Spurningaþraut 13: Netflix-sería Baltasars og umsátrið um Leníngrad

Spurningaþraut 13: Netflix-sería Baltasars og umsátrið um Leníngrad

Þrettánda spurningaþrautin er eins og hinar tólf: tíu spurningar og svörin má finna hér fyrir neðan ljósmynd af valdakonu einni.

Aukaspurningar eru svo tvær að venju:

Hver er sá tvíliti fáni sem blaktir hér að ofan?

Og hver er konan með klútinn litríka?

En hér eru spurningarnar tíu:

1.  Baltasar Kormákur hefur vakið athygli fyrir að halda áfram af fullum krafti - en þó með tilhlýðilegri varúð - að taka upp sjónvarpsseríu fyrir Netflix. Hvað heitir sú sería?

2.   Milli hvaða landa liggur Brenner-skarð?

3.  Listgáfa leggst stundum í ættir, virðist vera. Heimsþekkt tónskáld eignaðist fjölda barna og þar á meðal voru fjórir synir sem urðu líka tónskáld, og bara ansi góð. Hvað hét tónskáldið sem gat af sér hin fjögur?

4.  Hvert er nafn keisarans vonda í Star Wars kvikmyndunum?

5.   Hvað þýðir skammstöfunin BSRB?

6.  Hver skrifaði ævisögu Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í þremur bindum?

7.   Hvað eiga íslensku rithöfundarnir Ólafur Jóhann Sigurðsson, Snorri Hjartarson, Thor Vilhjálmsson, Fríða Á. Sigurðardóttir, Einar Már Guðmundsson, Sjón, Gyrðir Elíasson og nú síðast Auður Ava Ólafsdóttir sameiginlegt? (Auðvitað er það sitt af hverju. En ef þið vitið þetta, þá vitiði þetta.)

8. Í síðari heimsstyrjöldinni settust Þjóðverjar um borgina Leníngrad í Rússlandi 8. september 1941. Hversu lengi stóð umsátrið í dögum talið? Skekkjumörk eru 50 dagar til eða frá.

9.   Í hvaða heimsálfu er dýrategundin alpaca upprunnin?

10.  Farþegaskipið Titanic var alls ekki einstakt í sinni röð. Það átti tvö systurskip, jafn stór og glæsileg. Nefnið að minnsta kosti annað þeirra.

Þá eru þau hér þau hin tíu svör:

1.   Katla.

2.  Austurríki og Ítalíu.

3.  Johann Sebastian Bach.

4.   Palpatine.

5.  Bandalag starfsmanna ríkis og bæja.

6.  Dagur B. Eggertsson.

7.  Þau hafa, ein íslenskra höfunda, unnið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

8.  Í 872 daga. Rétt telst því allt frá 822 til 922.

9.  Suður-Ameríku. Alpaca er náskylt llamadýrinu.

10.  Britannic og Olympic.

Aukaspurningarnar:

Fáninn er að sjálfsögðu sá pólski.

Og konan er Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra Danmerkur 2011-2015.

Næsta spurningaþraut á undan, sú tólfta, hún er svo hérna.

En hér birtist svo sú næsta á eftir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár