Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 19: Hver fer alltaf vonsvikin heim af Óskarshátíðinni?

Spurningaþraut 19: Hver fer alltaf vonsvikin heim af Óskarshátíðinni?

Nítjánda  spurningaþrautin, það er ekki eftir neinu að bíða.

Aukaspurningar eru tvær að venju:

Myndin hér að ofan prýddi hljómplötu sem kom út 1970. Hver eða hverjir gáfu út þá plötu?

Og hver er konan brosmilda milli spurninganna tíu og svaranna?

Hér eru svo aðalspurningarnar tíu:

1.  Hvaða þrír menn voru hálshöggnir á Íslandi 7. nóvember 1550?

2.   Hver skrifaði ferðabókina Dagbók frá Diafani og gaf út árið 1967?

3.  Augað mitt og augað þitt,

og þá fögru steina.

Mitt er þitt, og þitt er mitt,

þú veist hvað ég meina.

Hver orti þessa vísu?

4.   Hvað heitir forstjóri Icelandair?

5.  Hvað hefur spænski fótboltamaðurinn Gento unnið oftar en nokkur annar?

6.   Hvað heitir austasta ríki Bandaríkjanna á meginlandi Norður-Ameríku?

7.   Rithöfundurinn J.K. Rowling er höfundur bókanna um Harry Potter, eins og menn vita. Skírnarnafn hennar er Joanne, en hvað þýðir þetta K?

8.   Hvað er stærsta stöðuvatn á Íslandi?

9.   Árið 1795 hvarf ríki nokkurt af landabréfum Evrópu sem fyrrum hafði stundum verið í hópi þeirra stærri. Það birtist ekki aftur á landabréfunum fyrr en 123 árum síðar. Hvaða ríki var þetta?

10.  Kona nokkur hefur sjö sinnum verið tilnefnd til hinna svonefndu Óskarsverðlauna fyrir leik í aðal- og aukahlutverkum en aldrei fengið. Hver er hún?

Þá eru hér svörin:

1.   Jón Arason biskup og synir hans Björn og Ari.

2.   Jökull Jakobsson.

3.   Rósa Guðmundsdóttir, Skáld-Rósa.

4.   Bogi Nils Bogason.

5.   Evrópubikarinn / Meistaradeild Evrópu.

6.   Maine.

7.  Ekkert. Það er uppfinning bókaforlagsins, sem vildi fela að höfundurinn væri kona og taldi sterkara að nota tvo bókstafi en einn. Í raun heitir hún fullu nafni bara Joanne Rowling.

8.   Þórisvatn. Það var næststærst en eftir að það var gert að miðlunarlóni er það yfirleitt (ekki alveg alltaf samt) sjónarmun stærra en Þingvallavatn, getur orðið 86-88 ferkílómetrar en Þingvallavatn er 83,7 ferkílómetrar.

9.   Pólland.

10.  Glenn Close.

Og svörin við aukaspurningum:

David Bowie gaf út plötuna, sem hét „The Man Who Sold the World“.

Konan er Margaret Atwood rithöfundur, höfundur „Sögu þernunnar“ eða „The Handmaid’s Tale“.

Og hér er svo þrautin frá í gær.

En hér er sú tuttugasta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár