Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dofri nemur dóttur sína á brott

Tíu ára göm­ul dótt­ir Dof­ra Her­manns­son­ar er horf­in móð­ur­fjöl­skyldu sinni. Stúlk­an er í jafnri for­sjá móð­ur og föð­ur og átti að snúa aft­ur til móð­ur sinn­ar fyr­ir fjór­um dög­um. Dof­ri er formað­ur Fé­lags um for­eldra­jafn­rétti, sem berst fyr­ir jafnri um­gengni for­eldra við börn sín.

Dofri nemur dóttur sína á brott

Barnavernd Reykjavíkur hefur óskað eftir upplýsingum frá Dofra Hermannsyni varðandi hvar hann heldur til með tíu ára gamla dóttur sína, sem átti að fara aftur til móður sinnar síðastliðinn föstudag. Dofri er formaður Félags um foreldrajafnrétti, sem berst fyrir jafnri umgengni foreldra, og er meðlimur í Jafnréttisráði sem er ráðgefandi fyrir ráðherra í jafnréttismálum.

Barnið er með lögheimili hjá móður sinni en er hjá föður sínum aðra hverja viku. Móðir stúlkunnar, systur hennar tvær og stjúpfaðir hafa því ekki séð hana eða heyrt af því hvar hún er niðurkomin í fjóra daga, þótt hún ætti að vera á heimili þeirra. Stúlkan mætti hvorki til skóla í dag né á föstudag.

Þetta staðfestir systir stúlkunnar, Katrín Arndísardóttir, fyrrverandi stjúpdóttir Dofra. „Við höfum miklar áhyggjur af henni, því við teljum að hún sé í mjög erfiðum aðstæðum,“ segir Katrín. „Við erum miður okkar.“ 

Sakar móður barnsins um ofbeldi

Á föstudag sendi Dofri barnsmóður sinni bréf þar sem hann ásakaði hana um að beita dóttur þeirra ofbeldi og kvaðst ekki ætla að senda hana aftur inn á heimilið. Sagði hann alla fjölskylduna; barnsmóður sína, eiginmann hennar og tvær uppkomnar dætur, þær Katrínu og Kolfinnu Arndísardóttur, beita sér gegn yngstu dóttur sinni. 

Dofri staðfesti í samtali við Stundina að hann hefði ekki í hyggju að senda dóttur sína aftur til móður sinnar, en neitaði að tjá sig opinberlega um málið. Lagðist hann eindregið gegn umfjöllun á þeim forsendum að það væri barninu fyrir bestu að greina ekki frá aðstæðum. 

 „Við höfum miklar áhyggjur af henni“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hafa engar tilkynningar borist yfirvöldum varðandi meint ofbeldi móðurinnar fram til þessa. Áður hefur hann sakað barnsmóður sína um að beita sig ofbeldi og eitra fyrir samskiptum hans við börnin. Hefur hann byggt baráttu sína fyrir foreldrajafnrétti á því og kenningum um hollustuklemmu, foreldrafirringu og foreldraútilokun. 

Síðast þann 2. maí tjáði Dofri sig í viðtali við Kvennablaðið um þessi mál og þar sagði hann meðal annars að það væri eins og barninu hans hefði verið rænt. „Ég veit ekki hvort það er hægt að lýsa þessu fyrir fólki sem hefur ekki lent í þessu en það er eins og barninu manns hafi verið rænt og öllum sé sama,“ sagði Dofri þar. Foreldraútilokun væri ofbeldi sem væri mikilvægt að ræða: „Þetta er grafalvarlegt ofbeldi sem er að eyðileggja líf fjölda fólks á hverjum einasta degi.“

Dætur hans stigu fram 

Bréf Dofra barst nokkrum dögum eftir að fyrrverandi stjúpdóttir hans og dóttir, þær Katrín og Kolfinna Arndísardóttir, stigu fram og greindu frá ástæðum þess að þær slitu samskiptum við hann. Þar sögðu þær rangt að móðir þeirra hefði eitrað hug þeirra, þær hefðu sjálfar tekið ákvörðun um að hafna frekari samskiptum við föður sinn eftir að hann sýndi mikið markaleysi gagnvart þeim og lýstu andlegu ofbeldi, gaslýsingu og ofríki af hans hálfu.

Dæturnar tvær, sem nú eru 21 árs og 28 ára, sögðu hann markvisst hafa unnið að því að sverta móður þeirra og grafa undan samskiptum þeirra við hana, meðal annars með því að saka hana um geðveiki, ofbeldi og ofríki í aðdraganda skilnaðarins og eftir hann. Greindu þær meðal annars frá því að fjölskyldan hefði óskað eftir nálgunarbanni vegna framgöngu hans eftir að þær ákváðu að slíta samskiptum við hann, en því hefði verið hafnað. Fjölskyldunni hafi ekki verið talin stafa ógn af honum, þar sem engin saga var um líkamlegt ofbeldi. 

Dofri neitaði að bregðast við fyrirspurn Stundarinnar vegna viðtalsins, en sendi frá sér yfirlýsingu eftir að viðtalið birtist þar sem hann fór fram á að byggja upp samskiptin við dætur sínar á ný.  Þær höfðu hins vegar beðið hann um að hætta og láta sig í friði. 

Nýtur stuðnings félagsins 

Daginn áður en Dofri skilaði dóttur sinni ekki aftur heim til móður sinnar bárust tvær yfirlýsingar frá Félagi um foreldrajafnrétti.

Í fyrri yfirlýsingunni voru gerðar „alvarlegar athugasemdir“ við fréttaflutning Stundarinnar um foreldraútilokun. Í seinni yfirlýsingu var lýst yfir stuðningi við Dofra í kjölfar viðtalsins við dóttur hans og stjúpdóttur, sem varaformaður félagsins skilgreindi sem „árásir“ dætra Dofra gegn föður sínum. 

Félag um foreldrajafnrétti hefur meðal annars lagt áherslu á að ná fram samþykkt svokallaðs tálmunarfrumvarps á Alþingi, sem gera myndi tálmun á umgengni refsiverða. Verði frumvarpið samþykkt mun tálmun á umgengni varða allt að fimm ára fangelsi fyrir það foreldri sem sviptir hitt umgengni við barnið sitt. 

Dofri hefur nú verið tilkynntur til barnaverndar- og lögregluyfirvalda vegna málsins, segir Katrín, meðal annars af henni. „Við treystum því að málið verði leyst farsællega af barnaverndaryfirvöldum,“ segir hún. 

Hann hefur hins vegar neitað að veita upplýsingar um það hvar hann er staddur á landinu og hvenær hann hyggst skila dóttur sinni aftur heim til móður sinnar. 

Dofri hefur nú sent frá sér yfirlýsingu til birtingar í Kvennablaðinu, þar sem hann sakar fjölskyldu stúlkunnar, þar á meðal dóttur sína og stjúpdóttur, um ofbeldi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
5
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár