Efnahags- og viðskiptanefnd, í formennsku Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, hefur sett Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra skorður í útdeilingu neyðarstyrkja upp á 400 milljónir til fjölmiðla vegna COVID-19 faraldursins.
Nefndin gerði breytingar á lagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um efnahagslegar aðgerðir til að bregðast við COVID-faraldrinum sem samþykkt voru í vikunni. Um er að ræða bráðabirgðabreytingu á lögum um fjölmiðla þar sem fjallað er um þessar styrkveitinga til fjölmiðla vegna COVID-19.
Lilja lagði í lok síðasta árs fram frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla sem ennþá er í nefnd.
Tekið skal fram og undirstrikað að um er að ræða þessa eina styrkveitingu vegna COVID-19, en ekki fyrirkomulag fjárstuðningsins við einkarekna fjölmiðla til frambúðar, sem fjölmiðlafrumvarp Lilju fjallar um.
Athugasemdir