Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

400 milljóna króna styrkir til fjölmiðla á meðan frumvarp Lilju er á ís

Sig­mundi Dav­íð Gunn­laugs­syni, formað­ur Mið­flokks­ins, fannst vinnu­brögð við út­deil­ingu styrkja til fjöl­miðla vera „frá­leit“. Efna­hags- og við­skipta­nefnd tók út orða­lag í lög­un­um um að minni fjöl­miðl­ar ættu að fá hlut­falls­lega hærri styrki en stærri miðl­ar. Lög­in sem með­al ann­ars fela í sér styrk­ina til fjöl­miðla voru sam­þykkt á þingi á mánu­dag­inn.

400 milljóna króna styrkir til fjölmiðla á meðan frumvarp Lilju er á ís
Fara gegn andanum í frumvarpi Lilju Efnahags- og viðskiptanefnd fer gegn andanum í fjölmiðafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem er fast í nefnd. Mynd: Heiða Helgadóttir

Efnahags- og viðskiptanefnd, í formennsku Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, hefur sett Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra skorður í útdeilingu neyðarstyrkja upp á 400 milljónir til fjölmiðla vegna COVID-19 faraldursins.

Nefndin gerði breytingar á lagafrumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um efnahagslegar aðgerðir til að bregðast við COVID-faraldrinum sem samþykkt voru í vikunni. Um er að ræða bráðabirgðabreytingu á lögum um fjölmiðla þar sem fjallað er um þessar styrkveitinga til fjölmiðla vegna COVID-19. 

Lilja lagði í lok síðasta árs fram frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla sem ennþá er í nefnd.

Tekið skal fram og undirstrikað að um er að ræða þessa eina styrkveitingu vegna COVID-19, en ekki fyrirkomulag fjárstuðningsins við einkarekna fjölmiðla til frambúðar,  sem fjölmiðlafrumvarp Lilju fjallar um. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár