Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Spurningaþraut 13: Netflix-sería Baltasars og umsátrið um Leníngrad

Spurningaþraut 13: Netflix-sería Baltasars og umsátrið um Leníngrad

Þrettánda spurningaþrautin er eins og hinar tólf: tíu spurningar og svörin má finna hér fyrir neðan ljósmynd af valdakonu einni.

Aukaspurningar eru svo tvær að venju:

Hver er sá tvíliti fáni sem blaktir hér að ofan?

Og hver er konan með klútinn litríka?

En hér eru spurningarnar tíu:

1.  Baltasar Kormákur hefur vakið athygli fyrir að halda áfram af fullum krafti - en þó með tilhlýðilegri varúð - að taka upp sjónvarpsseríu fyrir Netflix. Hvað heitir sú sería?

2.   Milli hvaða landa liggur Brenner-skarð?

3.  Listgáfa leggst stundum í ættir, virðist vera. Heimsþekkt tónskáld eignaðist fjölda barna og þar á meðal voru fjórir synir sem urðu líka tónskáld, og bara ansi góð. Hvað hét tónskáldið sem gat af sér hin fjögur?

4.  Hvert er nafn keisarans vonda í Star Wars kvikmyndunum?

5.   Hvað þýðir skammstöfunin BSRB?

6.  Hver skrifaði ævisögu Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í þremur bindum?

7.   Hvað eiga íslensku rithöfundarnir Ólafur Jóhann Sigurðsson, Snorri Hjartarson, Thor Vilhjálmsson, Fríða Á. Sigurðardóttir, Einar Már Guðmundsson, Sjón, Gyrðir Elíasson og nú síðast Auður Ava Ólafsdóttir sameiginlegt? (Auðvitað er það sitt af hverju. En ef þið vitið þetta, þá vitiði þetta.)

8. Í síðari heimsstyrjöldinni settust Þjóðverjar um borgina Leníngrad í Rússlandi 8. september 1941. Hversu lengi stóð umsátrið í dögum talið? Skekkjumörk eru 50 dagar til eða frá.

9.   Í hvaða heimsálfu er dýrategundin alpaca upprunnin?

10.  Farþegaskipið Titanic var alls ekki einstakt í sinni röð. Það átti tvö systurskip, jafn stór og glæsileg. Nefnið að minnsta kosti annað þeirra.

Þá eru þau hér þau hin tíu svör:

1.   Katla.

2.  Austurríki og Ítalíu.

3.  Johann Sebastian Bach.

4.   Palpatine.

5.  Bandalag starfsmanna ríkis og bæja.

6.  Dagur B. Eggertsson.

7.  Þau hafa, ein íslenskra höfunda, unnið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

8.  Í 872 daga. Rétt telst því allt frá 822 til 922.

9.  Suður-Ameríku. Alpaca er náskylt llamadýrinu.

10.  Britannic og Olympic.

Aukaspurningarnar:

Fáninn er að sjálfsögðu sá pólski.

Og konan er Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur 2011-2015.

Næsta spurningaþraut á undan, sú tólfta, hún er svo hérna.

En hér birtist svo sú næsta á eftir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
8
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár