Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

400 milljóna króna styrkir til fjölmiðla á meðan frumvarp Lilju er á ís

Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni, formað­ur Mið­flokks­ins, fannst vinnu­brögð við út­deil­ingu styrkja til fjöl­miðla vera „frá­leit“. Efna­hags- og við­skipta­nefnd tók út orða­lag í lög­un­um um að minni fjöl­miðl­ar ættu að fá hlut­falls­lega hærri styrki en stærri miðl­ar. Lög­in sem með­al ann­ars fela í sér styrk­ina til fjöl­miðla voru sam­þykkt á þingi á mánu­dag­inn.

400 milljóna króna styrkir til fjölmiðla á meðan frumvarp Lilju er á ís
Fara gegn andanum í frumvarpi Lilju Efnahags- og viðskiptanefnd fer gegn andanum í fjölmiðafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem er fast í nefnd. Mynd: Heiða Helgadóttir

Efnahags- og viðskiptanefnd, í formennsku Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, hefur sett Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra skorður í útdeilingu neyðarstyrkja upp á 400 milljónir til fjölmiðla vegna COVID-19 faraldursins.

Nefndin gerði breytingar á lagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um efnahagslegar aðgerðir til að bregðast við COVID-faraldrinum sem samþykkt voru í vikunni. Um er að ræða bráðabirgðabreytingu á lögum um fjölmiðla þar sem fjallað er um þessar styrkveitinga til fjölmiðla vegna COVID-19. 

Lilja lagði í lok síðasta árs fram frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla sem ennþá er í nefnd.

Tekið skal fram og undirstrikað að um er að ræða þessa eina styrkveitingu vegna COVID-19, en ekki fyrirkomulag fjárstuðningsins við einkarekna fjölmiðla til frambúðar,  sem fjölmiðlafrumvarp Lilju fjallar um. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár