Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 15: Hver er 孔子 og hvað er hæsta tré á Íslandi?

Spurningaþraut 15: Hver er 孔子 og hvað er hæsta tré á Íslandi?

Fimmtánda spurningaþrautin: Tíu spurningar og svörin eru hér fyrir neðan mynd úr þekktri teiknimynd.

Aukaspurningar tvær:

Hver er karlmaðurinn á myndinni að ofan?

Og úr hvaða kvikmynd er myndin hér að neðan?

Hér eru svo aðalspurningarnar tíu:

1.   Kínverji nokkur, fæddur árið 551 fyrir Krist, heitir 孔子, sem hljóðritað á latneskt letur er skrifað Kǒng Qiū. Þessi spekingur er þó kunnari undir öðru nafni hér á Vesturlöndum. Hvað er það?

2.   Hvað heitir trommuleikarinn í The Rolling Stones?

3.   Hvað heitir hálsinn milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls?

4.  Árið 1805 stýrði Nelson flotaforingi breska flotanum til sigurs gegn Frökkum og Spánverjum, en sjálfur féll hann um borð í skipi sínu á sigurstundu. Skipið er enn varðveitt í höfninni í Portsmouth og var vinsæll áfangastaður ferðamanna, meðan þeir voru enn og hétu. Hvað heitir þetta skip?

5.   Árið 1980 kom út myndskreytt barnabók eftir nýjan höfund, bókin hét „Allt í plati“. Höfundurinn hefur síðan gefið út eina til þrjár bækur á hverju ári, flestar ríkulega myndskreyttar, en einna síðastar eru þrjár spennandi bækur sem gerast á Skuggaskeri. Hvað heitir þessi höfundur?

6.  Hvað heitir höfuðborgin í Tékklandi?

7.   Fyrir hverja situr Björn Leví Gunnarsson á þingi?

8.   Hver samdi þekktasta lagið sem sungið er við Maístjörnu Halldórs Laxness?

9.  Hvaða tónlistarmaður er þekktastur fyrir lagið „Bad Guy“?

10.  Hæsta tré á Íslandi nálgast óðum 30 metra hæð. Af hvaða trjátegund er það?

Þá eru þau hér þau hin tíu svör:

1.   Konfúsíus.

2.   Charlie Watts.

3.   Fimmvörðuháls.

4.   Victory.

5.   Sigrún Eldjárn.

6.   Prag.

7.   Pírata.

8.   Jón Ásgeirsson.

9.   Billie Eilish.

10.  Sitkagreni.

Aukaspurningarnar:

Karlinn er vitasuld Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák.

Teiknimyndin er „The Jungle Book“ eða „Skógarlíf“ frá 1967. Ef einhver segir „Móglí“ má líka gefa rétt fyrir það.

Næstu spurningaþraut á undan er svo einmitt hérna að finna.

En þá sextándu hérna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár