Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 21: Hver var Soselo og hver er saurinn?

Spurningaþraut 21: Hver var Soselo og hver er saurinn?

Tuttugasta og fyrsta spurningaþrautin, hér er hún nú komin.

Aukaspurningar eru tvær eins og vanalega:

Hver málaði málverkið litríka hér að ofan?

Og hver konan sem myndar hjartað svo elskuríkt?

En aðalspurningarnar tíu eru:

1.   Karlmaður nokkur sá ungur ástæðu til að taka sér dulnefni og er reyndar langfrægastur undir einu frekar hörkulegu dulnefni. En meðal þeirra sem hann notaði fyrst voru dulnefnin „Soselo“ og „Koba“. Hver er maðurinn?

2.   Hversu löng eru Hvalfjarðargöngin? Hér má skeika 300 metrum til eða frá.

3.   Hver var bassaleikari Stuðmanna og Þursaflokksins?

4.   Saurbæir eru margir á Íslandi. Hvað er talið að forskeytið „saur“ merki?

5.   Hver hefur verið Bandaríkjaforseti lengur en nokkur annar?

6.   Hvaða fyrirbæri er „Alpha Centauri“?

7.   Lag Daða Freys og Gagnamagnsins, „Think About Things“, náði sem kunnugt er ekki að vinna Eurovision formlega, þótt lagið hafi slegið ærlega í gegn. En hvað heitir íslensk útgáfa lagsins, sem flutt var á undan hinni ensku?

8.  Hvað hét japanski flotaforinginn er skipulagði og stýrði árásinni á Pearl Harbor í desember 1941?

9.   Hvað er serótónín?

10.   Kona nokkur fæddist árið 1913, lést árið 2005 og fékkst við ýmislegt um ævina. Hún er samt langsamlega frægust fyrir það sem hún gerði EKKI árið 1955, og varð bæði umdeild og dáð fyrir. Hvað hét þessi kona?

Og hér eru svörin:

1.   Stalín.

2.   5.770 metrar, eða 5,7 kílómetrar. Rétt telst því vera allt frá 5.470 til 6.070 metrar.

3.   Tómas Magnús Tómasson. Ekki er þó nauðsynlegt að nefna Magnús.

4.   Bleyta eða votlendi.

5.   Franklin D. Roosevelt.

6.   Sól, stjarna. Alpa Centauri er sú sól sem næst okkur er, en það þarftu ekki endilega að vita.

7.   „Gagnamagnið“.

8.   Yamamoto.

9.   Boðefni í heilanum/mannslíkamanum sem veldur vellíðan. Nóg er kalla það „efni“ en „vellíðan“ verður að koma fram eða eitthvað skylt fyrirbæri!

10.   Rosa Parks. Hún neitaði að standa upp fyrir hvítum farþega í strætisvagni, sem varð meiriháttar mál í réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna.

Svörin við aukaspurningunum:

Turner málaði málverkið „Stríðsskipið Temeraire“.

Konan er Lady Gaga.

Hér er svo næsta þraut á undan.

En hér sú næsta á eftir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár