Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Spurningaþraut 20: Númer hvað verður Karl konungur?

Spurningaþraut 20: Númer hvað verður Karl konungur?

Tuttugasta  spurningaþrautin, hér er hún nú komin.

Aukaspurningar eru tvær eins og vanalega:

Hvaða atburður er sýndur á myndinni að ofan?

En hver er dapurlegi ungi maðurinn á myndinni hér að neðan?

Og aðalspurningarnar tíu:

1.  Ef Karl Bretaprins verður ekki orðinn ellidauður áður en Elísabet 2. móðir hans hleypir honum að krúnunni, Karl númer hvað mun hann þá kallast?

2.   Hvað heitir egifski framherjinn í fótboltaliðinu Liverpool í Liverpool?

3.  Hver var menntamálaráðherra í hinni skammlífu ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 2017?

4.   Hver var höfuðborg Vestur-Þýskalands?

5.  Hvar fæddist söngvarinn Freddy Mercury?

6.   Hver orti ljóðið „Til eru fræ“ sem Haukur Morthens söng svo eftirminnilega?

7.   Árið 1934 ákvað danski trésmiðurinn Ole Kirk Christiansen að efna til samkeppni um nafn á nýju fyrirtæki sínu. Í verðlaun var flaska af víni sem hann bruggaði sjálfur. Þegar til kom var hann ekki ánægður með neina tillögu, svo hann veitti sjálfum sér verðlaunin fyrir nafn sem hann barði saman sjálfur. Og væntanlega sötraði hann úr vínflöskunni sjálfur. Hvað heitir fyrirtækið hans?

8.  Skáldsagan „Salka Valka“ eftir Halldór Laxness er nefnd eftir aðalpersónu sögunnar. En hvað heitir Salka Valka sögunnar fullu nafni? Ég á við skírnarnöfn hennar tvö, þið þurfið ekki að vita að hún var Jónsdóttir.

9.   Forsetakosningar standa nú fyrir dyrum. Hvað hét sá frambjóðandi sem kom næstur Guðna Th. Jóhannessyni í kosningunum 2016?

10.  Hvað heitir fréttastjóri Ríkisútvarpsins?

Þá eru hér svörin:

1.   3.

2.   Mohammed Salah.

3.   Kristján Þ. Júlíusson.

4.   Bonn.

5.   Á eyjunni Sansíbar. Sansíbar er nú hluti Tansaníu, svo Tansanía telst líka vera rétt svar, þótt eyjan hafi þá verið svonefndt breskt verndarsvæði.

6.   Davíð Stefánsson.

7.  Lego.

8.   Salvör Valgerður.

9.   Halla Tómasdóttir.

10.  Rakel Þorbergsdóttir.

Og svörin við aukaspurningum:

Myndin sýnir morðið á austurríska erkihertoganum Franz Ferdinand í Sarajevo 28. júní 1914, en það hleypti af stað fyrri heimsstyrjöldinni.

Og pilturinn eymdarlegi er Gavrilo Princip sem framdi ofangreint morð á ofangreindum erkihertoga.

Og hér er svo þrautin frá í gær.

En hérna er sú næsta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár