Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Félagsmálaráðherra segir að „allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son seg­ist ekki vilja að náms­menn né „aðr­ir sem eru á at­vinnu­leys­is­skrá“ fái fjár­muni úr rík­is­sjóði fyr­ir að „gera ekki neitt“. Stúd­enta­hreyf­ing­ar hafa kall­að eft­ir því að náms­menn geti feng­ið at­vinnu­leys­is­bæt­ur í sum­ar líkt og þeir gátu feng­ið sumar­ið eft­ir síð­asta hrun þeg­ar at­vinnu­leys­ið var hvað mest.

Félagsmálaráðherra segir að „allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“

„Ég er ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn eða aðrir sem eru á atvinnuleysisskrá fái fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt.“

Þetta sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag, aðspurður um kröfur námsmanna um að fá atvinnuleysisbætur í sumar.

„Ég hef raunar áhyggjur af því að við séum einhvern veginn alltof mikið, í öllu sem við erum að gera núna – allar kröfur sem koma fram, hvort sem er frá námsmönnum, fyrirtækjum eða öðrum – þær miða rosalega mikið að því að við eigum að slökkva allt og loka öllu. Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt,“ sagði ráðherrann.

„Ég held það sé ekki skynsamlegt vegna þess að við erum með tugi þúsunda á atvinnuleysisskrá, og við – því við erum núna að sjá að þetta er langtímaatvinnuleysi, hlutabæturnar að trappast niður – þá þurfum við einmitt að fara að huga að því að koma fólki í virkni. Og inni í hagkerfinu núna höfum við gríðarmikil tækifæri til að gera það, því það er góður slaki, fjárhagsstaðan er góð og það er miklu skynsamlegra að gera það svona, og það á við um námsmennina og atvinnulífið líka.“

Ásmundur Einar sagði mikilvægt að nálgast atvinnuleysisbótakröfur námsmanna með þessum hætti og það hefði þegar gengið ágætlega. „Þetta er svona verkefnið og þess vegna nálgast ég þessar atvinnuleysisbótakröfur námsmanna öðruvísi heldur en þannig að við eigum bara að skaffa þeim framfærslu, við eigum að skaffa þeim vinnu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár