Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

400 milljóna króna styrkir til fjölmiðla á meðan frumvarp Lilju er á ís

Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni, formað­ur Mið­flokks­ins, fannst vinnu­brögð við út­deil­ingu styrkja til fjöl­miðla vera „frá­leit“. Efna­hags- og við­skipta­nefnd tók út orða­lag í lög­un­um um að minni fjöl­miðl­ar ættu að fá hlut­falls­lega hærri styrki en stærri miðl­ar. Lög­in sem með­al ann­ars fela í sér styrk­ina til fjöl­miðla voru sam­þykkt á þingi á mánu­dag­inn.

400 milljóna króna styrkir til fjölmiðla á meðan frumvarp Lilju er á ís
Fara gegn andanum í frumvarpi Lilju Efnahags- og viðskiptanefnd fer gegn andanum í fjölmiðafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem er fast í nefnd. Mynd: Heiða Helgadóttir

Efnahags- og viðskiptanefnd, í formennsku Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, hefur sett Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra skorður í útdeilingu neyðarstyrkja upp á 400 milljónir til fjölmiðla vegna COVID-19 faraldursins.

Nefndin gerði breytingar á lagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um efnahagslegar aðgerðir til að bregðast við COVID-faraldrinum sem samþykkt voru í vikunni. Um er að ræða bráðabirgðabreytingu á lögum um fjölmiðla þar sem fjallað er um þessar styrkveitinga til fjölmiðla vegna COVID-19. 

Lilja lagði í lok síðasta árs fram frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla sem ennþá er í nefnd.

Tekið skal fram og undirstrikað að um er að ræða þessa eina styrkveitingu vegna COVID-19, en ekki fyrirkomulag fjárstuðningsins við einkarekna fjölmiðla til frambúðar,  sem fjölmiðlafrumvarp Lilju fjallar um. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár