Spurningaþraut 20: Númer hvað verður Karl konungur?

Spurningaþraut 20: Númer hvað verður Karl konungur?

Tuttugasta  spurningaþrautin, hér er hún nú komin.

Aukaspurningar eru tvær eins og vanalega:

Hvaða atburður er sýndur á myndinni að ofan?

En hver er dapurlegi ungi maðurinn á myndinni hér að neðan?

Og aðalspurningarnar tíu:

1.  Ef Karl Bretaprins verður ekki orðinn ellidauður áður en Elísabet 2. móðir hans hleypir honum að krúnunni, Karl númer hvað mun hann þá kallast?

2.   Hvað heitir egifski framherjinn í fótboltaliðinu Liverpool í Liverpool?

3.  Hver var menntamálaráðherra í hinni skammlífu ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 2017?

4.   Hver var höfuðborg Vestur-Þýskalands?

5.  Hvar fæddist söngvarinn Freddy Mercury?

6.   Hver orti ljóðið „Til eru fræ“ sem Haukur Morthens söng svo eftirminnilega?

7.   Árið 1934 ákvað danski trésmiðurinn Ole Kirk Christiansen að efna til samkeppni um nafn á nýju fyrirtæki sínu. Í verðlaun var flaska af víni sem hann bruggaði sjálfur. Þegar til kom var hann ekki ánægður með neina tillögu, svo hann veitti sjálfum sér verðlaunin fyrir nafn sem hann barði saman sjálfur. Og væntanlega sötraði hann úr vínflöskunni sjálfur. Hvað heitir fyrirtækið hans?

8.  Skáldsagan „Salka Valka“ eftir Halldór Laxness er nefnd eftir aðalpersónu sögunnar. En hvað heitir Salka Valka sögunnar fullu nafni? Ég á við skírnarnöfn hennar tvö, þið þurfið ekki að vita að hún var Jónsdóttir.

9.   Forsetakosningar standa nú fyrir dyrum. Hvað hét sá frambjóðandi sem kom næstur Guðna Th. Jóhannessyni í kosningunum 2016?

10.  Hvað heitir fréttastjóri Ríkisútvarpsins?

Þá eru hér svörin:

1.   3.

2.   Mohammed Salah.

3.   Kristján Þ. Júlíusson.

4.   Bonn.

5.   Á eyjunni Sansíbar. Sansíbar er nú hluti Tansaníu, svo Tansanía telst líka vera rétt svar, þótt eyjan hafi þá verið svonefndt breskt verndarsvæði.

6.   Davíð Stefánsson.

7.  Lego.

8.   Salvör Valgerður.

9.   Halla Tómasdóttir.

10.  Rakel Þorbergsdóttir.

Og svörin við aukaspurningum:

Myndin sýnir morðið á austurríska erkihertoganum Franz Ferdinand í Sarajevo 28. júní 1914, en það hleypti af stað fyrri heimsstyrjöldinni.

Og pilturinn eymdarlegi er Gavrilo Princip sem framdi ofangreint morð á ofangreindum erkihertoga.

Og hér er svo þrautin frá í gær.

En hérna er sú næsta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár