Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 16: Hvað hét löggan hans Ingvars?

Spurningaþraut 16: Hvað hét löggan hans Ingvars?

Sextánda spurningaþrautin: Tíu spurningar og svörin eru hér fyrir neðan mynd úr þekktri teiknimynd.

Aukaspurningar tvær:

Útlínur hvaða eyju eru þetta? Tekið skal fram að hún er ekki við Ísland.

Og hvað heitir flugvélartegundin á myndinni að neðan?

Hér eru svo aðalspurningarnar tíu:

1.   Hvaða ár hófst Twitter starfsemi sína?

2.   Hvað kallast skákmennirnir sem hefja leik úti í hornunum á taflborðinu?

3.  Hvernig hafði Ringo Starr hugsað sér að þrauka?

4.  Vigdís Finnbogadóttir hafði fengist við ýmislegt áður en hún var kosin forseti. Hún sá meðal annars um kennslu í sjónvarpinu, en í hvaða fagi?

5.   Hvað hét gæflynda löggan sem Ingvar E. Sigurðsson lék í tveimur fyrstu sjónvarpsseríunum af Ófærð?

6.  Fyrir hvað er tónlistarmaðurinn David Howell Evans þekktastur?

7.   Hvað heitir leikhússtjóri Borgarleikhússins?

8.   Hversu margir Bandaríkjaforsetar hafa dáið í embætti, hvort heldur af eðlilegum ástæðum eða myrtir?

9.  Hvað hét fyrri dómsmálaráðherrann í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 2009, kona sem sótt var út fyrir stjórnmálin?

10.  Hvað nefndist hertogaynjan af Sussex áður en hún varð hertogaynja af Sussex?

Þá eru þau hér þau hin tíu svör:

1.   2006.

2.   Hrókar.

3.   Með smá aðstoð frá vinum sínum. Hér er vísað til lagsins „With a Little Help From My Friends“ sem er langþekktasta lagið af þeim sárafáu sem Ringo söng með Bítlunum.

4.   Frönsku.

5.   Ásgeir.

6.   Fyrir að spila á gítar í hljómsveitinni U2.

7.   Brynhildur Guðjónsdóttir.

8.   Átta (William Henry Harrison, Zachary Taylor, Abraham Lincoln, James Garfield, William McKinley, Warren Harding, Franklin D. Roosevelt, John F. Kennedy).

9.   Ragna Árnadóttir.

10.  Megan Markle.

Aukaspurningarnar:

Eyjan er Sri Lanka.

Flugvélin er af tegundinni Boeing 747.

Næstu spurningaþraut á undan er svo einmitt hérna að finna.

En þá næstu á eftir, þá sautjándu, er hérna að finna.

En að lokum má sjá hér Sri Lanka við Indlandsstrendur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár