Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þingkona VG styður ekki frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir seg­ir að verði frum­varp­ið að lög­um verði ekki heim­ilt að taka jað­ar­mál til efn­is­með­ferð­ar. Veik börn og þung­að­ar kon­ur sem sæktu hér um vernd yrðu þá end­ur­send á því sem næst sjálf­virk­an hátt.

Þingkona VG styður ekki frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga
Styður ekki frumvarp ráðherra Rósa Björk styður ekki frumvarp Áslaugar Örnu um breytingar á lögum um útlendinga.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, styður ekki frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga. Frumvarpið, segir Rósa, festir í sessi Dyflinar-reglugerðina og veldur því að ekki er hægt að taka til efnismeðferðar jaðarmál. Því væri ekki hægt að taka til meðferðar beiðnir fjölskyldna um vernd þar sem til að mynda börn með lífhótandi sjúkdóma væru meðal fjölskyldumeðlima eða ef um væri að ræða þungaðar konur sem væru komnar nánast að fæðingu. Þeim yrði sjálfvirkt vísað úr landi verði frumvarpið að lögum. Dómsmálaráðherra segir stefnu stjórnvalda mannúðlega.

Framhald fyrstu umræðu um frumvarpið fór fram í gærkvöldi á Alþingi og gagnrýndi Rósa Björk frumvarpið harðlega. Sagði hún frumvarpið valda því að endursendingar ákveðinna hópa sem hingað kæmu og óskuðu eftir vernd yrðu því sem næst sjálfvirkar. Þá væri komið í veg fyrir að hægt væri að taka svokölluð jaðarmál til efnismeðferðar hér á landi. „Til dæmis ef hingað kemur fjölskylda með vernd í Grikklandi og barn með alvarlegan hjartagalla, þá er ekki heimilt samkvæmt þessu frumvarpi að taka slík mál til efnismeðferðar. Jafnvel þó að fjölskylda sem til okkar leitar með verndarstöðu er með barn sem þarfnast læknisaðstoðar eða ef kona er ólétt og nánast komin að fæðingu eða börn í viðkvæmri stöðu eða hefur fest rætur í íslenska skólakerfinu.“

Finnst framgangan dapurleg á tímum Covid-19

Rósa sagði enn fremur að ef frumvarpið yrði að lögum myndi það gera að verkum að stjórnvöld gætu vísað fólki aftur til Grikklands, Ungverjalands og Búlgaríu. Allt eru það lönd sem hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir slæman aðbúnað flóttafólks.

„Sérstaklega dapurlegt að verða vitni að því að íslensk stjórnvöld séu á tímum Covid-19 að reyna að leita allra leiða til að synja fólki“

Rósa Björk er varaformaður flóttmannanendar Evrópuráðsþingsins og sagði hún að í því ljósi væri „alveg sérstaklega dapurlegt að verða vitni að því að íslensk stjórnvöld séu á tímum Covid-19 að reyna að leita allra leiða til að synja fólki um umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi og snúa þeim hreinlega til baka.“

Ráðherra segir Ísland standa sig vel

Áslaug Arna svaraði því til að enn myndi fólk sem hingað kæmi til lands, og hefði fengið vernd annars staðar, fá einstaklingsbundna skoðun og það yrði metið hvort endursending þess myndi brjóta í bága við útlendingalög og mannréttindasáttmála Evrópu. Þá sagði ráðherrann einnig að þrátt fyrir að frumvarpið yrði að lögum yrði áfram staðið við þá ákvörðun að senda fólk ekki til baka til landa eins og Grikklands eða Ungverjalands, það myndi ekki breytast.

„Varðandi stefnu okkar þá er hún mannúðleg, við erum að veita fólki sem er í þörf fyrir vernd alþjóðlega vernd og við erum talin standa okkur vel í þeim efnum þegar litið er til landa í kringum okkur,“ sagði Áslaug Arna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár