Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Spurningaþraut 21: Hver var Soselo og hver er saurinn?

Spurningaþraut 21: Hver var Soselo og hver er saurinn?

Tuttugasta og fyrsta spurningaþrautin, hér er hún nú komin.

Aukaspurningar eru tvær eins og vanalega:

Hver málaði málverkið litríka hér að ofan?

Og hver konan sem myndar hjartað svo elskuríkt?

En aðalspurningarnar tíu eru:

1.   Karlmaður nokkur sá ungur ástæðu til að taka sér dulnefni og er reyndar langfrægastur undir einu frekar hörkulegu dulnefni. En meðal þeirra sem hann notaði fyrst voru dulnefnin „Soselo“ og „Koba“. Hver er maðurinn?

2.   Hversu löng eru Hvalfjarðargöngin? Hér má skeika 300 metrum til eða frá.

3.   Hver var bassaleikari Stuðmanna og Þursaflokksins?

4.   Saurbæir eru margir á Íslandi. Hvað er talið að forskeytið „saur“ merki?

5.   Hver hefur verið Bandaríkjaforseti lengur en nokkur annar?

6.   Hvaða fyrirbæri er „Alpha Centauri“?

7.   Lag Daða Freys og Gagnamagnsins, „Think About Things“, náði sem kunnugt er ekki að vinna Eurovision formlega, þótt lagið hafi slegið ærlega í gegn. En hvað heitir íslensk útgáfa lagsins, sem flutt var á undan hinni ensku?

8.  Hvað hét japanski flotaforinginn er skipulagði og stýrði árásinni á Pearl Harbor í desember 1941?

9.   Hvað er serótónín?

10.   Kona nokkur fæddist árið 1913, lést árið 2005 og fékkst við ýmislegt um ævina. Hún er samt langsamlega frægust fyrir það sem hún gerði EKKI árið 1955, og varð bæði umdeild og dáð fyrir. Hvað hét þessi kona?

Og hér eru svörin:

1.   Stalín.

2.   5.770 metrar, eða 5,7 kílómetrar. Rétt telst því vera allt frá 5.470 til 6.070 metrar.

3.   Tómas Magnús Tómasson. Ekki er þó nauðsynlegt að nefna Magnús.

4.   Bleyta eða votlendi.

5.   Franklin D. Roosevelt.

6.   Sól, stjarna. Alpa Centauri er sú sól sem næst okkur er, en það þarftu ekki endilega að vita.

7.   „Gagnamagnið“.

8.   Yamamoto.

9.   Boðefni í heilanum/mannslíkamanum sem veldur vellíðan. Nóg er kalla það „efni“ en „vellíðan“ verður að koma fram eða eitthvað skylt fyrirbæri!

10.   Rosa Parks. Hún neitaði að standa upp fyrir hvítum farþega í strætisvagni, sem varð meiriháttar mál í réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna.

Svörin við aukaspurningunum:

Turner málaði málverkið „Stríðsskipið Temeraire“.

Konan er Lady Gaga.

Hér er svo næsta þraut á undan.

En hér sú næsta á eftir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár