Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Brynjar vill vita um kostnað við fyrirspurnir Pírata

Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, spyr alla ráð­herra hver kostn­að­ur ráðu­neyta hafi ver­ið við að svara fyr­ir­spurn­um Pírata.

Brynjar vill vita um kostnað við fyrirspurnir Pírata
Brynjar Níelsson Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill vita um kostnað við fyrirspurnir Pírata. Mynd: Pressphotos

Tíu fyrirspurnum Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, var dreift á Alþingi í dag. Beinir hann fyrirspurnum sínum til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar og vill vita hver kostnaður ráðuneytanna hafi verið af því að svara fyrirspurnum frá þingmönnum Pírata.

Brynjar hefur verið gagnrýninn á stjórnmál Pírata og segir þá kæfa þingið í fyrirspurnum. Fyrirspurn hans nú til ráðherranna tíu er í þremur liðum. „Hversu margir starfsmenn ráðuneytisins koma að því að undirbúa skrifleg svör við fyrirspurnum þingmanna og hver er áætlaður heildarfjöldi vinnustunda sem í það hefur farið árlega síðastliðin fimm ár?“ spyr hann í fyrsta lagi.

Þá spyr Brynjar um heildarkostnað ráðuneytanna við skrifleg svör við fyrirspurnum frá þingflokki Pírata á yfirstandandi þingi og hversu margar vinnustundir starfsmanna hafi farið í að svara þeim. „Hvað eru fyrirspurnir til skriflegs svars frá hverjum þingmanni í þingflokki Pírata hátt hlutfall slíkra fyrirspurna til ráðherra?“ spyr hann að lokum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár