Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 19: Hver fer alltaf vonsvikin heim af Óskarshátíðinni?

Spurningaþraut 19: Hver fer alltaf vonsvikin heim af Óskarshátíðinni?

Nítjánda  spurningaþrautin, það er ekki eftir neinu að bíða.

Aukaspurningar eru tvær að venju:

Myndin hér að ofan prýddi hljómplötu sem kom út 1970. Hver eða hverjir gáfu út þá plötu?

Og hver er konan brosmilda milli spurninganna tíu og svaranna?

Hér eru svo aðalspurningarnar tíu:

1.  Hvaða þrír menn voru hálshöggnir á Íslandi 7. nóvember 1550?

2.   Hver skrifaði ferðabókina Dagbók frá Diafani og gaf út árið 1967?

3.  Augað mitt og augað þitt,

og þá fögru steina.

Mitt er þitt, og þitt er mitt,

þú veist hvað ég meina.

Hver orti þessa vísu?

4.   Hvað heitir forstjóri Icelandair?

5.  Hvað hefur spænski fótboltamaðurinn Gento unnið oftar en nokkur annar?

6.   Hvað heitir austasta ríki Bandaríkjanna á meginlandi Norður-Ameríku?

7.   Rithöfundurinn J.K. Rowling er höfundur bókanna um Harry Potter, eins og menn vita. Skírnarnafn hennar er Joanne, en hvað þýðir þetta K?

8.   Hvað er stærsta stöðuvatn á Íslandi?

9.   Árið 1795 hvarf ríki nokkurt af landabréfum Evrópu sem fyrrum hafði stundum verið í hópi þeirra stærri. Það birtist ekki aftur á landabréfunum fyrr en 123 árum síðar. Hvaða ríki var þetta?

10.  Kona nokkur hefur sjö sinnum verið tilnefnd til hinna svonefndu Óskarsverðlauna fyrir leik í aðal- og aukahlutverkum en aldrei fengið. Hver er hún?

Þá eru hér svörin:

1.   Jón Arason biskup og synir hans Björn og Ari.

2.   Jökull Jakobsson.

3.   Rósa Guðmundsdóttir, Skáld-Rósa.

4.   Bogi Nils Bogason.

5.   Evrópubikarinn / Meistaradeild Evrópu.

6.   Maine.

7.  Ekkert. Það er uppfinning bókaforlagsins, sem vildi fela að höfundurinn væri kona og taldi sterkara að nota tvo bókstafi en einn. Í raun heitir hún fullu nafni bara Joanne Rowling.

8.   Þórisvatn. Það var næststærst en eftir að það var gert að miðlunarlóni er það yfirleitt (ekki alveg alltaf samt) sjónarmun stærra en Þingvallavatn, getur orðið 86-88 ferkílómetrar en Þingvallavatn er 83,7 ferkílómetrar.

9.   Pólland.

10.  Glenn Close.

Og svörin við aukaspurningum:

David Bowie gaf út plötuna, sem hét „The Man Who Sold the World“.

Konan er Margaret Atwood rithöfundur, höfundur „Sögu þernunnar“ eða „The Handmaid’s Tale“.

Og hér er svo þrautin frá í gær.

En hér er sú tuttugasta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár