Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Spurningaþraut 22: Lof mér að falla, og reykvískur sundstaður

Spurningaþraut 22: Lof mér að falla, og reykvískur sundstaður

22. spurningaþrautin er svona:

Fyrst aukaspurningar eru tvær eins og vanalega:

Á myndinni hér að ofan má sjá aðstandendur leiksýningar eða öllu heldur söngleiks í Þjóðleikhúsinu. Stykkið var sett upp fyrir fjórum árum. Hvað skyldi þessi söngleikur hafa heitið?

Og anddyri hvaða sundstaðar í Reykjavík má sjá á myndinni milli spurninga og svara?

Og aðalspurningarnar tíu:

1.   Asjoka hét keisari einn grimmur sem réði víðlendu ríki sem nefnt er eftir ætt hans Máría. Hann er ekki síst merkilegur fyrir þá sök að eftir að hann barði niður með ofsalegu ofbeldi uppreisn gegn sér, þá blöskraði honum blóðbaðið, sneri alveg við blaðinu og gerðist mildur og sáttfús. Hvað heitir nú það land þar sem Asjoka ríkti í Máría?

2.   Hver er nú forsætisráðherra Svíþjóðar?

3.  Fyrir nokkrum árum var frumsýnd hér á landi „Lof mér að falla“ sem þótti firnasterk en átakanleg kvikmynd um örlög fólks sem ánetjast fíkniefnadjöflinum. Hver leikstýrði henni?

4.   Árið 1980 varð gríðarlegt eldgos í fjalli einu í Washington-ríki Bandaríkjanna þegar toppurinn á fjallinu beinlínis sundraðist og mikið gosefnaflóð steyptist niður hlíðarnar. Hvað hét fjallið?

5.   Hvað heitir stærsti þéttbýlisstaður Skagafjarðar?

6.   Hvaða persóna í Múmíndal er með gullhring á fæti?

7.   „Hljóðs bið eg allar / helgar kindir, / meiri og minni / mögu Heimdallar.“ Hvaða kvæði hefst svo?

8.   Með hvaða mektarkonu átti Júlíus Caesar soninn Caesarion?

9.  Hversu margar Facebook-vini er leyfilegt að eiga?

10.  Við hvaða fljót stendur Vínarborg?

Þá er að vinda sér í svörin:

1. Indlandi.

2. Stefan Löfven.

3. Baldvin Z.

4. St.Helens.

5. Sauðárkrókur.

6. Snorkstelpan.

7. Völuspæa

8. Kleópötru drottningu í Egiftalandi.

9. 5.000.

10. Dóná.

Og svörin við aukaspurningunum eru þessi:

Söngleikurinn var Djöflaeyjan eftir sögum Einars Kárasonar.

Sundlaugin er Árbæjarlaug.

Þá eru hérna spurningarnar frá í gær.

En þær næstu hérna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár