolfinnu Arndísardóttur, beita sér gegn yngstu dóttur sinni. 

Dofri staðfesti í samtali við Stundina að hann hefði ekki í hyggju að senda dóttur sína aftur til móður sinnar, en neitaði að tjá sig opinberlega um málið. Lagðist hann eindregið gegn umfjöllun á þeim forsendum að það væri barninu fyrir bestu að greina ekki frá aðstæðum. 

 „Við höfum miklar áhyggjur af henni“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa engar tilkynningar borist yfirvöldum varðandi meint ofbeldi móðurinnar fram til þessa. Áður hefur hann sakað barnsmóður sína um að beita sig ofbeldi og eitra fyrir samskiptum hans við börnin. Hefur hann byggt baráttu sína fyrir foreldrajafnrétti á því og kenningum um hollustuklemmu, foreldrafirringu og foreldraútilokun. 

Síðast þann 2. maí tjáði Dofri sig í viðtali við Kvennablaðið um þessi mál og þar sagði hann meðal annars að það væri eins og barninu hans hefði verið rænt. „Ég veit ekki hvort það er hægt að lýsa þessu fyrir fólki sem hefur ekki lent í þessu en það er eins og barninu manns hafi verið rænt og öllum sé sama,“ sagði Dofri þar. Foreldraútilokun væri ofbeldi sem væri mikilvægt að ræða: „Þetta er grafalvarlegt ofbeldi sem er að eyðileggja líf fjölda fólks á hverjum einasta degi.“

Dætur hans stigu fram 

Bréf Dofra barst nokkrum dögum eftir að fyrrverandi stjúpdóttir hans og dóttir, þær Katrín og Kolfinna Arndísardóttir, stigu fram og greindu frá ástæðum þess að þær slitu samskiptum við hann. Þar sögðu þær rangt að móðir þeirra hefði eitrað hug þeirra, þær hefðu sjálfar tekið ákvörðun um að hafna frekari samskiptum við föður sinn eftir að hann sýndi mikið markaleysi gagnvart þeim og lýstu andlegu ofbeldi, gaslýsingu og ofríki af hans hálfu.

Dæturnar tvær, sem nú eru 21 árs og 28 ára, sögðu hann markvisst hafa unnið að því að sverta móður þeirra og grafa undan samskiptum þeirra við hana, meðal annars með því að saka hana um geðveiki, ofbeldi og ofríki í aðdraganda skilnaðarins og eftir hann. Greindu þær meðal annars frá því að fjölskyldan hefði óskað eftir nálgunarbanni vegna framgöngu hans eftir að þær ákváðu að slíta samskiptum við hann, en því hefði verið hafnað. Fjölskyldunni hafi ekki verið talin stafa ógn af honum, þar sem engin saga var um líkamlegt ofbeldi. 

Dofri neitaði að bregðast við fyrirspurn Stundarinnar vegna viðtalsins, en sendi frá sér yfirlýsingu eftir að viðtalið birtist þar sem hann fór fram á að byggja upp samskiptin við dætur sínar á ný.  Þær höfðu hins vegar beðið hann um að hætta og láta sig í friði. 

Nýtur stuðnings félagsins 

Daginn áður en Dofri skilaði dóttur sinni ekki aftur heim til móður sinnar bárust tvær yfirlýsingar frá Félagi um foreldrajafnrétti.

Í fyrri yfirlýsingunni voru gerðar „alvarlegar athugasemdir“ við fréttaflutning Stundarinnar um foreldraútilokun. Í seinni yfirlýsingu var lýst yfir stuðningi við Dofra í kjölfar viðtalsins við dóttur hans og stjúpdóttur, sem varaformaður félagsins skilgreindi sem „árásir“ dætra Dofra gegn föður sínum. 

Félag um foreldrajafnrétti hefur meðal annars lagt áherslu á að ná fram samþykkt svokallaðs tálmunarfrumvarps á Alþingi, sem gera myndi tálmun á umgengni refsiverða. Verði frumvarpið samþykkt mun tálmun á umgengni varða allt að fimm ára fangelsi fyrir það foreldri sem sviptir hitt umgengni við barnið sitt. 

Dofri hefur nú verið tilkynntur til barnaverndar- og lögregluyfirvalda vegna málsins, segir Katrín, meðal annars af henni. „Við treystum því að málið verði leyst farsællega af barnaverndaryfirvöldum,“ segir hún. 

Hann hefur hins vegar neitað að veita upplýsingar um það hvar hann er staddur á landinu og hvenær hann hyggst skila dóttur sinni aftur heim til móður sinnar. 

Dofri hefur nú sent frá sér yfirlýsingu til birtingar í Kvennablaðinu, þar sem hann sakar fjölskyldu stúlkunnar, þar á meðal dóttur sína og stjúpdóttur, um ofbeldi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár