Spurningaþraut 12: Hvaða dýr er þetta og hver er 6. kóngur Evrópu?

Spurningaþraut 12: Hvaða dýr er þetta og hver er 6. kóngur Evrópu?

Tólfta spurningaþrautin er eins og alltaf, tíu spurningar og svörin eru svo hér fyrir neðan ljósmynd af frægu kennileiti.

Aukaspurningar eru svo tvær að venju:

Hvaða snotra dýr er á myndinni hér að ofan?

Í hvaða borg er þetta kennileiti?

En hér eru spurningarnar tíu:

1.  Hvað heitir yngsti sonur Donalds Trumps?

2.   Hvað heitir spákonan í Eyjabókum Einars Kárasonar?

3.  Bandarískur tónlistarmaður sem settist að á Íslandi gaf út lagið The Greatest Motherfucker sem opinberlega hét þó víst bara GMF. En hvað heitir tónlistarmaðurinn?

4.  Í Evrópu sitja kóngar nú í hásæti í Belgíu, Hollandi, Noregi, Svíþjóð og á Spáni. Svo ber reyndar einn evrópskur þjóðhöfðingi líka titilinn „kóngur“ í sínu ríki, þótt sá titill sé mjög lítið notaður og flestir þekkja þennan þjóðhöfðingja undir allt öðrum embættistitli. Hver er þessi „kóngur“?

5.   Mjaldur er meðalstór tannhvalur sem vekur ævinlega athygli fyrir sinn hvíta lit. Hann á náfrænda í hópi tannhvala sem þykir jafnvel enn sérkennilegri í útliti. Hvaða hvalur er það?

6.   Hver var ráðinn nýr útvarpsstjóri um daginn?

7.   Hvaða myndlistarkona málaði vissulega margt og mikið um ævina en er þó allra þekktust fyrir öflugar sjálfsmyndir sínar?

8.  Hvað heitir reikistjarnan sem næst er sólinni okkar?

9.   Með hvaða körfuboltaliði spilaði Michael Jordan lengst af?

10.  Hvaða fyrirtæki stofnaði Pálmi Jónsson árið 1959?

Þá eru hér þau hin tíu svör:

1.   Barron.

2.  Karólína.

3.  John Grant.

4.   Páfinn í Róm. Hann ber hinn formlega titil „Konungur hins kirkjulega ríkis“ auk þess að vera „biskup yfir Róm“.

5.  Náhvalur með sína einu löngu tönn langt fram úr skoltinum.

6.  Stefán Eiríksson.

7.  Hin mexíkóska Frida Kahlo.

8.  Merkúr.

9.  Chicago Bulls.

10.  Hagkaup.

Aukaspurningarnar:

Dýrið er vitanlega tapír.

Og Brandenborgarhliðið er í Berlín.

Næstu spurningaþraut á undan er svo hérna að finna.

Næsta þraut á eftir, sú 13., hún er hins vegar hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár