Félagsmálaráðherra segir að „allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son seg­ist ekki vilja að náms­menn né „aðr­ir sem eru á at­vinnu­leys­is­skrá“ fái fjár­muni úr rík­is­sjóði fyr­ir að „gera ekki neitt“. Stúd­enta­hreyf­ing­ar hafa kall­að eft­ir því að náms­menn geti feng­ið at­vinnu­leys­is­bæt­ur í sum­ar líkt og þeir gátu feng­ið sumar­ið eft­ir síð­asta hrun þeg­ar at­vinnu­leys­ið var hvað mest.

Félagsmálaráðherra segir að „allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“

„Ég er ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn eða aðrir sem eru á atvinnuleysisskrá fái fjármagn úr ríkissjóði fyrir að gera ekki neitt.“

Þetta sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag, aðspurður um kröfur námsmanna um að fá atvinnuleysisbætur í sumar.

„Ég hef raunar áhyggjur af því að við séum einhvern veginn alltof mikið, í öllu sem við erum að gera núna – allar kröfur sem koma fram, hvort sem er frá námsmönnum, fyrirtækjum eða öðrum – þær miða rosalega mikið að því að við eigum að slökkva allt og loka öllu. Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt,“ sagði ráðherrann.

„Ég held það sé ekki skynsamlegt vegna þess að við erum með tugi þúsunda á atvinnuleysisskrá, og við – því við erum núna að sjá að þetta er langtímaatvinnuleysi, hlutabæturnar að trappast niður – þá þurfum við einmitt að fara að huga að því að koma fólki í virkni. Og inni í hagkerfinu núna höfum við gríðarmikil tækifæri til að gera það, því það er góður slaki, fjárhagsstaðan er góð og það er miklu skynsamlegra að gera það svona, og það á við um námsmennina og atvinnulífið líka.“

Ásmundur Einar sagði mikilvægt að nálgast atvinnuleysisbótakröfur námsmanna með þessum hætti og það hefði þegar gengið ágætlega. „Þetta er svona verkefnið og þess vegna nálgast ég þessar atvinnuleysisbótakröfur námsmanna öðruvísi heldur en þannig að við eigum bara að skaffa þeim framfærslu, við eigum að skaffa þeim vinnu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár