Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 15: Hver er 孔子 og hvað er hæsta tré á Íslandi?

Spurningaþraut 15: Hver er 孔子 og hvað er hæsta tré á Íslandi?

Fimmtánda spurningaþrautin: Tíu spurningar og svörin eru hér fyrir neðan mynd úr þekktri teiknimynd.

Aukaspurningar tvær:

Hver er karlmaðurinn á myndinni að ofan?

Og úr hvaða kvikmynd er myndin hér að neðan?

Hér eru svo aðalspurningarnar tíu:

1.   Kínverji nokkur, fæddur árið 551 fyrir Krist, heitir 孔子, sem hljóðritað á latneskt letur er skrifað Kǒng Qiū. Þessi spekingur er þó kunnari undir öðru nafni hér á Vesturlöndum. Hvað er það?

2.   Hvað heitir trommuleikarinn í The Rolling Stones?

3.   Hvað heitir hálsinn milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls?

4.  Árið 1805 stýrði Nelson flotaforingi breska flotanum til sigurs gegn Frökkum og Spánverjum, en sjálfur féll hann um borð í skipi sínu á sigurstundu. Skipið er enn varðveitt í höfninni í Portsmouth og var vinsæll áfangastaður ferðamanna, meðan þeir voru enn og hétu. Hvað heitir þetta skip?

5.   Árið 1980 kom út myndskreytt barnabók eftir nýjan höfund, bókin hét „Allt í plati“. Höfundurinn hefur síðan gefið út eina til þrjár bækur á hverju ári, flestar ríkulega myndskreyttar, en einna síðastar eru þrjár spennandi bækur sem gerast á Skuggaskeri. Hvað heitir þessi höfundur?

6.  Hvað heitir höfuðborgin í Tékklandi?

7.   Fyrir hverja situr Björn Leví Gunnarsson á þingi?

8.   Hver samdi þekktasta lagið sem sungið er við Maístjörnu Halldórs Laxness?

9.  Hvaða tónlistarmaður er þekktastur fyrir lagið „Bad Guy“?

10.  Hæsta tré á Íslandi nálgast óðum 30 metra hæð. Af hvaða trjátegund er það?

Þá eru þau hér þau hin tíu svör:

1.   Konfúsíus.

2.   Charlie Watts.

3.   Fimmvörðuháls.

4.   Victory.

5.   Sigrún Eldjárn.

6.   Prag.

7.   Pírata.

8.   Jón Ásgeirsson.

9.   Billie Eilish.

10.  Sitkagreni.

Aukaspurningarnar:

Karlinn er vitasuld Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák.

Teiknimyndin er „The Jungle Book“ eða „Skógarlíf“ frá 1967. Ef einhver segir „Móglí“ má líka gefa rétt fyrir það.

Næstu spurningaþraut á undan er svo einmitt hérna að finna.

En þá sextándu hérna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár