Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 22: Lof mér að falla, og reykvískur sundstaður

Spurningaþraut 22: Lof mér að falla, og reykvískur sundstaður

22. spurningaþrautin er svona:

Fyrst aukaspurningar eru tvær eins og vanalega:

Á myndinni hér að ofan má sjá aðstandendur leiksýningar eða öllu heldur söngleiks í Þjóðleikhúsinu. Stykkið var sett upp fyrir fjórum árum. Hvað skyldi þessi söngleikur hafa heitið?

Og anddyri hvaða sundstaðar í Reykjavík má sjá á myndinni milli spurninga og svara?

Og aðalspurningarnar tíu:

1.   Asjoka hét keisari einn grimmur sem réði víðlendu ríki sem nefnt er eftir ætt hans Máría. Hann er ekki síst merkilegur fyrir þá sök að eftir að hann barði niður með ofsalegu ofbeldi uppreisn gegn sér, þá blöskraði honum blóðbaðið, sneri alveg við blaðinu og gerðist mildur og sáttfús. Hvað heitir nú það land þar sem Asjoka ríkti í Máría?

2.   Hver er nú forsætisráðherra Svíþjóðar?

3.  Fyrir nokkrum árum var frumsýnd hér á landi „Lof mér að falla“ sem þótti firnasterk en átakanleg kvikmynd um örlög fólks sem ánetjast fíkniefnadjöflinum. Hver leikstýrði henni?

4.   Árið 1980 varð gríðarlegt eldgos í fjalli einu í Washington-ríki Bandaríkjanna þegar toppurinn á fjallinu beinlínis sundraðist og mikið gosefnaflóð steyptist niður hlíðarnar. Hvað hét fjallið?

5.   Hvað heitir stærsti þéttbýlisstaður Skagafjarðar?

6.   Hvaða persóna í Múmíndal er með gullhring á fæti?

7.   „Hljóðs bið eg allar / helgar kindir, / meiri og minni / mögu Heimdallar.“ Hvaða kvæði hefst svo?

8.   Með hvaða mektarkonu átti Júlíus Caesar soninn Caesarion?

9.  Hversu margar Facebook-vini er leyfilegt að eiga?

10.  Við hvaða fljót stendur Vínarborg?

Þá er að vinda sér í svörin:

1. Indlandi.

2. Stefan Löfven.

3. Baldvin Z.

4. St.Helens.

5. Sauðárkrókur.

6. Snorkstelpan.

7. Völuspæa

8. Kleópötru drottningu í Egiftalandi.

9. 5.000.

10. Dóná.

Og svörin við aukaspurningunum eru þessi:

Söngleikurinn var Djöflaeyjan eftir sögum Einars Kárasonar.

Sundlaugin er Árbæjarlaug.

Þá eru hérna spurningarnar frá í gær.

En þær næstu hérna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár