Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 16: Hvað hét löggan hans Ingvars?

Spurningaþraut 16: Hvað hét löggan hans Ingvars?

Sextánda spurningaþrautin: Tíu spurningar og svörin eru hér fyrir neðan mynd úr þekktri teiknimynd.

Aukaspurningar tvær:

Útlínur hvaða eyju eru þetta? Tekið skal fram að hún er ekki við Ísland.

Og hvað heitir flugvélartegundin á myndinni að neðan?

Hér eru svo aðalspurningarnar tíu:

1.   Hvaða ár hófst Twitter starfsemi sína?

2.   Hvað kallast skákmennirnir sem hefja leik úti í hornunum á taflborðinu?

3.  Hvernig hafði Ringo Starr hugsað sér að þrauka?

4.  Vigdís Finnbogadóttir hafði fengist við ýmislegt áður en hún var kosin forseti. Hún sá meðal annars um kennslu í sjónvarpinu, en í hvaða fagi?

5.   Hvað hét gæflynda löggan sem Ingvar E. Sigurðsson lék í tveimur fyrstu sjónvarpsseríunum af Ófærð?

6.  Fyrir hvað er tónlistarmaðurinn David Howell Evans þekktastur?

7.   Hvað heitir leikhússtjóri Borgarleikhússins?

8.   Hversu margir Bandaríkjaforsetar hafa dáið í embætti, hvort heldur af eðlilegum ástæðum eða myrtir?

9.  Hvað hét fyrri dómsmálaráðherrann í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 2009, kona sem sótt var út fyrir stjórnmálin?

10.  Hvað nefndist hertogaynjan af Sussex áður en hún varð hertogaynja af Sussex?

Þá eru þau hér þau hin tíu svör:

1.   2006.

2.   Hrókar.

3.   Með smá aðstoð frá vinum sínum. Hér er vísað til lagsins „With a Little Help From My Friends“ sem er langþekktasta lagið af þeim sárafáu sem Ringo söng með Bítlunum.

4.   Frönsku.

5.   Ásgeir.

6.   Fyrir að spila á gítar í hljómsveitinni U2.

7.   Brynhildur Guðjónsdóttir.

8.   Átta (William Henry Harrison, Zachary Taylor, Abraham Lincoln, James Garfield, William McKinley, Warren Harding, Franklin D. Roosevelt, John F. Kennedy).

9.   Ragna Árnadóttir.

10.  Megan Markle.

Aukaspurningarnar:

Eyjan er Sri Lanka.

Flugvélin er af tegundinni Boeing 747.

Næstu spurningaþraut á undan er svo einmitt hérna að finna.

En þá næstu á eftir, þá sautjándu, er hérna að finna.

En að lokum má sjá hér Sri Lanka við Indlandsstrendur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár