Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Félagsmálaráðherra segir að „allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son seg­ist ekki vilja að náms­menn né „aðr­ir sem eru á at­vinnu­leys­is­skrá“ fái fjár­muni úr rík­is­sjóði fyr­ir að „gera ekki neitt“. Stúd­enta­hreyf­ing­ar hafa kall­að eft­ir því að náms­menn geti feng­ið at­vinnu­leys­is­bæt­ur í sum­ar líkt og þeir gátu feng­ið sumar­ið eft­ir síð­asta hrun þeg­ar at­vinnu­leys­ið var hvað mest.

Félagsmálaráðherra segir að „allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“

„Ég er ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn eða aðrir sem eru á atvinnuleysisskrá fái fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt.“

Þetta sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag, aðspurður um kröfur námsmanna um að fá atvinnuleysisbætur í sumar.

„Ég hef raunar áhyggjur af því að við séum einhvern veginn alltof mikið, í öllu sem við erum að gera núna – allar kröfur sem koma fram, hvort sem er frá námsmönnum, fyrirtækjum eða öðrum – þær miða rosalega mikið að því að við eigum að slökkva allt og loka öllu. Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt,“ sagði ráðherrann.

„Ég held það sé ekki skynsamlegt vegna þess að við erum með tugi þúsunda á atvinnuleysisskrá, og við – því við erum núna að sjá að þetta er langtímaatvinnuleysi, hlutabæturnar að trappast niður – þá þurfum við einmitt að fara að huga að því að koma fólki í virkni. Og inni í hagkerfinu núna höfum við gríðarmikil tækifæri til að gera það, því það er góður slaki, fjárhagsstaðan er góð og það er miklu skynsamlegra að gera það svona, og það á við um námsmennina og atvinnulífið líka.“

Ásmundur Einar sagði mikilvægt að nálgast atvinnuleysisbótakröfur námsmanna með þessum hætti og það hefði þegar gengið ágætlega. „Þetta er svona verkefnið og þess vegna nálgast ég þessar atvinnuleysisbótakröfur námsmanna öðruvísi heldur en þannig að við eigum bara að skaffa þeim framfærslu, við eigum að skaffa þeim vinnu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár