Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Brynjar vill vita um kostnað við fyrirspurnir Pírata

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, spyr alla ráð­herra hver kostn­að­ur ráðu­neyta hafi ver­ið við að svara fyr­ir­spurn­um Pírata.

Brynjar vill vita um kostnað við fyrirspurnir Pírata
Brynjar Níelsson Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill vita um kostnað við fyrirspurnir Pírata. Mynd: Pressphotos

Tíu fyrirspurnum Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, var dreift á Alþingi í dag. Beinir hann fyrirspurnum sínum til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar og vill vita hver kostnaður ráðuneytanna hafi verið af því að svara fyrirspurnum frá þingmönnum Pírata.

Brynjar hefur verið gagnrýninn á stjórnmál Pírata og segir þá kæfa þingið í fyrirspurnum. Fyrirspurn hans nú til ráðherranna tíu er í þremur liðum. „Hversu margir starfsmenn ráðuneytisins koma að því að undirbúa skrifleg svör við fyrirspurnum þingmanna og hver er áætlaður heildarfjöldi vinnustunda sem í það hefur farið árlega síðastliðin fimm ár?“ spyr hann í fyrsta lagi.

Þá spyr Brynjar um heildarkostnað ráðuneytanna við skrifleg svör við fyrirspurnum frá þingflokki Pírata á yfirstandandi þingi og hversu margar vinnustundir starfsmanna hafi farið í að svara þeim. „Hvað eru fyrirspurnir til skriflegs svars frá hverjum þingmanni í þingflokki Pírata hátt hlutfall slíkra fyrirspurna til ráðherra?“ spyr hann að lokum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár