Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 17: Hver var maðurinn með egglaga höfuðið?

Spurningaþraut 17: Hver var maðurinn með egglaga höfuðið?

Sautjánda spurningaþrautin er þannig að varpað er fram tíu spurningum og svörin eru hér fyrir neðan mynd af fugli einum.

Aukaspurningar tvær:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

Og hver er fuglinn?

Hér eru svo aðalspurningarnar tíu:

1.   Hvað heitir það lag Megasar þar sem hann setur sig í spor manns sem fer með vinstúlku sinni í gönguför upp að Rauðhólum, þar sem hann myrðir hana síðan?

2.   Hver leikstýrði bíómyndinni/sjónvarpsþáttunum „Fanny og Alexander“?

3.  Hvað heitir höfuðborg Póllands?

4.   Ranavalona 1. hét drottning ein sem í byrjun 19. aldar ríkti með mikilli hörku yfir ríki sínu. Hún er kunn fyrir grimmilega stjórn, ægilegar refsingar og stöðug stríðsátök. Sumir telja að íbúafjöldinn í ríkinu hafi minnkað um helming meðan hún sat við stjórnvölinn. En hvaða ríki stýrði Ranavalona 1.?

5.  Árið 1972 kom Boris Spassky heimsmeistari í skák til Íslands og háði einvígi við Robert Fischer um æðstu metorð skáklistarinnar. Einn af helstu aðstoðarmönnum hans reyndist eiga svolítið sameiginlegt með einum dyggasta hershöfðingja Napóleons Frakkakeisara, þó svo meira en 150 ár skildu milli þeirra. Hvað áttu þeir sameiginlegt?

6.   Hverjum er svo lýst: „Hann var alls ekki meira en 1,64 sentimetrar á hæð en bar sig mjög höfðinglega. Höfuð hans var nákvæmlega egglaga og hann hallaði gjarnan undir flatt. Yfirskegg hans var einkar vandlega snyrt. […] Hann var raunar svo mikill snyrtipinni í klæðnaði að það var ótrúlegt; ég hugsa að eitt rykkorn hefði valdið honum meiri þjáningum en skotsár.“

7.   Hvað heitir elsta dóttir Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar, átta ára gömul stúlka sem væntanlega verður drottning Svíþjóðar í fyllingu tímans?

8.  Í hvaða borg er hús eitt hátt og mikið,sem kallað er „Glerbrotið“?

9.  Nóbelsverðlaunin eru veitt í Svíþjóð og Noregi fyrir ýmis afrek, en svo eru líka til Alfred Nobels-verðlaunin. Þau hafa verið veitt síðan 1929 af bandarísku félagi sem heiðrar unga afreksmenn á ákveðnu menntasviði, ekki þó einu þeirra sem hin eiginlegu Nóbelsverðlaun eru veitt fyrir. Bandaríska félagið fékk nafn Alfreds Nóbels bara lánað á verðlaun sín, en reyndar  ekki alveg að ástæðulausu. Fyrir afrek á hvaða sviði eru Alfred Nobels-verðlaunin veitt?

10.   Hver er sú kona sem hefur selt fleiri hljómplötur á hinum mikilvæga Bandaríkjamarkaði en nokkur kona önnur, eða 70 milljónir, þótt Mariah Carey sæki nú hart að henni á toppnum?

Hér eru svörin:

1.   „Ástarsaga“ af plötunni Loftmynd.

2.   Ingmar Bergman.

3.   Varsjá.

4.   Madagaskar.

5.   Þeir hétu báðir Nei, þótt nafn Eistans Ivo Nei sé yfirleitt skrifað með einföldu með latínuletri, en nafn Michels Ney marskálks með yfsiloni.

6.   Hercule Poirot, söguhetju Agötu Christie.

7.   Estelle.

8.   London.

9.   Verkfræði. Nobel var jú bæði efnafræðingur og verkfræðingur.

10.  Barbra Streisand.

Og svörin við aukaspurningum:

Marilyn Monroe og albatoss.

Svo er gátan frá því gær hérna.

En sú 18., hún leynist hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár