Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Félagsmálaráðherra segir að „allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son seg­ist ekki vilja að náms­menn né „aðr­ir sem eru á at­vinnu­leys­is­skrá“ fái fjár­muni úr rík­is­sjóði fyr­ir að „gera ekki neitt“. Stúd­enta­hreyf­ing­ar hafa kall­að eft­ir því að náms­menn geti feng­ið at­vinnu­leys­is­bæt­ur í sum­ar líkt og þeir gátu feng­ið sumar­ið eft­ir síð­asta hrun þeg­ar at­vinnu­leys­ið var hvað mest.

Félagsmálaráðherra segir að „allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“

„Ég er ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn eða aðrir sem eru á atvinnuleysisskrá fái fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt.“

Þetta sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag, aðspurður um kröfur námsmanna um að fá atvinnuleysisbætur í sumar.

„Ég hef raunar áhyggjur af því að við séum einhvern veginn alltof mikið, í öllu sem við erum að gera núna – allar kröfur sem koma fram, hvort sem er frá námsmönnum, fyrirtækjum eða öðrum – þær miða rosalega mikið að því að við eigum að slökkva allt og loka öllu. Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt,“ sagði ráðherrann.

„Ég held það sé ekki skynsamlegt vegna þess að við erum með tugi þúsunda á atvinnuleysisskrá, og við – því við erum núna að sjá að þetta er langtímaatvinnuleysi, hlutabæturnar að trappast niður – þá þurfum við einmitt að fara að huga að því að koma fólki í virkni. Og inni í hagkerfinu núna höfum við gríðarmikil tækifæri til að gera það, því það er góður slaki, fjárhagsstaðan er góð og það er miklu skynsamlegra að gera það svona, og það á við um námsmennina og atvinnulífið líka.“

Ásmundur Einar sagði mikilvægt að nálgast atvinnuleysisbótakröfur námsmanna með þessum hætti og það hefði þegar gengið ágætlega. „Þetta er svona verkefnið og þess vegna nálgast ég þessar atvinnuleysisbótakröfur námsmanna öðruvísi heldur en þannig að við eigum bara að skaffa þeim framfærslu, við eigum að skaffa þeim vinnu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár